Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Sorglegt

Altaf sorglegt að heyra svona og hvernig farið er með fólk. Skildum við Evrópubúar eiga hér nokkra sök hvert ætli til dæmis dýnurnar hafi verið seldar.
mbl.is Öryggi ábótavant í verksmiðjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefum augnabliks sturlun

 Ég skil afneitun Sturlu vel í hita augnabliksins að fá svona atburð þar sem allt átti að vera í friði og spekt að lenda þá í því að einstaklingur eyðileggur fyrir málstaðnum afneitunin sannar fyrir mér að þessi einstaklingur var með uppsteyt á eiginvegum.
En hvað myndum við margir standast þann ágang sem að Sturla er undir þessa dagana án þess að stíga feilspor.
Ég mæli með því að Sturla biðji manninn fyrirgefningar  hann hafði áhyggjur af manninum það var greinilegt annars hefði hann ekki minnst á hnéð en hann  misteig sig í hita augnabliksins 

Síðan fyrirgefum við Sturla eins og við fyrirgáfum Pétri sem þó þó afneitaði frelsaranum þrisvar


Alheimstrukkara uppreisn

 "Truck Drivers Block Freeway Traffic Across the U.S. to Protest Soaring Fuel Prices"

Eru trukkararnir að taka völdin nú eru amersikir trukkabílstjórar kominr af stað og ut af hverju jú hækkandi olíuverði

"Outside of Chicago, they slowed and drove three abreast, blocking traffic and taking arrests. They jammed into Harrisburg, Pennsylvania; they slowed down the Port of Tampa, where fifty rigs sat idle in protest. Near Buffalo, one driver told the press he was taking the week off "to pray for the economy."

Lesa meira hér http://www.alternet.org/story/81641/


Sendum þeim gasmannin

Geir getur boðið fram aðstoð okkar til að hemja mótmælagöngurnar ekki lengur Íslenskir útrásarvíkingar heldur Íslenskir gasmenn

GLEÐILEGT SUMAR


mbl.is Kennaraverkfall í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingarleikur eða raunhæfur samanburður

Því er haldið fram að bensínverð á Íslandi sé með því lægsta sem gerist á byggðu bóli í Evrópu en er það tilfellið það er athyglisvert að samanburðurinn er yfirleitt i Íslenskum krónum og afhverju jú vegna þess að það hentar reiknimeisturunum.
Lítum á dæmi úr ímyndaðri veröld, i þeirri veröld er danskakrónan jöfn okkar það er 1 ISK = 1 DKK Daninn er með 10  DKK á tíman og Íslendingurinn 10 ISK. Bensín á báðum stöðum kostar 10 Kr þannig að báðir þurfa að vinna 1 klst fyrir líter. Nú þarf Íslendingurinn að súpa seiðið af útrás bankanna og taka á sig birgðar láglaunamannanna í bankakerfinu svo að Íslenska krónan fellur og eftir það er 1 DKK = 15 ISK Vegna þessara aðgerða hækkar líka bensín á Íslandi í 14 kr ISK  Íslendingurinn mótmælir þessu og er lamin af löggunni um leið og sagt er sjáðu bara bensín í Danmörk er mikið dýrara það kostar 15 kr per líter, Íslendingurinn skammast sín fer heim og nær sér í vinnu númer þrjú. En er þetta rétt. Daninn er enn með 10 kr á klst og fær sama lítrafjölda fyrir 1 klst i vinnu. Íslendingurinn er enn með 10 kr ISK á tímann en verður núna að vinna 1.5 klst fyrir líternum.  Eftir stendur jú bensín er dýrara í Danmörk í Íslenskum krónum það kostar 15 kr Íslenskar literinn eftir að krónan var skorin niður við trog. Ótrúlegt hvað við látum oft glepjast séu bornir saman svona hlutir á að bera þá saman í fjölda vinnustunda ekki í breytilegum stærðum.

Ég veit ekkert hvað bensin kostar í Danmörk i dag en er að benda á að aðferðarfræðin í samanburðinum er að mínu mati ekki rétt


Ritskoðun eða tilviljun

Það virðist sem að myndskeið með fréttum breytist og  heimasíða trukkarana liggur niðri. Er stóri bróðir á ferðinni ?

Ísland Kína og Tíbet sniðgöngum sumardagin fyrsta

Nú getur Þorgerður farið til Kina enda við komin á sama plan og þeir. Frábært að vera limur í þjóðfélagi sem er á sama stigi og Kasakstan í fjarmálum og hefur sömu þolinmæði og Kín gagnvart mótmælum.
Ég persónulega er ekki samála kröfum atvinnubílstjóra en ég virði rétt þeirra til að mótmæla. Aftur á móti tel ég að það sé vottur um vesaldóm okkar hinna að hafa ekki löngu mótmælt og það af krafti háum vöxtum , verðtryggingu, háuvöruverði  sífeldu arðráni  og listin gæti orðið langur. Það er okkur hinum sem að sitjum a rassgatinu til háðungar og skammar.

Því legg ég til að við sniðgöngum sumardaginn fyrsta eða berum svarta borða til að minnast þessa atburðar sem er merkilegri heldur en að menn halda við fyrstu sín.


mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf allt að þenjast út

Hvað er að rólegum hagvexti það þarf ekki allt að blása út eins og blaðra og það er ekki lögmál að alt þurfi að skila 20% arði. Nei höldum okkar og miðum það sem við höfum við þann mannfjölda sem er hér. Það hlýtur síðan að vera til nóg af gáfuðu fólki hér allavega höfum við ansi marga háskóla miðað við hausafjölda svo að það ætti að vera hægt að finna einhverja nothæfa til starfa. Vandamál framtíðarinnar er skortur á iðnmenntuðu fólki því engin er i dag maður með mönnum nema að vera BS MS MA eða hvað þetta allt heitir. Að vera bara rafvirki eða pípari ussssssssssssss það er sko ekki inn í dag. Er eiginlega viss um að allmargir sem eru að hefja framhaldsnám vita varla hvað það er.
mbl.is Samkeppnisstaðan um hæft starfsfólk í meðallagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti orðið athyglisvert

Nær að reyna að finna þá sem stunda mansalið heldur en að elta þessa einmanna einstaklinga byður upp á alskyns möguleika á kúgun og verður fróðlegt að sjá hvernig lögjafin ætlar sér að framfylgja þessu. Held að við ættum allavega að reyna að framfylgja þeim lögum sem í gildi eru fyrst.

 


mbl.is Kaup á kynlífsþjónustu gerð refsiverð í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laga æði

Það þarf orðið lög um allt jafnvel sjálfsagða hluti. Mannkynið virðist alveg vera að segja skilið við alla skynsemi nú á dögum. Og hvað skildi svo blessuð nefndin kosta gæti verið að allar þessar nefndir séu settar á laggirnar til að skaffa vinnu. Það verðu fjör ef þegar komnar verða í gildi vinnureglur við að fanga burtstrokna heimilisketti. Og börnin okkar lenda á sakaskrá fyrir að tosa kisu um á rófunni. Flest eðlilegt fólk þarf ekki lög til að virða það sem er í kringum okkur á þessari jörð og þeir sem ekki virða það fara ekki eftir lögunum hvort sem er. Því verður  sett á stofn dýraverndunarlögregla og til hennar veitt slatta af fé og yfir hana settur aflóga pólitíkus sem þarf að losna við.  Svona dæmigerð Íslensk athafnasemi af vinstri gerðinni.
mbl.is Reglur um aðbúnað gæludýra í lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband