Hroki og hleypidómar.

Mér finnst hluti umræðurnar hér orðin dálítið magnaður og sú staðreynd að þau batterí velferðarríkisins sem að eiga að vernda þá sem manst mega sín virðast líta niður á hið sama fólk megi skilja fréttir síðustu sólarhringa rétt segir mér bara eitt, að þarf að taka til innan þessa batterís og ráða inn fólk sem að skilur þörfina og vinnur fyrir skjólstæðinga sína eins og til er ætlast af því.

Lélegast er þó að það er skipulega unnið að því að mmínu mati að innræta fólki að þeir sem þiggi aðstoð séu ósjálfbjarga aumingjar með hor sem bíði eftir matarplastpokanum sínum milli þess sem að það fer í utanlandsferðir og labbar um og verslar í Kringlunni.

Umboðsmaður skuldara segir að það sé slæmt að fólk skuli standa auðmýkt fyrir framan fjölda annarra í verslun þegar kort eru klippt hún sendi jú bréf en er hún ekki umboðsmaður þessa sama fólks á hún ekki að gæta réttinda þess það hélt ég. Ég í barnaskap mínum hélt að ég borgaði henni laun fyrir það.

Annar gæslumaður þeirra sem minna mega sín gefur í skyn að matargjafir séu af hinu vonda það dragi úr sjálfsbjargarviðleitni hvað vill sú fróma kona vill hún að einstæðar mæður þessa lands brjótist inn. Ekki þýðir að stela súpupakka í verslun því dómur fyrir það er harðari og fellur hraðar en sá glæpur að setja eitt stykki þjóð á hausinn.

Það er síðan skondin tilviljun að báðir þessir forustumenn eru af því kyni sem að alt á að laga ef það nær völdum svo maður myndi halda að í þessum geirum væri runnin upp hið milda réttláta altumlykjandi fullkomna stjórnarfar án mistaka sem boðað er ef umræddur hluti mannkyns nær völdum. Mér sýnist öðru nær.

Það er staðreynd að hluti þeirra sem er á bótum og þiggur aðstoð gerir það á röngum forsendum en á að láta þá sem á því þurfa að halda líða fyrir það. Ég tel ekki.

Það er síðan skondið að sjá viðhorfið til þessa hóps frá þeim hópi sem að komið hefur sér fyrir í öruggum faðmi vinavæðingar og sjálftöku launa.

Þegar erlendum ríkisborgurum fjölgaði hér þá hófst umræða í þjóðfélaginu um að allt sem miður færi væri fólki af erlendum uppruna að kenna. Það var risið upp þeim til varnar bæði stofnanir og stjórnsýsla og ekkert nema gott um það að segja. En það sem veldur mér furðu er það að það er ekki risið upp af sama offorsi fyrir hinn almenna innfædda Íslending innan þessarar sömu stjórnsyslu.
Það finnst mér dapurt og leiðir til þess að ég er þeirrar skoðunar að það þurfi almennilega úthreinsun í því kerfi.
En við skulum muna eitt að meðan að við snúum ekki bökum saman og breytum þessu sjálf gerir það engin fyrir okkur.


mbl.is Matur í poka eða fjárstyrkur ?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband