Er þá nóg vinna.

Þessi frétt vekur upp þá spurningu hvort að í raun sé næg vinna til en fólk vilji ekki vinna hana. Eða eru stjórnvöld að búa til þrælavinnuafl handa þóknanlegum fyrirtækjum sem að síðan geta undirboðið önnur. Við könnumst við módel þar sem að sjóðir starfsmanna annarra fyrirtækja reka samkeppnisfyrirtækin. Þetta fer að líkjast hinum liðnu öldum. Stjórnmálamenn eiga a skapa vinnu sem greiðir mannsæmandi laun en ekki að lögleiða þrælahald.


mbl.is Atvinnulausir vinni launalaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Mér finnst þetta nú frekar líkjast þrælahaldi, Jón.  Ekki eðlilegt að stofnanir eða stjórnvöld geti valið vinnu og vinnustað fyrir fólk.

Elle_, 7.11.2010 kl. 11:31

2 Smámynd: Vendetta

Með þessu lagafrumvarpi hverfur brezka ríkisstjórnin aftur til Thatcher-tímabilsins, sem einkenndist af laissez-faire-frjálshyggju í anda Hayeks og Friedmans. Í íslenzku stjórnarskránni er til allrar hamingju ákvæði gegn þrælkun:

68.gr. Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.

En hver veit nema Guðbjartur Hannesson sé að róa að því öllum árum að fara í kringum þetta ákvæði í samvinnu við Steingrím. Þannig gæti stjórnin í sambandi við stjórnlagaþing breytt 2.mgr. 62. greinar þannig: "Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi. Þessu má breyta með lögum".

Svei, þér, Guðbjartur.

Vendetta, 7.11.2010 kl. 11:51

3 Smámynd: Vendetta

Það er kaldhæðni, að ráðherrann sem ber fram þessa ómannúðlegu tillögu, Iain Duncan Smith, er titlaður velferðarráðherra. Þetta minnir óhugnanlega mikið á skáldsöguna 1984, þar sem verksvið Sannleiksráðuneytisins var að breiða út lygar og rógburð, og verksvið Kærleiksráðuneytisins var að útbreiða hatur.  

Vendetta, 7.11.2010 kl. 11:57

4 identicon

Mér finnst ekkert að þessari hugmynd! Samfélagið er í stóóóórum vandræðum og stundum þarf bara að grípa til róktækra aðferða! Um að gera að nýta starfskrafta sem eru í boði fyrir verkefni og störf sem þarf að leysa!

The need of the many outweighs the need of the few!

Sandra (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 12:08

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála ykkur báðum ég hef svolítið gaman að sögu og las hana með því hugarfari að miðaldir myndu ekki koma aftur upplýsingarsamfélagið og aukin þroski okkar myndi koma í veg fyrir það en ég er farin að efast um að sum öfl í þjóðfélaginu hafi þroskast nokkuð. 

Já Elle þetta er ekkert annað en þrælahald en vittu til það nær í gegn vegna þess að því verður beitt að það séu svo margir að misnota þetta kerfi og við alþýðan fögnum því að verið sé að ýta við þeim sem að misnota skattfé okkar okkur til  hagsbóta. Svona verður áratuga uppbygging velferðarkerfa rifin niður þangað til við erum komin aftur að galdrabrennum en þó má jafnvel segja að þær séu enn við lyði í summ tilfellum þeir sem rísa upp eru kæfðir niður jafnóðum í samstilltu átaki stjórnvalda og miðla. 

Þetta eru makalausir tímar verður fróðlegt að sjá hver framvindan verður. En mér finnst skondið að stjórnvöld sem mótmæla misrétti í öðrum löndum skuli setja út á matargjafir í plastpokum til eigin landsmanna. Var ekki eithhvað máltæki um auga flís og bjálka.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.11.2010 kl. 12:10

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka athugasemdina Sandra þetta er einmitt það sem að ég á við. Við samþykkjum þetta hvetjum til þess jafnvel en ef það eru störf sem þarf að leysa afhverju er þá ekki ráðið í þau og hvað verður um þá sem vinna svipuð störf þegar kemur vinnuafl sem kostar atvinnurekandan ekki neitt hvernig eiga þá önnur fyrirtæki í sama geira að vera samkeppnisfær hver ákveður hvaða fyrirtæki eiga að fá þennan starfskraft. Hver ákveður síðan störfin verða þau til dæmis garðyrkja fyrir vini eða húsaviðhald fyrir sömu vini.

Og með tilvitnun til þinna síðustu orða þá mun þetta sennilega skapa fleiri sem eru í þörf heldur en leysa vanda hinna mörgu. 

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.11.2010 kl. 12:20

7 Smámynd: Vendetta

Ég er sammála þessu, Jón. Svona hugmynd ef hún kæmi upp hér á landi væri andvana fædd.

Og kannski Söndru vanti bara eitthvað ókeypis vinnuafl til að klára að byggja villuna hennar eftir að verktakarnir fóru í gjaldþrot? Síðan tekur garðyrkjan við. Það er engin takmörk fyrir því sem hægt er að setja þræla til að gera, því að þeir kosta ekki neitt! Ég er viss um að Söndru dreymir um að hafa innflytjendur í skítverkunum eins og millistéttin í USA misnotar mexíkanska innflytjendur.

Vendetta, 7.11.2010 kl. 12:40

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er eitt af vandamálunum í þessu eins og öðru Vendetta að við höldum að að það komi aldrei neitt fyrir okkur þess vegna göngum við yfir á rauðuljósi drekkum reykjum keyrum of hratt og lítum niður á þá sem að hafa farið halloka í lífsbaráttunni.

Hálf aumkunarverð hjörð af sjálfánægðum einstaklingum finnst mér stundum, með undantekningum þó til allrar hamingju en þeim allt of fáum og það er rannsóknarefni hve í raun stutt við erum komin frá þeirri hefð að vippa fólki fyrir ætternisstapann samkennd virðist ekkert hafa þróast með þessari hjörð sem byggir hnöttinn en gen gróða og eiginhagsmuna blómstra sem aldrei fyrr.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.11.2010 kl. 13:01

9 identicon

"af hverju er þá ekki ráðið í þessi störf" spyrðu.. augljósa skýringin er sú að þetta sem verið er að tala um er samfélagsþjónusta - meira og minna eru það tímabundin verkefni! Það er ekki hægt að ráða fólk í raunverulega vinnu til að leysa verkefni sem tekur kannski 2 vikur! Og ergo, atvinnurekandinn er ríkið sem er nú þegar að borga atvinnuleysisbæturnar - engin samkeppni sem þarf að hafa áhyggjur af.

Já Vendetta, öllum sem leiðist að fólk lifir á ríkinu sem getur auðveldlega verið í einhverri vinnu eru rasistar og níðarar sem styðja þrælkun og ómannréttindi! Eða hvað? Ekki vera svona barnaleg!

Þar að auki veit ég um marga sem eru atvinnulausir en eru farnir að hárreita sig því þeim leiðist svo mikið! Hvað ef þeim þætti bara vænt um að fá að skila einhverju góðu af sér til samfélagsins og hafa e-ð fyrir stafni á daginn?

Sandra (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 13:03

10 Smámynd: Elle_

Ég er sammála öllu sem Jón og Vendetta segja og Sandra veður hættulegar ógöngur og með mikilli vanvirðingu fyrir mannréttindum.  Það er EKKI stofnana ríkisins eða pólitíkusa að velja vinnu fyrir fólk.  Það heitir nauðung eða nauðunarvinna eins og Vendetta kallaði það.  Það minnir óneitanlega á ICESAVE-nauðungina, þar sem við yrðum ekkert nema þrælar fyrir ríkiskassa erlendra velda. 

Elle_, 7.11.2010 kl. 13:20

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Svo segir í fréttinni Sandra
"Tillögurnar nú gera ráð fyrir því að þeir sem eru atvinnulausir vinni 30 tíma vinnuviku, í allt að fjögurra vikna lotum, hjá fyrirtækjum eða í verkefnum sem „gagnast samfélaginu.“ Fallist þeir ekki á það verða þeir beittir „alvarlegum“ fjárhagslegum refsingum, svo sem sviptingu atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði"

Eiga þeir að fara í sorphirðu það gerir sorphirðumenn atvinnulausa eiga þeir að laga garða í eigu ríkisins það leiðir til uppsagna hjá viðhaldsdeildum eiga þeir að sinna öldruðum það leiðir til uppsagna hjá heilbrigðisgeiranum.

Þetta var gert einu sinni ef að sögur sem að ég heyrði í gamladaga voru réttar þá mokuð menn sandi í hjólbörur keyrðu þær upp brekku og sturtuðu honum niður aftur. Svoleiðis vinna truflar ekki hagkerfið.

Það mætti alveg eins skilda menn og konur til að mæta í líkamsrækt einu sinni á dag eða í sund klukkan átta til að halda þreki og fara út á meðal fólks meðan leitað er að vinnu. Það myndi sennilega gagnast jafnvel og væri sanngjarnt ef að allir yrðu að mæta sem hluti af því að vera atvinnulaus.

Það kemur ekki fram í fréttinni hvernig á að velja fólk úr hverjir eiga að vinna og hverjir eiga að vera heima auðvitað ættu allir að fara og hvað myndi það þíða hér í helfrosnu hagkerfinu ef 16000 mans færu að vinna störf sem að ríkisstjórnin teldi í þágu almennings aðrir 16000 yrðu án vinnu lögmál gróðans gerir ráð fyrir því að leita ódyrstu leiða í rekstri og frítt vinnuafl er mjög ódyrt.

Eitt af þeim störfum sem talin yrðu í þágu fólks yrði sennilega að reisa reglulega girðingu í kringum alþingi til að mótmælendur kæmust ekki að því. Nokkuð viss um að stjórnvöldum þætti það vina í þágu almúgans.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.11.2010 kl. 13:30

12 Smámynd: Vendetta

"Ekki vera svona barnaleg!"

Sandra, ég vil benda þér á að þú ert með ranga kyngreiningu.

Í sambandi við annað sem þú skrifaðir, þá er ekki sama hvað fólk vinnur við eða fyrir hverja. Ef ég er atvinnulaus, þá er ég aldrei iðjulaus. Ég gerii alltaf eitthvað sem er í mína þágu eða í þágu minnar fjölskyldu, en myndi aldrei vinna ókeypis hvorki fyrir ríkisstofnun né einkaaðila, nema í tveimur tilvikum:

  • Sjálfboðavinna fyrir góðgerðarstofnun.
  • Greiði fyrir greiða (verka- eða vöruskipti).

Ég vil taka það fram að á minni löngu ævi hef ég hvorki fengið framfærslulífeyri né atvinnuleysisbætur, en ég þekki ágætisfólk sem hefur þurft á því að halda. Fólk sem er ekki letingjar, en sem hefur ekki getað fengið atvinnu þrátt fyrir langa leit. Þetta fólk er ekki sníkjudýr á þjóðfélaginu, heldur þeir sem ollu hruninu og skósveinar þeirra sem eru að viðhalda kreppunni.

Athugaðu, að öll þrælkunarvinna og öll þegnskylduvinna (þvinguð vinna) brýtur í bága við íslenzku stjórnarskrána, bæði grein 62 og grein 75 og á að vera það. Ímyndaðir almannahagsmunir breyta engu þar um.

Ef núverandi ríkisstjórn væri einhvers virði, þá myndi hún skapa atvinnu með því að létta hömlum á atvinnulífinu, lækka skatt af launatekjum og eyða samkeppninshömlum og annarri spillingu (en samt halda uppi ströngu eftirliti með fjármálafyrirtækjum). Þá myndi atvinnuleysi hverfa af sjálfu sér. En það er borin von að þetta gangi eftir, enda gerir íslenzka ríkisstjórnin álíka mikið gagn og blaut borðtuska, eins og einhver orðaði það.  

Vendetta, 7.11.2010 kl. 13:35

13 identicon

Afsakið Vendetta, barnalegur! Því já mér finnst barnalegt að geta ekki tekið þátt í rökræðum án þess að þjóta til persónulegra árása og þá sérstaklega á einhvern sem þú veist ekki einu sinni hver er.

Þið eruð öll ofboðslega neikvæð! Í landinu sem ég bý, hefur atvinnulaust fólk stofnað félag sem gerir ýmislegt saman - aðallega til að fólk hafi e-ð að gera. Þetta félag tekur t.d. þátt í að mæta á elliheimili og lesa eða spila bingó, stofnaði hálfgert hundadagheimili þar sem fólk getur komið með hundinn sinn á meðan það er í vinnu, eyðir tíma með þroskahömluðum og fötluðum, fer með það í garðinn á góðum degi eða á ströndina og svo mætti lengi lengi telja. Hlutir sem aðrir gefa sér ekki tíma til að gera því jú, það er að sinna annarri vinnu - hlutir sem eru svo einfaldir og skemmtilegir og augljóslega win-win situation! Þegar vantar pening fyrir einhverju fara þau í fjáröflun og safna fyrir þessu með því að dansa í 2 sólahringa eða hafa basar t.d. - þetta er bara frábært frumkvæði af þeirra hálfu!

Það eru svo endalausir möguleikar í boði sem hægt er að gera fyrir fólk sem hefur ekki tekist að vinna atvinnu við sitt hæfi og það að þjóna öðrum einstaklingum í samfélaginu þarf ekki að vera nauðungavinna eða þrælkun!

Sandra (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 13:44

14 Smámynd: Elle_

Fólk getur stofnað félag að vild og þó það sé ekki skikkað í verk af öðrum.  Og endurtek að það kallast nauðung að vera skikkaður af öðrum.  Og vertu sjálf neikvæð.  Við erum ekki neikvæð, við erum raunsæ og okkur er ekki sama um náungann. 

Elle_, 7.11.2010 kl. 13:56

15 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta sem þú segir Sandra er alveg frábært framtak en það breytir því ekki að ég tel rangt þegar að stjórnvöld ætla að skikka fólk í ólaunaða vinnu vegna þess að það missti vinnuna oft vegna aðgerða sömu stjórnvalda. Það er einfaldlega rangt alveg kolrangt.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.11.2010 kl. 14:21

16 identicon

Rétt eins og sveitarfélögin gerðu hér á Íslandi fyrir nokkrum árum síðan undir nafninu "atvinnubóta-vinna" gera bretar hér hið sama. Hér var þetta gert með "vorhreingernigu" bæjarfélaganna.

Hreinsað er með þessu út af atvinnuleysisbótunum það fólk  sem ekki ætlar sér að     vinna.

Breska kerfið hefur nefnilega með sjúkdóm sem stefnir hraðbyr í hér, nefnilega kynslóðir fólks sem ALDREI hefur unnið handtak.

Hér er annað tveggja slæmra úrlausna þörf ÁÐUR en ráðist er í atvinnuuppbyggingu,  lækkun  bóta eða hækkun grunnlauna(= verðbólga). Ellegar er atvinnu þátttaka letjandi og til óhags fyrirlaunafólk þar sem að launafólk verður að hafa bíl, bensín,    pössun barna osfrv sem að atvinnulausir geta komist af án.

ÓSkar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 14:39

17 Smámynd: Vendetta

Sandra, það, sem Elle og Jón skrifa er það sem ég segja vildi. Það er gífurlegur munur annars vegar að velja sjálfur starf (launað eða ólaunað) út frá hæfni og áhuga  og hins vegar vera þvingaður í eitthvað starf, sama hvað það er.

Vendetta, 7.11.2010 kl. 14:57

18 Smámynd: Vendetta

Og þá er ég að tala um þvingaður af öðrum en ekki þvingaður af nauðsyn.

Vendetta, 7.11.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband