Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Greiðsluvilji

Kannski vantar bara greiðsluvilja má því bara ekki senda forustumenn viðkomandi fyrirtækis í greiðslujöfnun til að tryggja viljann setja þeim síðan tilsjónarmann klippa kortin þeirra og koma þeim fyrir í hæfilegu húsnæði með hæfilegan bíl borðandi hæfilegan mat ? Er það ekki hæfileg aðgerð.


mbl.is Aðferðir alltaf umdeilanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB liggur á

Evrópusambandinu liggur á að fá þennan samning samþykktan áður en að íhaldsmenn í Englandi komast til valda og láta kjósa um hann. Þetta nýtir forseti Tékklands sér. Ég vildi að við ættum einhverja slíka menn hér á landi sem að styngju við fótum og ynnu landi sínu og þjóð gagn en til þess voru þeir kosnir í upphafi. Það virðist þeim flestum gleymt að mínu mati.
mbl.is ESB fellst á skilyrði Klaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem að máli skiptir.

Undirritaður hefur verið óhemju latur við blogg undanfarið þó hefur ekki leti þar um ráðið heldur var ég svo heppin að komast í yfirhalningu við getum kallað það 100 000 kílómetra skoðun í heilbrigðiskerfinu en slithlutir voru farnir að láta á sjá.
Ef ástand bloggara þessa hefði verið óbreytt næstu árin og ekkert verið gert í málum þá er ljóst að innan áratugar hefði undirritaður verið orðin byrði á skattgreiðendum landsins.
Eftir að hafa notið þeirrar aðhlynningar og hjálpar sem að þetta kerfi býður upp á er ástand og vélbúnaður undirritaðs í miklu mun betra ásigkomulagi, líðanin eins og að honum hafi verið rétt egg fuglsins Fönix nýfægt og gljáandi, nú er það komið undir undirrituðum sjálfum komið að halda því þannig svo að hægt verði að njóta seinni hluta ævinnar eins og best verður á kosið og einnig af virðingu við það tækifæri til betra lífs sem fylgir þeim endurbótum sem gerðar voru.

Það hefur því valdið mér heilabrotum hvort að sá mikli niðurskurður og sparnaður sem á nú að leggja í í heilbrigðiskerfinu sé sýnd veiði en ekki gefin lauslegur reikningur sýnir mér að ef þessi dvöl á heilsustofnuninni hefur lengt vinnuævina um ár er ég búin að greiða skuldina til baka og rúmlega það og er þá ekki tekið með í dæmið sá kostnaður sem ríki og skattgreiðendur bæru af því ef ég ég þyrfti á örorku að halda vegna óvinnufærni.

Auðvitað má spara í heilbrigðiskerfinu sem og annarstaðar en ætli fari ekki svo að sparnaðurinn fer mest fram í neðri hluta pýramídans sem að í raun heldur uppi toppnum. Sá sparnaður sem að gott heilbrigðis kerfi er fyrir þjóð og land er aldrei metin til fulls því að eitt er víst að með því að halda starfsorku lífgæðum og lífsleikni einstaklinga í hámarki sem mestan hluta af ævinni þá sparast óhemju peningar í lyfja notkun vinnu tapi og því tapi sem verður þegar að einstaklingar eru óvirkir þátttakendur í lífinu einhvern hluta ævinnar.

Ég vil nota tækifærið hér og þakka starfsfólki Reykjalundar fyrir frábæra aðhlynningu og þau kraftaverk sem að þau framkvæmdu á slitnu gangverki undirritaðs. Hafið þökk fyrir og megi starf ykkar halda lengi áfram og eflast að umfangi svo að sem flestir sem þörf hafa fyrir njóti þess.

Oft var þörf en nú er nauðsyn á því að sem flestir landsmanna geti búið við óskerta starfs og lífsorku.


Vinur í raun

Það er ætti að vera orðið lýðum ljóst að við stöndum einir í þessum málum nema að Færeyingar réttu okkur hjálparhönd. Því er komin tími á að við snúum okkur að okkur sjálfum og hjálpum okkur sjálf hjálp kemur ekki að  utan ekki frekar en á öldum áður þegar harðindi og mannfellir lék landið grátt. Við þurfum að binda bráðan bug að því að sparka IMF út í hafsauga herða sultarólarnar í smá tíma og koma okkur upp úr þessum öldudal við höfum gert það áður og eigum eftir að gera það aftur því mannfólkið er breyskt. Við þurfum að losa okkur við gjörsamlega gagnslausa ríkisstjórn sem ekkert gerir annað en að flækjast fyrir þeim aðgerðum sem þarf til að koma atvinnulífi af stað. Fólk vill ekki þetta og vill ekki hitt við skulum muna að ekkert stendur að eilífu það var reist síldarverksmiðja á Djúpuvík hún er nú bara minning svo má einnig segja um álver gagnaver eða hvað þetta allt heitir þó að það sé það næsta sem að getur komið okkur úr kreppunni þá er ekki þar með sagt að þau standi að eilífu, Fyrir rúmum hundrað árum síðan hefðu menn sem spurðir voru að því fullyrt að gufuvélin yrði drifkraftur um komandi tíð en er það svo nú. Því sé ég ekkert að því að nýta orkuna i stóriðju nú um stundir seinna meir mun hagkvæmni og arðsemis möguleikar ráða því í hvað hún er notuð það er ef að hugmyndafræði frelsis og mannkosta einstaklinga fær ráðið en ekki hafta stefna of yfirstjórnlegt vald stóra bróður sem vill gapa yfir öllu.

Burt með ríkisstjórn áður en hún gerir illt verra og gleymum aldrei hjálpsemi nágranna ríkja okkar í komandi framtíð. Því sá sem getur hjálpað í dag getur orðið hjálparþurfi á morgun.


mbl.is Íslandslán rædd á Norðurlandaráðsþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugleikinn í hættu.

Það er ljótt í efni þegar að stöðugleikinn er í hættu. En um hvaða stöðugleika er að ræða. Er það stöðugt aukið atvinnuleysi, kyrrstæðar vinnuvélar, stöðugt minnkandi kaupmáttur, stöðugt hækkandi verðlag (bensín hækkaði í dag), stöðugt hækkandi skattar það ætti eiginlega að tala um stöðugleikana en ekki stöðugleikann. Nei það má á engan hátt trufla stöðuga stöðnun núverandi stjórnvalda það gæti komið fyrirætlunum þeirra um að gera lífskilyrði hér svo ömurleg að ekkert komi til greina annað en að selja landið til Evrópusambandsins í voða.

Það sem við þurfum síst á að halda núna er að þessi ríkisstjórn sé stöðug megi hún falla sem fyrst. Síðan vil ég lýsa stuðningi við þann eina forustumann verkalýðshreyfingarinnar sem að virðist enn hafa jarðsamband en það er forustumaður Verkalýðsfélags Akranes, Megi aðrir forustumenn hreyfingarinnar verða óstöðugleikanum að bráð.


mbl.is Stöðugleikasáttmálinn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heljarmannasaga.

Í heljarmannasögu er fjallað um skörung einn sem stóð keik í mótbyr sem að skelfdi hluta landsmanna. Það sem að sá hluti landsmanna sem dáðist að stöðu skörungsins sá ekki að mótbyrinn var andardráttur skörungsins sem að drap allt í dróma og færði frost yfir landið. Skörungurinn fylgdi skynsemi þeirri sem alllengi hafði verið boðuð af henni og öðrum skörungum það er að til bóta væri að gera eitthvað annað. Svo þegar eitthvað var fundið var það skoðað og niðurstaðan varð að betra væri að gera eitthvað annað gekk svo um hríð þangað til að vandinn leystist af sjálfu sér þegar fylgismenn þessarar framtíðarsýnar litu í kringum sig sáu þeir að það var ekki þörf á að gera neitt annað. Hvers vegna jú vegna þess að á skerinu var engin annar lengur allir aðrir voru farnir.

Við skulum síðan vona að landmenn geti fljótlega farið að greiða af lánum sínum með einhverju öðru en peningum því ef að framtíðaratvinnustefna er að gera eitthvað annað. Þá hljótum við landmenn að hafa kröfu til að við gerum eitthvað annað líka það er eitthvað annað en að borga.

 


mbl.is Svandís Svavarsdóttir heljarmenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugleiki

Í fréttatilkynningu Framtíðarlandsins er deilt hart á forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og  verkalýðshreyfingarinnar fyrir að það reyna að koma á stóriðjuframkvæmdum með öllum ráðum, m.a. með gerð stöðuleikasáttmála. Mér finnst þetta athyglisverð setning að deila á menn fyrir að reyna að koma í veg fyrir verkföll. Er það tilfellið að ákveðin hluti landsmanna sé orðin svo gjörsamlega úr sambandi við þann veruleika að til að skapa verðmæti þarf að framleiða verðmæti. Það gæti verið því að undanfarin ár hefur ríkt hér mikill friður á vinnumarkaði. Kannski er komin sá tíma að því þurfi að breyta því eins og stór hluti þeirra sem eru undir fertugsaldri hafa aldrei upplifað vinstri stjórn á eigin skinni fyrr en núna hafa þeir heldur ekki upplifað verkföll. Kannski að það þurfi að breyta því. Það þarf allavega að breyta þeirri hugsun að eitthvað verði til úr engu og til að eitthvað verði til þá þarf að framkvæma.

Maður býr ekki til eggjaköku án þess að brjóta egg.


mbl.is Vilja öguð vinnubrögð um stórframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef áhyggjur.

Þó Steingrímur hafi ekki áhyggjur eða þá Jóhanna þá hef ég þær og velflestir landsmenn sem að ekki eru svo  blindaðir af ást á nafnlausa flokknum að það er sama hverju er troðið ofan í kokið á þeim þeir gleypa það allt hrátt og óssoðið.
Hinn helmingurinn af harmleiknum friðar síðan móa og mýrar til að vera nú viss um að landið verði óbyggilegt fyrir annað fólk en fræðinga og vinstri menn á framfæri ríkisins. 

Það er alveg ótrúlegt að hlusta á það trekk í trekk að fólk ver illar gjörðir sínar í dag með því að það sé allt saman einhverjum öðrum að kenna. Þetta er brjóstumkennanleg afstaða og það verður hlálegra með hverjum mánuðinum að heyra þetta. Hvernig verður það eftir 4 ár jú það er bara allt Geir Harde að kenna, að fólk skuli ekki hafa betri rök fyrir eigin getuleysi og enn grátlegra er það að það skuli ganga ofaní almúgann, eða það finnst mér þegar ég les bloggfærslur hér þar sem að einu rökin fyrir því að samþykkja skuldaklafann séu þau að Sjálfstæðismenn komist ekki að.
Þeir sem að þannig skrifa eru allavega í andstöðu við 39% þjóðarinnar samkvæmt nýjustu könnun.

Ef það sem nú er í gangi er afrakstur pottaglamursins fyrir betra lýðræði gegnsærri stjórnsýslu og virðingu fyrir störfum Alþingis þá er ég hreykin af að hafa haft eldhúsáhöldin í pottaskápnum allan tímann.

 


mbl.is Endurskoðun óháð þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lognið á undan storminum.

Það er ég viss um að landvættir okkar halda niðri í sér andanum og trúa ekki því sem að þeir eru að verða vitni að, einum versta gjörningi sem að nokkur ríkisstjórn hefur gert gagnvart þegnum sínum og að því er virðist í þeim eina tilgangi að geta fengið sæti fyrir útvalda við háborðið á Glæsivöllum þar sem að eftir því sem mér sýnist smjör drýpur af hverju strái og sólin skín í heiði að eilífu. Svona svipað og trú Íslamista á Mekka.

Í gegnum söguna hafa miklir leiðtogar leitt þjóðir sínar í gegnum slæma tíma og undarlegt nokk þá hafa þjóðir gegnið í gegnum um harðindi hörmungar og jafnvel dauða undir forustu þessara leiðtoga sem að heldur vildu standa uppréttir frekar en að láta kúga sig. Við lesum um þessa atburði í dag með lotningu eða hreifa nöfn eins og Laugaskarð og Masada ekki við fólki.

Mér finnst velferðarstjórnin hafa klúðrað því tækifæri sem að hún hafði að fylkja þjóðinni bak við sig og standa fast fyrir og skapa sér virðingu og ég spái því að lífdagar þessarar stjórnar séu nú taldir í dögum en ekki mánuðum. Þjóðin hefði með réttri stjórn verið tilbúin að ganga í gegnum tímabundna erfiðleika sem eru að mestu fólgnir í því að þurfa að borða fisk eitt  besta hráefni í heimi og lambakjöt eina bestu náttúruafurð sem til er kannski hefði þurft að takmarka keyrslu vegna skorts á olíu um tíma en hvað um það við keyrum hvort eð er allt of mikið.

Annað í þessu er búsáhaldabyltingin fólkið sem stóð vörð um lýðræðið og felldi réttkjörna stjórn landsins með pottaglamri og kom þessari stjórn að. Það hefur verið sagt að byltingin hafi verið skipulögð í herbúðum vinstri flokkanna. Það er nú frekar komiskt á alvarlegan máta að þessi bylting hefur á innan við 12 mánuðum snúist upp í afsal á fullveldi vanvirðingu á þingi og innleiðingu Versala samninga á bök þjóðarinnar. Eru ekki þeir sem hæst börðu potta og pönnur ansi ánægðir með sjálfan sig í dag miðað við hvernig staðan er í dag, eða eiðilagði pottaglamrið eitthvað af innviðunum.
Það á að ráðstafa framtíðar tekjum barna okkar langt fram á þessa öld, það á að fara með mál í dóm en það er búið að ákveða að ef okkar réttlæti vinnur þá er ekki víst að það gildi og Ragnars ákvæðið gildir ef það verður dæmt ógilt annars ekki. Ég segi eins og 3 ára dótturdóttir min.
HVAÐ ER Í GANGI.

Síðan jafnvel þó að Hæstiréttur Íslands dæmi Ragnars ákvæðið gilt þá gildir það ekki við erum því að afsala Íslensku dómsvaldi til útlanda.
Hverjum eiginlega datt þessi vitleysa í hug, mig bara brestur menntun og getu til að ímynda mér það.

Svo vil ég þakka útrásarvíkingunum okkar sem að sínu mati hafa ekki gert neitt rangt, innilega fyrir að eyðileggja framtíð barna minna og barnabarna og einnig þeim sem að versla við þá daglega til að þeir þurfi ekki að slá af lífstandard sínum.

HELVÍTIS FOKKING FOKK


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki margt um þetta að segja.

Þetta hefur verið ljóst nokkuð lengi að stjórnvöld hér væri gungur og myndu láta undan þeim kröfum sem væru í gangi. Það er síðan athyglisvert að kúgun og yfirgangur sé notaður milli siðaðra þjóða til að ná fram markmiðum sínum. Ég ætla ekki að hafa mörgu orð um þetta að sinni annað en það að mínu áliti ætti þjóðin að taka sig til á morgun og setja þessi vesælu stjórnvöld af og pakka niður fyrir sendiherra Breta og fullrtrúa Hollendinga og senda hvoru tveggja  heim. Þetta er ömurlegt lið og ekki var betra að heyra í sendiherra Dana það er fyrrverandi tala um mikilvægi norræns samstarfs á norðurslóðum eg veit ekki til að Danaveldi sé á norðurslóðum nema þar sem það er í skjóli gamalla nýlendu elda gilda sjálfir eiga Danir engan rétt eða aðgang að Norðurslóðum og Norrænt samstarf þvílík þvæla.
En ekki meira núna vegna bræði maður þarf víst að gæta tungu sinnar.
mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband