Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Ymindar vandi

Aumur er umtalslaus maður segir einhverstaðar. Ég fyrir mitt leiti tel að alltof margir hér séu uppteknir af því hvað aðrir hugsa um okkur þegar við eigum að vera upptekin af því hvernig við tökum á og leysum þau verkefni sem blasa við okkur.

Mér er slétt sama hvað hugsað er um okkur út í löndum en mér er ekki sama hvernig við hugsum um hvort annað. Ef að erlendir eru svo glámskyggnir að þeir láta það sem hér skeði mynda skoðun sína á okkur til langframa þá þeir um það. Hvernig við endurreisum byggjum upp og refsum þeim seku er það sem kemur til með að ráða því hvernig litið er á okkur já og hvernig við horfumst í augu við okkur sjálf í framtíðinni.

Síðan má spyrja sjálfan sig hvers virði þeir eru sem að láta stundaratburði og áföll ráða áliti sinu á öðrum.


mbl.is Ímynd Íslands í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá nóg vinna.

Þessi frétt vekur upp þá spurningu hvort að í raun sé næg vinna til en fólk vilji ekki vinna hana. Eða eru stjórnvöld að búa til þrælavinnuafl handa þóknanlegum fyrirtækjum sem að síðan geta undirboðið önnur. Við könnumst við módel þar sem að sjóðir starfsmanna annarra fyrirtækja reka samkeppnisfyrirtækin. Þetta fer að líkjast hinum liðnu öldum. Stjórnmálamenn eiga a skapa vinnu sem greiðir mannsæmandi laun en ekki að lögleiða þrælahald.


mbl.is Atvinnulausir vinni launalaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfundur.

Það er alltaf gott þegar fólk kemur saman og skerpir á hlutunum og öll þessi mál eru mál sem að allir einstaklingar ættu að vera meðvitaðir um og vinna að hvern dag sem þeir draga lífsandann.

Ég skil þó bara ekkert hvernig það að umbylta stjórnaskránni á að laga þetta allt og koma því á koppinn margt af þessu er þar nú þegar. Mér finnst verið að hengja bakara fyrir smið með því að kenna henni um allt sem aflaga fer þegar mannlegt eðli er sökudólgurinn.

Mín ályktun á þjóðfundi hefði verið stutt og einhvernvegin vona. " Þjóðfundur krefst þess að valdhafar fari að vinna eftir og virða stjórnarskrá Lýðveldisins eða segi starfi sínu lausu ella"

Svo mörg voru þau orð.


mbl.is Grunngildin skýrð á þjóðfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki og hleypidómar.

Mér finnst hluti umræðurnar hér orðin dálítið magnaður og sú staðreynd að þau batterí velferðarríkisins sem að eiga að vernda þá sem manst mega sín virðast líta niður á hið sama fólk megi skilja fréttir síðustu sólarhringa rétt segir mér bara eitt, að þarf að taka til innan þessa batterís og ráða inn fólk sem að skilur þörfina og vinnur fyrir skjólstæðinga sína eins og til er ætlast af því.

Lélegast er þó að það er skipulega unnið að því að mmínu mati að innræta fólki að þeir sem þiggi aðstoð séu ósjálfbjarga aumingjar með hor sem bíði eftir matarplastpokanum sínum milli þess sem að það fer í utanlandsferðir og labbar um og verslar í Kringlunni.

Umboðsmaður skuldara segir að það sé slæmt að fólk skuli standa auðmýkt fyrir framan fjölda annarra í verslun þegar kort eru klippt hún sendi jú bréf en er hún ekki umboðsmaður þessa sama fólks á hún ekki að gæta réttinda þess það hélt ég. Ég í barnaskap mínum hélt að ég borgaði henni laun fyrir það.

Annar gæslumaður þeirra sem minna mega sín gefur í skyn að matargjafir séu af hinu vonda það dragi úr sjálfsbjargarviðleitni hvað vill sú fróma kona vill hún að einstæðar mæður þessa lands brjótist inn. Ekki þýðir að stela súpupakka í verslun því dómur fyrir það er harðari og fellur hraðar en sá glæpur að setja eitt stykki þjóð á hausinn.

Það er síðan skondin tilviljun að báðir þessir forustumenn eru af því kyni sem að alt á að laga ef það nær völdum svo maður myndi halda að í þessum geirum væri runnin upp hið milda réttláta altumlykjandi fullkomna stjórnarfar án mistaka sem boðað er ef umræddur hluti mannkyns nær völdum. Mér sýnist öðru nær.

Það er staðreynd að hluti þeirra sem er á bótum og þiggur aðstoð gerir það á röngum forsendum en á að láta þá sem á því þurfa að halda líða fyrir það. Ég tel ekki.

Það er síðan skondið að sjá viðhorfið til þessa hóps frá þeim hópi sem að komið hefur sér fyrir í öruggum faðmi vinavæðingar og sjálftöku launa.

Þegar erlendum ríkisborgurum fjölgaði hér þá hófst umræða í þjóðfélaginu um að allt sem miður færi væri fólki af erlendum uppruna að kenna. Það var risið upp þeim til varnar bæði stofnanir og stjórnsýsla og ekkert nema gott um það að segja. En það sem veldur mér furðu er það að það er ekki risið upp af sama offorsi fyrir hinn almenna innfædda Íslending innan þessarar sömu stjórnsyslu.
Það finnst mér dapurt og leiðir til þess að ég er þeirrar skoðunar að það þurfi almennilega úthreinsun í því kerfi.
En við skulum muna eitt að meðan að við snúum ekki bökum saman og breytum þessu sjálf gerir það engin fyrir okkur.


mbl.is Matur í poka eða fjárstyrkur ?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin Íslenska þrælslund.

Ég verð að viðurkenna að ég hef verið hugsi síðustu daga sem er ekki gott því ég á til að verða þögull og innundir mig svona eins og fimmtugur tarfur í rósabeði á sumardegi þegar ég lendi í djúphugsun.

Það sem er að rúlla í grágrautnum milli eyrna minna er löngunin til að finna ástæðuna fyrir því hve auðvelt er að halda þessari þjóð niðri og hefur alltaf verið.

Það velkist enginn í vafa um að hér náðu öfl, sem einungis hugsuðu um eigin hag og að ná eins miklu til sín og hægt var, lykilstöðu og sugu allt fjármagn sem safnast hafði í Íslensku þjóðfélagi til sín.

Hér brugðust öll stjórntæki annað hvort vegna meðvirkni, vangetu eða það að þeir sem fóru með þau voru allt of nátengdir því sem átti sér stað. Það velkist held ég engin í vafa um það heldur að þegar svona atburðir hafa átt sér stað þá þarf að leiðrétta óréttlætið og refsa þeim seku.
Hér hefur hvorugt verið gert og virðist ekki standa til að gera það.
Þeir sem bera ábyrgð á því að þessar aðgerðir séu framkvæmdar virðast ekki hafa nokkurn áhuga á því og komast létt upp með það. 
Ég tel að þeir komist upp með það vegna þess hvernig við almenningur erum.

Flestum okkar finnst í góðu lagi að lán hafi hækkað ótæpilega enda séu þeir sem það bitnar á eintómir óreiðumenn fjársukkarar og kunni ekkert með pening að fara annað en við hin,

Flestir okkar eru þeirrar skoðunar að í röðum sem að bíða eftir mat sé upp til hópa fólk sem að sér sér hag í að fá frían mat svíki út úr bótakerfinu eða þá hafi komið sér þangað vegna þess að það tilheyri hópnum hér að ofan svo  bara gott á það já og sumir þeirra komu á bíl og eru í úlpu sem virðist vera nýleg.

Hver hefur ekki heyrt þegar rædd er um einhvern sem er í vandræðum. En hvað er hann að væla ég sá hann í verslun um daginn að kaupa í matinn og það var sko meira en haframjöl

Það hefur selst upp í utanlandsferðir er sagt og það er notað til að segja að hér sé nú ekki fátækt  Það hefur þó engin staðreynt svo ég viti hvort að það er sölutrix eða staðreynd.

Já og svo fer fólk enn í bíó.

Og áfram má telja okkur finnst sjálfasagt að fólk sem hefur lent í vandræðum sé svipt kortum og því sem við teljum almenn mannréttindi þó að ég skilji ekki ástæðuna fyrir því að svipta fólk staðgreiðslukortum.

Okkur finnst sjálfsagt að fólk sé borið út.

Velferðarsviðum finnst matargjafir slæva sjálfsbjargarviðleitni

Okkur finnst þetta allt sjálfsagt af því að það kemur fyrir einhverja aðra einhverja óskilgreinda óreiðupésa sem ekkert eiga betra skilið og geta sjálfum sér um kennt.
Við erum gjörsamlega sneidd samkennd og umhyggju fyrir náunga okkar í raun hópur sjálfsánægðra einstaklinga sem einungis hugsar um sjálfan sig og ekkert annað.

Þess vegna er það létt verk fyrir þá sem stjórna að reka fleyg á milli fólks því er talið trú um að það megi ekkert leiðrétta því að það komi niður á okkur hinum við séum jú eigendur fjármagnsins sem að yrði notað til að leiðrétta hjá hrunliðinu og það muni skerða lífeyrir okkar í ellinni.

Við gleypum við þessu eins og þorskur makríl stubb á öngli og stöndum þétt við bakið á okkar mönnum sem verja réttindi vor en eru í raun þeir sömu aðilar og leiddu þær fjárfestingar sem að engin veit enn þá hvað í raun ollu miklu tapi.

Við erum auðleidd hjörð föst í eigin innri von um að geta hagnast örlítið sjálf og því nokkuð slétt sama hvað verður um nágranna okkar.

Sennilega eru þetta innræktuð gen frá því að við vorum víkingar og sá sem hljóp hraðast og rændi mestu hafði það best eða þrællinn sem sleikti afturenda húsbónda síns mest hafði von um frelsi og sá lifði af sem að át allar hvannaræturnar og lamdi hina frá fæðunni. 

Mér persónulega finnst okkur vanta samkenndar, nægjusemdar og sjálfsvirðingar gen.

Síðan má spyrja sig hvort að við séum í raun stolt þjóð full sjálfsvirðingar sem að heldur vill bíða hel heldur en viðurkenna að við þurfum að leita til annarra og halla okkur að þeim okkur til hjálpar kannski að það sé ástæðan.

Enginn finn ég svörin en sit uppi með hugsanirnar sem urðu að hluta til á Austurvelli þar sem að ég stóð kl 6 og horfði á hinn fámenna hóp fólks sem að mættur var.
Mér var þó tjáð að fleiri hefðu verið fyrr um daginn.

Þegar ég leit yfir hópinn saknaði ég þeirra 8000 sem mætt höfðu mánuði fyrr og er búið að hafa að fíflum síðan, Ég saknaði þeirra 1100 sem að stóðu í biðröð eftir mat í síðustu úthlutun. Ég saknaði þeirra 16000 sem eru án atvinnu og ég saknaði hins mikla fjölda sem að ég vil trúa að vilji að réttlæti og jöfnuður ríki hér á landi. Ég leit yfir hinn fámenna hóp á vellinum og örþreytta tunnuhermenn og hugsaði með mér er nema von að það hafi verið bros á ráðherranum sem að ég mætti á Geirsgötunni áðan.

Vér Íslendingar virðumst enn um stund ætla að vera fastir í því helsi sem að okkar eigin hugsun og sál hefur lagt á okkur okkur virðist fyrir munað að hrista af okkur þrælslundina og munum súpa seiði af því uns við lærum nyja hugsun.

Við þurfum ekki nyja stjórnarskrá við þurfum hvert og eitt að endurnyja okkar eigin hugsun og síðan mættu stjórnendur okkar fylgja gömlu stjórnarskránni betur ny gagnast ekkert betur ef engin virðir hana.


Er allt í plati.

Ég verð að viðurkenna það að þar sem að ég stóð í kuldanum á Austurvelli í dag þá hvarflaði að mér hvort að mig hefði einfaldlega dreymt að hér væru einhver vandræði í gangi. Að vísu var klukkan farin að halla í fimm síðan varð hún sex og vel gengin í sjö þá hélt ég heim. Á torginu við styttu Jóns nafna míns voru nefnilega sárafáir mættir til að mótmæla því ástandi sem að er í þjóðfélaginu.

Hvers vegna skildi það vera hvers vegna mæta þúsundir manna á gleðigöngu hvers vegna mæta þúsundir til að styðja málstað kvenna en þegar á að styðja málstað heimilanna barnanna okkar eða sýna andúð á meðferð eldra fólks þá mæta fáir. Er fólki virkilega sama um þessi atriði erum við orðin svo innan tóm og andlega dauð að okkur skiptir engu máli hvernig framtíð við búum hinum almenna borgara hér á landi.

VIð stökkvum upp til að styðja konur og samkynhneigða sem eru hvoru tveggja hið þarfasta mál en okkur er fyrir munað að styðja fjöldann okkur sjálf og nágranna okkar. Er það öfundsýki sem veldur hræðsla við að nágranni okkar gæti grætt aðeins meira á því en við er það illgirni að því taginu að þetta var nú gott á óráðsíufólkið enda sagði ég þetta alltaf því var andskotans nær og svo keypti það sér flatskjá.

Ég skil þetta ekki alveg en ég skil vel hroka og stærilæti forsvarsmanna okkar sem sjá samstöðuleysið og vita að þau komast upp með hvað sem er. Þau komast upp með að láta loka kortum og reikningum fólks sem þarf i hina rómuðu greiðsluaðlögun þau komast upp með að láta rukka fólk um ólöglega dráttarvexti af ólöglegum lánum aftur í tíman þau komast um með allt.

Hvers vegna jú vegna þess að við erum ósamstæðar rolur sem gerum ekki neitt hvað oft sem stappað er á okkur. Ég var frekar dapur í bragði er ég hélt heim.

Á leiðinni á staðin mætti ég einum ráðherranum og ég er ekki frá því að hann hafi brosað eftir að ég hafði eitt tíma mínum á vellinum skildi ég hvers vegna. Hann var viss um það að eftirlaunin hans verða óskert hann getur enn ráðið vini sína í þær stöður sem hann vill hann þarf ekki að óttast að neitt breytist.

Ég hvet menn og konur til að líta í eigin barm og spyrja sjálfa sig að því hvers vegna ekki sé meiri samkennd með náunganum á þessu landi heldur en raun ber vitni. Okkur hollt að muna að þó við séum örugg í dag heldur fallið áfram þangað til komið er að okkur eftir því sem fleiri falla því færri eru þeir sem hægt er að níðast á og ein daginn er komið að okkur í röðinni.

Það var líka athyglisvert að þegar ég lagði af stað á völlinn sagði í einni útvarpstöðinni að mótmælum væri lokið einni þeirri sömu stöð og hér á árum áður talaði frekar upp mótmæli en niður. En kannski eru sum mótmæli meira þóknanleg en önnur.


mbl.is Mótmælendur halda heim á leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er allt öðrum að kenna.

Það er ekkert Jóhönnu stjórninni að kenna þetta er allt vegna þess að aðrir vilja ekki gera eins og Jóhanna og Steingrímur vilja að allir geri.

Mér er oft hugsað til dæmisögu sem að ég las í æsku um blinda menn og fíl og hvernig veruleika sýn þeirra mótaðist eftir því hvar þeir þukluðu á fílnum.
Kannski erum við öll eins og þessir menn alla vega þekki ég fáa í dag sem að hafa sömu veruleika sín og forsætisráðherra okkar.

Ekki ætla ég að dæma um hver er hin rétta sýn er en mér finnst verst að forusta dáðleysisstjórnarinnar kennir öllum öðrum um ástandið  og hvers vegna ekkert gengur. Það að skorta sjálfsgagnrýni er slæmt ég tala nú ekki um á tímum sem þessum.
Síðan er það hrokinn sem skín í gegn, auðmýkt gagnvart verkefninu eða fólkinu í landinu ef hún er einhverstaðar sé ég hana ekki í viðtölum eða greinum eftir forstöðumenn þessarar ríkisstjórnar.

Og hvað stendur svo upp úr eftir hálft kjörtímabil tærrar vinstri stjórnar. Afrekalistinn er langur heimilin í rúst, atvinnulífið í klessu, árangur af ævistarfi fólks færður til svokallaðra fjármagnseiganda sem eru sennilega í raun gamlir útrásarvíkingar, lífeyrissjóðir og forustumenn okkar og margt fleira má týna til.

Þegar þessi afrekslisti er skoðaður þá hljóta vinstri menn að segja á fundum sínum eins og eftir síðustu kosningar hibb hibb  húrrey, enda margt að gleðjast yfir.
Ég held þó að þeir séu kannski svolítið hissa og jafnvel sárir yfir því að hafa ekki fengið að baða sig í ljósinu þegar tekin var skóflustunga í gær. Það ætti þó að segja þeim að sístækkandi hópur  vill ekkert hafa með þá að gera sem vont er fyrir þá því sviðsljósið er pólitíkus jafn nauðsynlegt og sólskin túnfífli.

Í dag kemur þing saman aftur eftir reglubundið hlé sem að tekið er reglulega eftir önnur regluleg lengri frí. Frí sem að þeir sem eru í almennri vinnu skilja ekkert í, sem er stórkostleg tímaskekkja, frí sem ætti löngu að vera búið að afleggja.
Í dag kemur þing saman aftur og þá getur verið að það hafi tíma milli þess sem spjallað er um  hvað menn gerðu í fríinu að taka upp mál númer xxx í xxxxx skipti. Mál sem heitir aðgerðir til björgunar heimilunum.
Ég efast um að það verði gert því ég held að tíminn sem þingi var skammtaður til að gjöra rétt  sé liðinn.
Ég hef  nefnilega heyrt að almúginn ætli sér að fagna heimkomu fulltrúa sinna með því að votta þeim virðingu sína fyrir utan vinnustað þeirra.  Það er ekkert nema gott um það að segja að menn fagni heimkomu þeirra sem títt eru að heiman en ég bið þó fólk um að sýna eignum okkar og löggæslumönnum virðingu og fagna heimkomu týndu sauðanna af stillingu.

Það er engin launung að mörg okkar vilja ekki mótmæli í anda þeirra mótmæla sem notuð voru í stjórnabyltingunni sem kom núverandi stjórn til valda. Þannig framkoma er mörgum ekki að skapi þó fullir séu af innri reiði núverandi stjórnvöld mega eiga þá skömm eins og aðrar sem þau hafa til stofnað og eiga ein sjálf og skuldlaust þó öðrum sé alltaf kennt um allt. Síðan en ekki síst þá lendir allur kostnaður af skemmdum á okkur sjálfum það er þjóðinni.

4 Júli er þjóðahátíðardagur USA
4 október komu 8000 manns á Austurvöll til að lýsa vanþóknun sinni á ríkisstjórninni. 
4  Nóvember er í dag. Kannski verða nýjar blaðsíður ritaðar í sögubækurnar í dag.

Ég bjóst aldrei við að lifa athyglisverða tíma en raunin er að þeir tímar sem nú eru í gangi eru ekki síður merkilegir en fyrri tímar.
Franska byltinginn varð að hluta vegna þess að sívaxandi hluti fólks gat ekki brauðfætt sig, hljómar það ekki kunnuglega
Þrælastríðið var háð til að útrýma eignarhaldi manna á öðrum mönnum. Þá voru menn í eigu plantekru eigenda. Í dag heita eigendurnir fjármagn og munurinn á því eignarhaldi og hinu eldra er aðallega sá að plantekrueigendurnir fæddu klæddu og útveguðu þrælum sínum húsaskjól, en þrælaeigendur dagsins í dag gera ekkert af þessu heldur eftir að hafa rúið þrælana öllu, skilja þá eftir klæðlausa á akrinum til að afla meira gulls fyrir eigendurna upp í skuld sem að aldrei minkar heldur alltaf vex enda vaxtarhraðanum stjórnað af hinum nýju plantekru eigendum.


Þannig að nútíminn er síst ómerkilegri en fyrri tímar og ekki betri jafnvel verri því að ætla mætti að einhver skynsemi hefði myndast hjá mannskepnunni yfir árin. En það er kýrljóst að systkinin Græðgi og Gróði sitja enn að völdum í sálu mannaapans sem að datt niður úr trénu sennilega vegna þeirrar græðgi að vilja ná í ávöxtinn sem yst var á greininni og hefur eftir fallið orðið að ganga uppréttur eftir gresjunni öðrum dýrum og skynsamari til ævarandi tjóns.

Er ekki komin tími á eitthvað nýtt ég tel að mál sé að hið illa upplýsta einveldi sem nú ríkir hér á landi lýði undir lok og tími lýðræðis hefjist á ný.

Sjáumst á Austurvelli í dag!


mbl.is Jóhanna: sit út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunna eitt og einungis eitt

Norrænir stjórnmálamenn virðast aðeins kunna eitt og ekkert annað en það er að seilast i vasa landa sinna. Annað geta þeir ekki.

"Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði m.a. nauðsynlegt að skattleggja kolefnislosun"

En skildi maður þá ekki fá skattafrádrátt ef maður er með blóm í garðinum eða skildu hinir skattaglöðu stjórnmálamenn bera ábyrgð ef að fullyrðingar þeirra um nauðsyn þess að hemja og skattleggja kolefnislosun eru rangar.
Nei það er nokkuð víst að svo er ekki,


mbl.is Rætt um grænan hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband