Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Deginum var bjargað.

Ég var komin í hættulega gott skap eftir helgina það gott að eiginlega var það orðið hættulegt, meira að segja farin að raula lagstúf nágrönnunum til ama ef þeir hefðu heyrt. Við þessu varð að bregðast og þá er ekki nema eitt ráð til og það er að hlusta á fréttir og viti menn eftir bara fyrstu tvær var blóðþrýstingur komin upp aftur og almennilega dregið fyrir sólina sem hafði aðeins skyggnst inn í lífið.

Fyrst var það fréttin um Jóníu Ben, þar var rólega reynt að koma því í hausinn á okkur að hún hefði jafnvel beitt kúgun það var meira að segja fjallað um refsiramman við svona kúgun. En það var ekkert fjallað um það að málið var til komið vegna meintra svika bankastofnunarinnar við Jónínu það var ekki minnst á það eða neinn refsiramma við að svíkja borgarana. Er kannski engin refsins við því ef fjármálageirinn svíkur borgarana það skildi þó ekki vera eða átti eignarhald fréttamiðilsins eitthvað hlut að máli ekki veit ég en fannst fréttin ekki mikil.
Annars er magnað hvað menn lesa út úr þessari óútkomnu bók mætti halda að hún væri svona eins og DVD diskur þar sem menn geta valið mismunandi söguþráð miðað við allar þær útleggingar á efni hennar sem að ég hef lesið

Síðan kom ábúðarfullur forstöðumaður lífeyrissjóða apparatsins og fullyrti að það yrði engin sparnaður af því að sameina þá og það sem honum fannst mest áríðandi var og "Hver á þá að stjórna þeim"
Ljóst var að hann treysti ekki ríkinu til þess en það er eins ljóst að við treystum ekki núverandi stjórnendum til að vera áfram við stjórnvölinn. Svarið við spurningu hans alla vega frá mér er "Ekki þið"

Eitt finnst mér skrítið.
 Er það ekki svo að lífeyrissjóðirnir neituðu að lána OR nema að fyrirtækið hagræddi í rekstri skæri niður og hækkaði gjöld. Þessi maður fullyrti að það yrði engin sparnaður af því að slá lífeyrissjóðum saman í eina heild. Gildir einhver önnur hagfræði um þessa sjóði ég held ekki. Það hlytur að spara í rekstri ef yfirstjórn er minnkuð. Það er skýlaus krafa að þetta apparat verði sameinað í eitt apparat með jafnan lífeyrisrétt fyrir alla. Apparat sem þarf að tryggja afkomu sína á því að nyðast á þeim sem greiða í það er ekki þess virði að viðhalda því.

Eftir þessar tvær fréttir er deginum bjargað og ég komin niður á jörðina aftur. Ég nyti síðan umræður um það að bætur væru orðnar alltof háar ræddar af fólki sem að myndi ekki tóra vikuna ef það þyrfti að lifa á þeim, ég nyti þær til að koma mér aftur í vont skap ef ég skildi vakna brosandi á morgun.

Í alvöru er ég einn um það að finnast það vera eins og absurd atriði úr einhverjum gamanleik dauðans að heyra fólk ræða það í alvöru að bætur séu of háar en minnast ekki á það að laun gætu verið alltóf lág. Síðan er sagt að kaupmáttur lægstu launa hafi hækkað um 80 % Gaman væri að einhver athugaði hvort að það sé rétt það er einfalt ef að fólk gat keypt einn bleyjupakka fyrir launin áður þá getur það keypt 80 núna ekki satt en staðreyndin er sú að það nær ekki að kaupa einn svo hvernig er hægt að sannfæra það um að kaupmáttur hafi hækkað ég bara fatta það ekki.

Það hefði líka verið gaman að þeir atvinnurekendur sem að komu fram og kvörtuðu yfir því að engin sækti um hefðu upplyst okkur um launin sem þeir bjóða bara svona okkur til fróðleiks.

Nóg í bili


Já Bankarnir

Eru þetta ekki kompaniinn sem að veittu ólögleg lán og létu stjórnvöld bjarga sér úr skítnum sömu stjórnvðld og þeir nú gefa í skyn að þeir muni lögsækja ef þau reyna að bjarga öðrum ús skítnum sem að þessi fyrirtæki sköpuðu

Magnað


mbl.is Bankar veita ekki skaðleysisyfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálka?

Voru ekki eihverjir að auglysa að það væri aldrei hálka í Reykjavík fyrir skki svo löngu síðan ? Ég man ekki betur


mbl.is Hálka á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringjum í 112

Nú dynja á okkur auglýsingar um að við eigum að hringja í 112 ef við sjáum eitthvað grunsamlegt. Skildi einhver hafa hringt í 112 vegna ummæla þingmanns um að þingmenn og jafnvel ráðherrar hafi verið beittir þvingunum við samþykkt aðildarumsóknar í ESB. Ég get ekki betur séð en að það sé  brot á stjórnarskránni. Þingmenn eiga að fylgja samvisku sinni og engu öðru samkvæmt 48 grein.

"48. grein

Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Hefur þá stjórnarskráin ekki verið brotin ef menn láta kúga sig til að greiða atkvæði gegn sannfæringunni.

Það er því algjörlega ótrúverðugt þegar þetta sama fólk ætlar að kokka einhverja nýja stjórnarskrá saman þegar það getur ekki einu sinni fylgt þeirri gömlu. Frambjóðendur ættu því að draga framboð sín til baka allir sem einn og löggæslan ætti að taka þetta mál til rannsóknar. Það er mín skoðun að það þýði lítið að búa til eitthvað nýtt ef fólk getur ekki farið eftir því gamla.

Nei einhver ætti að hringja í 112


mbl.is Rúmur helmingur ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbyggðin snúi vörn í sókn

Það hefur komið fram að legupláss séu í sumum tilfellum ódyrari á landsbyggðinni. Er ekki málið að snúa þróuninni við og landsbyggðin yfirtaki rekstur þessa stofnanna svo að ríkið geti sparað og flutt aldraða þéttbylisbúa hreppafluttningum út á land eins og það virðist mega flytja aldraða landbyggðarbúa hreppaflutningum. Þetta yrði atvinnuskapandi á landsbyggðinni og hrein byggðastefna og peningar myndu sparast. 
mbl.is Hollvinir lentu í hremmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögulegar leiðir.

Það er aðeins ein leið möguleg í þessu máli að mínu mati og það er sú leið að leiðrétta það sem ég kalla hreina og klára upptöku á fjármunum fólks.

Það að endurtaka í sífellu að hér sé upp til hópa um óreiðufólk í fjármálum að ræða er aumur málflutningur. Hið sanna er að það er verið að láta þá borga sem að fóru í raun varlega.

Lífeyrissjóðirnir grenja yfir því að ekki megi skerða lífeyri fólks en hvað um lífeyri þess sem að lagði 40% af eigin fé í íbúðakaup sem nú er búið að brenna upp með fáránlegri verðtryggingu sem hækkar í hvert skipti sem að geimverur þær sem hér ríkja finna upp nýja skatta. Þessi einstaklingur greiðir í lífeyrissjóð eins og aðrir en hann þarf líka að taka á sig auka skerðingu vegna þess að það er búið að hirða af honum ævisparnaðinn til að greiða til dæmis innistæðutryggingar sem að ekki bar neina skildu til að borga það er búið að hirða af honum ævisparnaðinn til að nota í sértækum aðgerðum til að bjarga þeim sem að ekki er möguleiki á að bjarga.

Dæmi ágæts ráðherra um fátæka verkakonu sem að myndi missa lífeyrinn sinn ef leiðrétt yrði var aumkunarverð tilraun að mínu mati til að skapa í huga fólks mynd af hinum gráðuga einstakling sem að heimtaði pening sem tekin yrði frá hinni fátæku konu

En hvað um einstaklinginn sem að nýtti allan sinn pening til að koma sér þaki yfir höfuðið en var svo óheppin að hafa vertryggt lán og það ekkert sérstaklega hátt er í lagi að lífeyrir þessa einstaklings sé skertur.

Hann er það með upptöku eigin fés og lækkun fasteignaverðs sem á eftir að lækka meira þegar lánastofnanir ryðja söfn sín af eignum. Þessi einstaklingur á sama rétt og aðrir til að tjón hans sé lágmarkað.

Því kemur ekki annað til greina en almenn leiðrétting á eignaupptökunni um annað verður aldrei sátt.

Peningamarkaðseignum var bjargað. Af hverju?
Allar innistæður voru tryggðar. Af hverju ?
Afskrifaðir eru miljarðar af sumum Af hverju ?
Afskriftir eru ekki nýttar lántakendum til hagsbóta kannski sumum þó Af hverju?
Ekkert er gert til að stöðva óréttláta  upptöku eigin fés hjá fjölda fólks. Af hverju ?

Það er í gangi núna átak gegn því að óprúttnir aðilar nemi á brott eigur fólks, jafnvel um hábjartan dag. Hvernig væri að láta það ná til þessa brottnáms líka


mbl.is Mikill vilji til að finna varanlega lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að koma stríð.

Það er athyglisvert að olíuverð rjúki upp í heimi sem að er á brauðfótum efnahagslega. Þetta eitt og sér getur valldið næstu niðurferð mér finnst því skrítið að menn séu að veðja á að fjárfesta í olíu nema jú að þeir viti að eitthvað sé í upp´siglingu þar sem olíu verður að nota. Fólk sem ekki á pening kaupir ekki olíu en ríki sem að eru í hernaði kaupa olíu vilt og galið. Kannski að innanbúðar menn einhverstaðar búist við hernaði það er alla vega varla fréttir af efnahagsumbótum sem að eru að hækka olíuverð þessa dagana.

En þetta er fínt fyrir þá sem hér á landi umlykja okkur með kærleik  það er olíufélögin og fjármagnið nú geta þeir fyrrnefndu hækkað og þá hækka eignir hinna sjálfkrafa


mbl.is Ekkert lát á olíuverðshækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föst tök

Ég ætla nú að vona að stjórnvöld hætti að taka málin föstum tökum því að það eru eintóm hálstök sem að langt eru komin með að kæfa fórnarlömbin sem að tekin eru föstum tökum. Ég sé síðan ekki að það bæti neitt að flitja fjármvana Landhelgisgæslu á Suðurnesin til að bjarga þeim á þá að segja þeim upp sem að starfa við hana núna ?????

Vildi að von mín um þennan fund hefði ræst en það var að stjórnvöld ætluðu að yfirgefa okkur í geimskipi Pretators og taka hann með sér.


mbl.is Gæslan jafnvel flutt á Miðnesheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðitíðindi

Kannski rofar nú loks til á skerinu því að möguleiki er á að okkar ástkæra ríkisstjórn hafi loksins skilið þau skilaboð sem hún hefur fengið undanfarið frá þjóðinni. Kannski er von á betri tíð með blóm í haga.

Stjórnin hefur boðað til blaðamannafundar í Reykjanesbæ ég trúi ekki að það sé gert vegna hugleysis og ótta við mótmæli sem búið var að boða heldur trúi ég því að þau hafi nú ákveðið að gera eins og góðir leiðtogar gera það er að gera það sem þjóðinni er fyrir bestu að yfirgefa hana.

Ég vona að þau séu að fara úr landi og hafi boðað blaðamenn á sin fund til að kveðja þjóðina hvað annað gætu þau verið að gera á Reykjanesi ekki hafa þau sýnt þeim landskika svo mikinn áhuga að annað erindi heldur en að fara þar um á leiðinni á völlinn er ólíklegt að þau hafi þarna á nesinu.

Ég mun síðan eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins og fyrsta viðtal Pretatorsins við alvöru spyril vona að stjórnin fái far með geimskipi hans og honum til fjarlægs stjörnukerfis svo fjarlægs að ábúendur þar finni aldrei móður jörð til að hefna sín á okkur jarðarbúum fyrir sendinguna.

Kannski að Guð blessi Ísland eftir allt saman .


mbl.is Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er svo bjartsynn.

Ég er ekki talnaglöggur maður svo kannski er það bévítans vitleysa í mér að skilja ekki fréttina en kannski er bara verið að troða ofan í okkur smá bjartsyni.

"Brottfarir Íslendinga til útlanda með flugi frá Keflavík voru aldrei fleiri en árið 2007, eða 357.000 talsins á tímabilinu frá janúar fram í september. Þeim fækkaði snarlega eftir hrun og voru aðeins 194.000 á sama tímabili árið 2009, en það sem af er ári 2010 hefur þeim fjölgað að nýju og eru 219.000 talsins. Meðalfjöldi flugferða til útlanda árið 2007 var 1,9 ferð á mann. Það óx í 2,6 ferðir árið 2008, en féll aftur niður í 1,3 ferðir 2009 og 1,1 ferð árið 2010."

Það fóru aldrei fleiri frá landinu en 2007 eða 1,9 ferð á mann. samt voru þetta 2,6 ferðir á mann 2008. þeim fækkaði síðan í 1,3 2009 og 1,1 2010 en samt er fundið út úr könnuninni að 2010 hafi þeim fjölgað að nyju. 

"Þeim fækkaði snarlega eftir hrun og voru aðeins 194.000 á sama tímabili árið 2009, en það sem af er ári 2010 hefur þeim fjölgað að nýju og eru 219.000 talsins"

Er ekki 2,6 stærri en 1,9 og 1,1 minna en 1,3  með fyrirvara um reiknigetu mína. En sé hún rétt þá tel ég að það sé vafamál þetta með aukna bjartsýni. Ég er síðan efins um allar reiknikúnstir eftir að hafa horft á þættina í fjölmiðlum sem að birtust reglulega hér um árið og í hlutverkum voru starfsfólk  greiningardeilda bankanna.


mbl.is Utanlandsferðir aftur inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband