Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Kalla saman öryggisráðið

Ef farið verður að kröfu Ukraínu og öryggisráðið kallað saman vegna Rússa sem berjast með aðskilnaðarsinnum í Úkraínu. Þá hlýtur það að þurfa að fjalla um Breta, Norðmenn,Ástrala og aðra sem berjast með ISIS. Á sama hátt hlýtur að þurfa að beita þessi ríki refsiaðgerðum til að alls jöfnuðar sé gætt.


mbl.is Telja sig vita hver böðullinn er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnir eða ógn ?

Ég get ekki gert að því að mér finnst við hljóma orðið hjákátlega í þessari Rússagrýlu herferð. 
Rússar eru engir englar en bandamenn vorir ekki heldur um það bera vitni tölur látinna á Gasa, ástandið í Libíu, Sýrlandi, og hvaðan skildu vopn ISIS samtakana hafa komið það skildi þó ekki vera að þau væru vestræn vopn, sem dælt hafi verið inn í Sýrland til að bylta Assad. 
Síðan til að bjarga málunum er vopnum dælt til Kúrda sem hafa eldað grátt silfur við Tyrki og þeim erjum er ekki lokið.

Síðan er skrýtið hvað umræða um vélina sem skotin var niður hefur hljóðnað það skildi þó ekki vera fótur fyrir því sem haldið hefur verið fram á vefmiðlum að hún hafi í raun verið skotinn niður af Úkraínskri orrustuvél.

En eftirfarandi setning og hún ekki frá Rússum segir ansi margt finnst mér.

"Svo lengi sem Rúss­ar fara ekki eft­ir grund­vall­ar­regl­um okk­ar get­ur sam­starf NATO við Rúss­land ekki fallið í eðli­legt horf.“  

Hún þýðir einfaldlega ef Rússar gera ekki eins og við viljum þá hafi þeir verra af. Er hægt að tala um að ríki með þá stefnu að ef önnur ríki gera ekki eins og þau vilja hafi þau verra af stundi varnarstefnu. Mér finnst það hljóma líkara útþenslu og stríðæsing heldur en eflingu varna. 

 


mbl.is Evrópuríkin þurfa að efla varnir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kenna alltaf öðrum um.

Í gegnum tíðina hefur undirritaður verið hallur undir vesturveldin vestræn gildi og vestrænar lífskoðanir og í barnaskap haldið að heimsmynd okkar væri heldur skárri en annað sem er í boðið þó ekki sé hún fullkomin.
Það er komin brestur í þessa heimsmynd reyndar byrjaði hann þegar gerð var innrás til að finna efnavopn sem aldrei fundust, byltingum kenndum við vor komið á, og ýmislegt fleira gert og nú síðast einsleitur áróður í Úkraínu allt á meðan aldrei er gefið eftir að það sé réttur Ísraels að haga sér eins og þeir gera á Gasa jafnvel þó að SÞ segi að þeir brjóti alþjóðasamninga um hernað. Ofangreind atriði eru öll merki um tvískinnung og eiginhagsmunagæslu.

Á sama tíma koma þessi sömu veldi með blóðið lekandi af eigin höndum og boða sífellt auknar refsiaðgerðir á Rússa sem í raun komu kannski í veg fyrir blóðbað með því að innlima Krím og erfitt er að sjá að séu að gera nokkuð annað en þessi sömu veldi gera.
Ég réttlæti það ekki frekar en annað sem gert er í hinum stóra heimi en hræsnin í því sem að ég tel minn heimshluta er farin að misbjóða mér.

Í Úkraínu er allt aðskilnaðarsinnum að kenna þeir virðast bara skjóta á sjálfan sig og nú er allt undir Hamas liðum komið á Gasa enda mikið stórveldi þar á ferð þó mannfallið virðist vera ca 60/1600 þeim í óhag.
Það sem mér sárnar er að ráðamenn og fjölmiðlar í mínum heimshluta telja mig svo heimskan að ég trúi þessu það misbýður mér því brestirnir í málflutningunum eru svo augljósir ef skoðaðar eru fréttir frá öllum aðilum.

En meðan við teljum allt saman öðrum að kenna og lítum aldrei í eigin barm er ekki von til að neitt breytist.

"Banda­ríkja­stjórn legg­ur á herslu á að það sé und­ir Ham­asliðum komið að halda vopna­hléð."


mbl.is Hvílir á Hamas að halda vopnahléð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhausuð

Sennilega er ég viðkvæm sál jafnvel í garð fólks sem fremur svona ógeðfelt verk.

Mér finnst ekki rétt að nota orðið afhausuð finnst það frekar smekklaust myndi vilja nota hálshöggvin eða duðadómi fullnægt. 

Afhausun á alla vega ekki við í þessu tilfelli að mínu mati. 


mbl.is Hálshöggvin fyrir morð á tveggja ára barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski yfirsést mönnum það augljósa.

Ekki hef ég þekkingu né vitneskju um þetta mál til að fella dóm um það ólikt flestum þeim sem telja sig vita sannleikann og hafa réttað, dæmt og vilja dómnum fullnægt án tafar.

Mín þekking á málinu er fengin með lestri áhorfi og hlustun á fjórðavaldið það er fjölmiðla og ég get ekki að mínu mati fundið þar neitt sem sýnir að sekt sé hafin yfir allan vafa.

Kannski er málið svo einfalt að Hanna Birna og aðstoðarfólk eru saklaus, þau hafa staðfastlega neitað sök, það er bara ekki hlustað á það trommurnar barðar hærra og af enn meiri ákefð þannig að manni fer að gruna að dýpri ástæður liggi að baki þessu en gefið er upp.
Málið líkist meir og meir illa dulbúnu pönki sem svo var kallað

En hvaðan fá fjölmiðlar upplýsingarnar sem við lestur virðast frekar vera lítil púsl sem síðan eru nýtt í spuna sem henta málstað þeirra sem vilja sakborning sekan. Það er ljóst af lestrinum að fjölmiðlar hafa aðgang að upplýsingum eða upplýsingabútum einhver staðar frá.

Ég tek það fram að ég hef ekki hugmynd um það frekar en annað í þessu máli en gæti verið að Íslenskir fjölmiðlar beiti hlerunum til að afla upplýsinga.
Skoði maður þetta mál og alla þá uppljóstrara og heimildarmenn sem að vitnað er í endalaust þá er skrítið í eins kjaftaglöðu þjóðfélagi og okkar að ekki hafi spurst út eitt nafn að minnsta kosti.
Eiginlega mjög skrítið finnst mér það ætti að hafa lekið fyrir löngu ef þeir væru til á annað borð, það tók ekki langan tíma að finna litla símamanninn.
Því velti ég því fyrir mér  hvort það séu yfirleitt nokkrir uppljóstrarar hér á ferð.

Mér er hugsað til Englands og hlerunarmála sem komu upp hjá götublöðum þar hleranir voru víst ekki óalgengar til fréttaöflunar og til að ekki kæmi í ljós hvernig heimildir voru fengnar þá hafði News of the world þann háttinn á að því sagt er í erlendum miðlum að málin bárust blaðamönnum frá fréttastjórum og í sumum tilfellum voru sendir miðar í afgreiðsluna til að byggja undir fréttirnar og þá sagðir frá heimildarmönnum.

Var það ekki einmitt þannig sem að minnismiðinn umræddi kom fyrst í ljós sjá tilvitnun í DV hér að neðan. 

 "Blaðamenn Mbl.is og Fréttablaðsins, sem skrifuðu upprunalegu fréttirnar er byggðu á minnisblaðinu, hafa fullyrt að fréttastjórar miðlanna hafi veitt þeim upplýsingarnar. " Sá tengil að neðan.

 http://www.dv.is/frettir/2014/2/11/365-og-mogginn-eiga-ad-afhjupa-thann-sem-vildi-koma-hoggi-haelisleitendurna/

Ég hef engan möguleika á að vita hvað er satt og ekki satt í því sem gengur á og það versta er að eftir að hafa lesið helling og hlustað á annað eins um málið er ég engu nær.

Eina breytingin er að væntingarvísitala mín til vandaðrar fréttamennsku á skerinu er komin niður fyrir frostmark.


Kannski er það augljósa að Hanna Birna og hennar fólk sagði satt að það hefði ekki hugmynd um hvernig þessi samantekt komst í fjölmiðla og ef svo er ætla þá þeir sem dæmt hafa harðast að biðjast afsökunar draga sig í hlé og segja upp stöðum sínum.  Ég bara spyr.? 

 

 

 


mbl.is „Vantraust á ráðuneytið moldviðri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin er auglljós

Það þarf ekki að veltast fyrir fólki hvers á að krefjast og hvað ætti í raun að hafa verið gert fyrir löngu.

Í Úkraínu eru Rússar grunaðir, já grunaðir, um að útvega vopn við þekkjum öll hið' sorglega mál Malaísku þotunnar. Í því tilfelli er svarið við öllu að setja efnahagslegar refsiaðgerðir á Rússa því þeir séu á bak víð  allt þó illa gangi að sanna það yfir allan vafa.

Það er ljóst án vafa hverjir eru á bakvið Ísrael þeir hafa ekkert farið í launkofa með það þeir viðurkenni rétt Ísraels til þessara verka.

Svo vilji menn gera eitthvað og vera sjálfum sér samkvæmir liggur svarið í augum uppi það á að frysta eignir Bandaríkjanna og beita þá efnahagslegum þvingunum og banna þeim að ferðast til Evrópu ef ekki þá eru þessi ríki að mínu mati ótrúlega tvöföld í roðinu. Eina vandamálið er það að vinir okkar í vestri eiga varla orðið nokkuð nema skuldir það yrði sennilega að frysta eignir Kínverja til að refsa Bandaríkjunum. En það sorglegasta við þetta allt hvar sem menn standa er hvað þetta mál synir vel hið tvöfalda siðgæði skort á samkennd eiginhagsmunasemi, listinn gæti verið miklu lengri, sem að ríkir í heiminum.  


mbl.is Tyrfinn vígvöllur formlegheitanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússum að kenna ?

Hvað veldur þessu vandamáli vestræn ríki gripu þarna inn í og settu á eilíft vor hvað varð af því. Er ekki komin tími til að við vesturlandabúar förum í naflaskoðun varðandi það hvað afskipti okkar hafa kostað aðrar þjóðir í þjáningum okkur virðist vera mjög mislögð höndin í að koma á réttlæti í heiminum

Þetta er alla vega ekki Rússum að kenna en kannski ættu samt svona til vonar og vara að auka refsiaðgerðir á þá svona just in case.


mbl.is Heilbrigðiskerfið að hruni komið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband