Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Þetta gengur ekki Ómar

Fyrir augnabliki siðan sagði Ómar Ragnarsson að til að  bjarga þeim verktökum sem að hefðu enga vinnu þegar slegið yrði á stoppið ætti að fara í samgöngu framkvæmdir. Ómar meiri hluti þeirra sem byggja virkjanir eru járníðnaðarmenn. Það bjargar þeim ekki að leggja vegi ennþá eru þeir hvorki úr járni eða áli.

Stöðugleiki?

Mikið er talað um stöðugleika um þessar mundir. En er verið að tala um stöðugleika. Það virðist að sá stöðugleiki sem stefnt sé að sé sá stöðugleiki sem fellst í að minnstakosti 5000 manna atvinnuleysi. Kannski að ég misskilji þetta orð og ekki sé um að ræða þann stöðugleika sem er fólgin í nægri atvinnu og getu til lifa mannsæmandi lífi.Heldur þann stöðugleika sem fellst í því að þurfa að lúta í gras og láta ganga yfir sig hluti sem ekki kæmu til greina ef að næg atvinna væri. Það sem mér finnst þó athylisverðast er að þeir flokkar sem áður gengu framm til verndar verkafólki ganga nú harðast framm í kröfum um stopp og stöðnun. Sennilega nær skammtíma minnið ekki aftur til 2003, 2004 eða þá til áranna eftir 1990. Þá ríkti hér stöðugleiki þó voru ýmsir kvillar honum fylgjandi eins og til dæmis gjaldþrot og önnur óáran. Það er nefnilega örmjó lína á milli stöðugleika og stöðnunar. Og séu til tveir stöðugleikar það er stöðugleiki nægrar atvinnu og getu til að standa við sitt og síðan stöðugleiki stöðnunar þá kýs ég mun frekar þann sem að skapar vinnu og viðunandi afkomu. Og mér finnst rangt að nota þetta orð um stefnu sem að hefur það markmið að viðhalda hóflegu atvinnuleysi. Atvinnuleysi getur aldrei verið hóflegt fyrir þá sem að eru atvinnulausir.


Er rétt reiknað.

Það vekur alltaf furðu mína þegar ég sé að á útboðsmarkaði verk fara á 60 til 70% af reiknuðu kostnaðarverði. Jafnvel stórverk upp á hundruð milljóna. Hvernig stendur á þessu á þenslu tímum hvernig geta menn sparað 107.000 000 kr. af rúmlega 220 000 000 kr. verki og hvernig geta menn sparað tæpar 400 000 000 í rúmlega 1400 000 000 verki Hærri tölurnar eru kostnaðar áætlanir verkfræðinga og hönnuða sem ætla má að séu  byggðar á tölum úr raunveruleikanum. Er þetta merki um að fyrirtæki búist við miklum samdrætti og séu að tryggja sér verkefni til að lifa af komandi samdrátt. Er pottur brotinn í launakjörum eða eru verkfræðingar að reikna vitlaust.Það er alvarlegt mál ef framundan er mikill samdráttur. Það steypir mörgum sem nýlega hafa fest sér húsnæði í gjaldþrot. Samdráttur veldur verðfalli á húsnæði sem getur leitt til keðjuverkunar verðfalla og gjaldþrota á lánamarkaði.Er þetta misræmi vegna þess að launakjör gefin út í opinberum tölum eru ekki virt. Þessar tölur eru úr þeim geira þar sem að mest er um influtt vinnuafl. Ég hef ekki séð neinn áhuga hjá verkalýðsfélögum til að athuga það mál. Þó má  geta  þess að um annað þetta útboð birtist frétt frá Félagi Járniðnaðarmanna. Getur verið að ávinningur af auknum fjölda greiðanda félagsgjalda hafi birgt þeim sýn um hvað er í gangi á markaði.Ef þetta er vegna þess að útreikningar eru rangir þarf að endurskoða menntun séfræðinga okkar eða þá að endurskoða þær tölur sem að baki liggja.  Ég tel að menntun sérfræðinga okkar sé í góðu lagi og þeir séu meðal færustu sérfræðinga á sínu sviði.Séu tölurnar sem þeir byggja reikninga sína á  rangar er það alvarlegt mál vegna þess að þær hljóta vera sóttar úr þeim gagnagrunnum sem að vísitölur eru reiknaðar úr svo að ef að raunkostnaður er allt að 30% lægri en áætlanir, má segja sér að vísitölur sem að stjórna lánunum okkar séu allt of háar og við séum að borga rangar greiðslur af lánum okkar. Það er hægt að álíta að þetta sé gott mál, verk eru ódýrari þannig að það sparast peningur sem kemur neytendum til góða. Ekki að mínu áliti. Tökum dæmi:
  • Sé reiknaður kostnaður í eplatínslu 1 kr per epli samkvæmt fyrri reynslu og vísitölum þá má ætla að tilboð í verkið séu nálægt þeirri tölu en ef einhver býður 60 aura í verkið þá verður það ekki gert nema að  lækka launakostnað og hvað sem hver segir er ekki hægt að ná niður launakostnaði nema að auka afköst ná niður launum eða tæknivæðast. Við skulum vona að viðkomandi fyrirtæki taki í notkun nýja tækni en ráði ekki til sín vinnuafl á launum undir markaðsverði. Ef að kostnaði er ekki náð niður verður fyrirtækið einfaldlega gjaldþrota. Skilar síðan þessi lækkun sér til eplaneytanda  í fæstum tilfellum  að mínu mati.
Hvernig sem á málin er litið sé ég ekki neitt gott við undirboð á markaði. Sparnaðurinn virðist ekki fara út í verð til neytenda ríkið tapar skattekjum af þeirri upphæð sem vantar. Starfólk missir tekjur sem að skila sér í minni veltu í þjóðarbúinu og  verri afkomu. Verði fyrirtækið gjaldþrota lendir sá kostnaður á fólkinu í landinu. Eða hver man ekki nöfn eins og Hagvirki, SH Verktakar og Vélsmiðjan Gils. Og hvað veldur svo þessum hugrenningum? Jú það er 12 maí sem er skammt undan. Ég vil ekki ástand hér eins og var snemma á níunda áratug síðustu aldar með atvinnuleysi og stöðnun. Þess vegna hugnast mér sú stefna Frjálslyndra að halda áfram að efla atvinnu, sérstaklega þar sem þess er þörf, yfirfylla ekki vinnumarkaðin heldur hafa stjórn á innflæði vinnuafls, breyta kvótakerfinu, ásamt mörgum öðrum góðum málum.

Ekki rætast allar spár

Fyrri mannfjöldaspár hafa ekki verið það réttar að ég telji að við þurfum að hafa áhyggjur strax allavega ekki fyrr an svona 2045 sjáum hvernig það lítur út þá. Annað er endalaus hagvöxtur eitthvað sem er nauðsynlegt ? Er ekki frekar betra að stefna að jöfnuði og góðum lífskjörum og setja stefnu á láréttan vöxt það er beina línu þegar því er náð.. Og að lokum gæti ekki verið að þó nokkur fjöldi þeirra sem að leggur fyrir sig nám allt fram yfir þrítugt væri ekki bara hamingjusamari í styttri námi.  Og gæti verið að í æðri menntastofnunum landsinns leyndist afl sem að nýttist betur í öðrum farvegi. Ég persónulega set ? við menntastefnu þjóðar þar sem að í könnun hjá afkomendum hennar kemur í ljós að engin ætlar að vinna við undirstöðu atvinnugreinarnar allir ætla að verða sérfræðingar. Þannig að kannski er ekki mannfjöldin vandamálið heldur hugsunarháttur síbúana sem að vilja ekki vinna sum verkin. Eða þá atvinnurekandana sem að neita allra bragða til að þurfa ekki að greiða mannsæmandi laun. Veltum því fyrir okkur líka ekki bara mannfjöldaþróuninni.


mbl.is Vinnuframlag útlendinga verður meginforsenda hagvaxtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega að

Eftirfarandi setning vakti athygli mína  " með þessu orðalagi væri verið að stuðla að því að konur yrðu bundnar yfir börnum sínum og færu síður út á vinnumarkað"  Er það ekki mannréttindi að fá að vera heima hjá börnum sínum. Er víst að það yrðu konur sem yrðu heima hjá börnunum það gerist á algengara með hækkandi tekjum kvenna að karlar velja að vera heima þegar um veikindi er að ræða, þetta er staðreynd úr iðnaðinum. Fyrir þá sem ekki vita þá er það sá hluti atvinnuveganna sem er í samkeppni við erlent vinnuafl. Mér finnst sú hugmynd frábær að foreldri geti haft það val að vera heima hjá barni sínu og því styð ég að fé fylgi barni. Ég hef þá trú að mörg okkar tækju því fegins hendi að geta eitt meiri tíma með börnum okkar í stað þess að vinna myrkrana á milli


mbl.is Miklar umræður um skólamál á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gerist ekki betra

Hvað gefur lífinu gildi. Er það fínn bíll fullt af peningum góð staða í lífinu stórt hús?  Í dag er ég þeirrar skoðunar að það sem gefi lífinu gildi sé það sem ég kalla þriggja tanna bros með slefi og það miklu. Eftir að hafa sungið afa vísur og aðrar barna gælur sem ég kann er ég ekki í nokkurum vafa um að lífið gerist ekki betra heldur en að rugga og syngja  fyrir yngstu greinina af ættartrénu og finna stoltið innra með sér. Já það gefur lífinu gildi að vera orðin afi Smile 


Ég er ekki alveg að skilja þetta.

Það má ekki bora eða virkja vegna skemda á náttúruni en við megum flytja út þekkingu til annara landa og hjálpa þeim að virkja. Er það vegna þess að ásýnd þeirra landa skiftir okkur minna máli. Ég er ekki alveg að skilja þetta. Hvernig getur það komið heim og saman í málflutning að vilja ekki bora eftir gufu hér og vilja stöðva allt en benda um leið á að útflutningur á þeirri þekkingu sé eitt af því sem á að koma í staðin fyrir stöðvun framkvæmda hér. Og ef að framkvæmdir eru stöðvaðar hvernig og við hvað ætlum við að tryggja því aðkomna fólki sem að ætlar sér að setjast hér að vinnu það vinnur jú langflest í þeim geirum þar sem að stendur til að stöðva allt. Ekki veit ég það, ég leyfi mér að halda því fram að þeir sem hafa á stefnuskrá sinni að stöðva allt og halda því fram að hér verði aldrei vandamál vegna þróunar síðustu ára hreinlega bara viti það ekki heldur.

Erum við búin að gleyma.

Það setur að mér hroll þetta tal um að bremsa stoppa og hætta hinu og þessu. Fólk ætti að skoða þennan hlekk http://idan.si.is/tolurnar/vandi-ungra-islendinga/atvinnuleysi-ungra-islendinga/ og rifja síðan upp hvað það var að gera á árunum 1991 til 1997 og þeir sem eru það ungir að þeir voru ekki á vinnumarkaði ættu að fræðast um hvernig ástandið var hér á landi þá. Það var atvinnuleysi námskeið voru fyrir fólk til að kenna því að sækja um þá vinnu sem að var að fá. Það var kennt í útvarpinu hvernig ætti að skafa tindabikkjubörð og elda því að þau kostuðu ekki nema nokkurar krónur kílóið. Og ekki má gleyma orðum manns sem að sagði að grjónagrautur væri góður og hann borðaði hann oft. Sagan segir okkur að það að halda að sér höndum er stórhættulegt vilji fólk ekki lifa við atvinnuleysi og kreppu. Hluti af erfiðleikum við að vinna bug á kreppunni miklu snemma  á síðustu öld var vegna þess að það að bremsurnar voru á og fóru ekki af fyrr en að seinni heimstyrjöldin byrjaði. Það er mín skoðun að það sé stórhættulegt og ábyrgðarlaust að tala um stop. Sé nauðhemlað má búast við vandamálum brotnum hlutum og rekstrarstöðvunum.
Það hefur ýmislegt breyst hér síðan 1992 og þar þa meðal er mikil fjölgun fólks af erlendum uppruna. Þetta fólk vinnur flest í þeim greinum þar sem að samdráttur kemur fram fyrstur og verður mestur það er í iðnaði og byggingar framkvæmdum. Þróunin í næstu niðursveiflu verður sennilega sú að þessu vinnuafli verður fyrst sagt upp eða þeim Íslendingum sem að vinna við hlið þeirra. Þetta fólk verður látið taka á sig þungan af kælingu hagkerfisinns. Enda er það ekki vandamálið það fer bara heim segja fulltrúar stjónmálaflokkana hver á eftir öðrum. En fer fólkið heim ég er viss um að fjöldi þess ætlar að setjast hér að og auðga menningu okkar með veru sinni hér sem er hið besta mál. Það fólk þarf að þreyja þorran í samdrætti eins og innfæddir. Það væri komiskt miðað við umræðuna í þjóðfélaginu ef sagan leiddi í ljós að í raun voru Frjálsyndir þeir einu sem að báru hag þessa fólks fyrir brjósti og börðust fyrir því að einhverjum böndum yrði komið á þróunina þeim til hagsbóta þá held ég að allir vildu Lilju kveðið hafa og kannski vilja þeir það nú þegar. Fylkjum okkur því um þá stefnu Frjálslyndra að hafa hér hóflega uppbygginu á iðnaði a þeim svæðum þar sem þörf er á veitum fé í menntun og aðlögun fólks og höfum ekki innstreymið meir en við ráðum við. Það er best að birgja brunnin áður en barnið er dottið ofaní. Og síðan en ekki síst látum bremsurnar í friði og gírum heldur niður.


Leiðtogi

„Schwarzenegger ríkisstjóri fór fyrir stórbrotinni endurnýjun lífdaga flokks síns í Kaliforníu og sem ríkisstjóri hefur hann sýnt fram á mikla leiðtogahæfni"  Hva hafa þeir aldrei séð Conan villimann þessir kappar leiðtogahæfileikar Arnolds hafa verið ljósir lengi en hmm umhverfisverndin hefur kannski ekki verið eins ljós nema að hun sé fólgin í að sprengja plánetuna í tætlur. Enda þykir þeim fyrir vestan einstaklega gaman að sprengja eitthvað upp.
mbl.is Arnold Schwarzenegger mun ávarpa landsfund breska Íhaldsflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mennt er máttur

Háð eða ekki háð. Öllu gamni fylgir nokkur alvara sagði hún amma mín alltaf. Einhvenrtima komst upp um strakpottorm hér sem talin var einhver ógn við stórveldið og forseta þess man ekki alveg um hvað það var en örugglega einhver her sem að man það. Sórveldinu þótti það ekkert sniðugt og gott ef að ekki urðu eftirmál út af þvi. En hvað um það þessi grein sýnir svo ekki er minnsti vafi á nauðsyn þess að byggja fleiri skóla á háskólastigi hér og halda áfram að draga úr áherslum á iðnmenntun í landinu. Innan skams tíma eigum við þá hóp af velmenntuðum grínurum, sem að geta skemmt hinum aukna fjölda ferðamanna sem að hingað koma með húmor sem er ofar okkar hinna skilningi.
mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband