Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Þjóðrembudyrið

Ég verð að viðurkenna það að þessi grein veldur mér vonbrigðum hefði átt von á henni af hendi annarra Íslenskra fjölmiðla en mbl, ekki vegna pólitíkur heldur vegna vandvirkni. En svo bregðast krosstré sem aðrir raftar.

Það er fjallað um hatursáróður Rússneskra fjölmiðla

" og hatursáróðri um hræðilega glæpi úkraínskra fasista gegn saklausum borgurum sem eiga sér rússnesku að móðurmáli"

Hvað með vestræna fjölmiðla  vestrænir fjölmiðlar virðast í raun vera í hlutverki sögumanns Úkraínskra og vestrænna stjórnvalda í þessu máli að mínu mati.
Ekkert er fjallað um þá fullyrðingu að skothríðin á torginu hafi í raun verið á vegum núverandi stjórnvalda ekkert fjallað um það að lokað hafi verið fyrir vatn og í hvert sinn sem að einhver úr röðum núverandi andspyrnu er myrtur er ekki um Úkraínubúa að ræða heldur aðskilnaðarsinna sérstaklega notað sennilega til að reyna að mynda ekki tenginu við að það sé verið að skjóta fólk.

Í raun er sem mbl hafi stígið til baka aftur til 68 með þessari frétt, ég i fáfræði minni átti von á dypri greiningu máls sem að gæti í raun verið undanfari þriðju heimstyrjaldarinnar.

Ef kenninginn er síðan rétt að Pútín þurfi á þessu að halda til að hressa efnahaginn þá skulum við muna að Obama leiðir ríki sem er sennilega meir á hausnum en Rússar og þarf þá líklega á stríði að halda til að rétta við fjárhaginn og það er svolítið merkilegt að Nato erbúið að senda herlið til Póllands og Balkanlanda.  S&P fellir samt seint lánshæfismat USA vegna tengsla. Enda myndi stríð bæta hag þess og eg er nokkuð viss um að hergagnaframleiðendur eru ekki mótfallnir stríði. 

 

 


mbl.is Á baki þjóðrembudýrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband