Þetta er allt öðrum að kenna.

Það er ekkert Jóhönnu stjórninni að kenna þetta er allt vegna þess að aðrir vilja ekki gera eins og Jóhanna og Steingrímur vilja að allir geri.

Mér er oft hugsað til dæmisögu sem að ég las í æsku um blinda menn og fíl og hvernig veruleika sýn þeirra mótaðist eftir því hvar þeir þukluðu á fílnum.
Kannski erum við öll eins og þessir menn alla vega þekki ég fáa í dag sem að hafa sömu veruleika sín og forsætisráðherra okkar.

Ekki ætla ég að dæma um hver er hin rétta sýn er en mér finnst verst að forusta dáðleysisstjórnarinnar kennir öllum öðrum um ástandið  og hvers vegna ekkert gengur. Það að skorta sjálfsgagnrýni er slæmt ég tala nú ekki um á tímum sem þessum.
Síðan er það hrokinn sem skín í gegn, auðmýkt gagnvart verkefninu eða fólkinu í landinu ef hún er einhverstaðar sé ég hana ekki í viðtölum eða greinum eftir forstöðumenn þessarar ríkisstjórnar.

Og hvað stendur svo upp úr eftir hálft kjörtímabil tærrar vinstri stjórnar. Afrekalistinn er langur heimilin í rúst, atvinnulífið í klessu, árangur af ævistarfi fólks færður til svokallaðra fjármagnseiganda sem eru sennilega í raun gamlir útrásarvíkingar, lífeyrissjóðir og forustumenn okkar og margt fleira má týna til.

Þegar þessi afrekslisti er skoðaður þá hljóta vinstri menn að segja á fundum sínum eins og eftir síðustu kosningar hibb hibb  húrrey, enda margt að gleðjast yfir.
Ég held þó að þeir séu kannski svolítið hissa og jafnvel sárir yfir því að hafa ekki fengið að baða sig í ljósinu þegar tekin var skóflustunga í gær. Það ætti þó að segja þeim að sístækkandi hópur  vill ekkert hafa með þá að gera sem vont er fyrir þá því sviðsljósið er pólitíkus jafn nauðsynlegt og sólskin túnfífli.

Í dag kemur þing saman aftur eftir reglubundið hlé sem að tekið er reglulega eftir önnur regluleg lengri frí. Frí sem að þeir sem eru í almennri vinnu skilja ekkert í, sem er stórkostleg tímaskekkja, frí sem ætti löngu að vera búið að afleggja.
Í dag kemur þing saman aftur og þá getur verið að það hafi tíma milli þess sem spjallað er um  hvað menn gerðu í fríinu að taka upp mál númer xxx í xxxxx skipti. Mál sem heitir aðgerðir til björgunar heimilunum.
Ég efast um að það verði gert því ég held að tíminn sem þingi var skammtaður til að gjöra rétt  sé liðinn.
Ég hef  nefnilega heyrt að almúginn ætli sér að fagna heimkomu fulltrúa sinna með því að votta þeim virðingu sína fyrir utan vinnustað þeirra.  Það er ekkert nema gott um það að segja að menn fagni heimkomu þeirra sem títt eru að heiman en ég bið þó fólk um að sýna eignum okkar og löggæslumönnum virðingu og fagna heimkomu týndu sauðanna af stillingu.

Það er engin launung að mörg okkar vilja ekki mótmæli í anda þeirra mótmæla sem notuð voru í stjórnabyltingunni sem kom núverandi stjórn til valda. Þannig framkoma er mörgum ekki að skapi þó fullir séu af innri reiði núverandi stjórnvöld mega eiga þá skömm eins og aðrar sem þau hafa til stofnað og eiga ein sjálf og skuldlaust þó öðrum sé alltaf kennt um allt. Síðan en ekki síst þá lendir allur kostnaður af skemmdum á okkur sjálfum það er þjóðinni.

4 Júli er þjóðahátíðardagur USA
4 október komu 8000 manns á Austurvöll til að lýsa vanþóknun sinni á ríkisstjórninni. 
4  Nóvember er í dag. Kannski verða nýjar blaðsíður ritaðar í sögubækurnar í dag.

Ég bjóst aldrei við að lifa athyglisverða tíma en raunin er að þeir tímar sem nú eru í gangi eru ekki síður merkilegir en fyrri tímar.
Franska byltinginn varð að hluta vegna þess að sívaxandi hluti fólks gat ekki brauðfætt sig, hljómar það ekki kunnuglega
Þrælastríðið var háð til að útrýma eignarhaldi manna á öðrum mönnum. Þá voru menn í eigu plantekru eigenda. Í dag heita eigendurnir fjármagn og munurinn á því eignarhaldi og hinu eldra er aðallega sá að plantekrueigendurnir fæddu klæddu og útveguðu þrælum sínum húsaskjól, en þrælaeigendur dagsins í dag gera ekkert af þessu heldur eftir að hafa rúið þrælana öllu, skilja þá eftir klæðlausa á akrinum til að afla meira gulls fyrir eigendurna upp í skuld sem að aldrei minkar heldur alltaf vex enda vaxtarhraðanum stjórnað af hinum nýju plantekru eigendum.


Þannig að nútíminn er síst ómerkilegri en fyrri tímar og ekki betri jafnvel verri því að ætla mætti að einhver skynsemi hefði myndast hjá mannskepnunni yfir árin. En það er kýrljóst að systkinin Græðgi og Gróði sitja enn að völdum í sálu mannaapans sem að datt niður úr trénu sennilega vegna þeirrar græðgi að vilja ná í ávöxtinn sem yst var á greininni og hefur eftir fallið orðið að ganga uppréttur eftir gresjunni öðrum dýrum og skynsamari til ævarandi tjóns.

Er ekki komin tími á eitthvað nýtt ég tel að mál sé að hið illa upplýsta einveldi sem nú ríkir hér á landi lýði undir lok og tími lýðræðis hefjist á ný.

Sjáumst á Austurvelli í dag!


mbl.is Jóhanna: sit út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr niður með flokksræðið lifi lýðræðið!

Sigurður Haraldsson, 4.11.2010 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband