Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Enginn önnur leið.

„Ég svara þessu nú þannig að þegar staðan er orðin þannig að fjöldi fólks á ekki í sig og á og þak yfir höfuðið að þá þurfum við að stíga skref sem leiða til meiri jöfnuðar í samfélaginu. Eina leiðin er að skattaleggja þá sem eiga meira en aðrir til að standa undir velferðinni. Ég sé enga aðra leið.“

Svo mælist fulltrúanum hann ætti að hafa í huga að svo er komið undir stjórn flokks hans hann´í fréttum í dag kemur líka fram hagnaður VG og upphæð framlaga til flokksins úr sjóðum fólksins það er ekki minnst á að draga úr því heldur fagnað góðri afkomu sem lítil vandi er að ná þegar má seilast í vasa ekkjunnar.

Ég er ekki mikill fylgismaður VG hélt þó alltaf að þar færi heilsteyptur flokkur með hroðalega stefnuskrá að mínu mati en málefni sem eiga rétt á sér eins og önnur. Nú er berlega komið í ljós að því er mér finnst að þessi flokkur hefur slegið ny met í því að ganga á bak orða sinna og snúa frá því sem var lofað. Svo sem ekki furða að lítið sé ályktað um Evrópumál á þessu fundi en meir um skatta en það virðist vera það eina sem að þessu fólki dettur í hug. Það má ekki framkvæma það má ekkert gera bara hækka skatta hvenær uppgötva þau það að ef engin er innkoma þá verður enginn skattur og það er ekki hægt að mjólka kýrnar á klukkutíma fresti og ætla að fá 24 sinnum meiri mjólk og það án fóðurbætis .

Kvartað er líka yfir því að húaleiga og allt hækki er það ekki stjórnvalda að ráðast af afli á verðbólguna og afnema verðtrygginuna ææææ ég gleymdi því það er ekki hægt að gera nema í Evrópusambandinu  með Evru sem að meiri og meiri líkur eru á að ekki verði til bráðlega . Held að ályktun VG ætti frekar að vera hvernig stendur á því að það er allt í steik þegar þeir ráða  öllu.

Ég er orðin á því að VG þurfi vegakort þeir virðast bara fara í hring og alltaf sömu leiðina


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja leiðin.

Þriðja leiðin er að spara í stjórnsyslunni skera niður þóþarfa nefndir og bitlinga sendiráð og tilgangslaus ferðalög á enþá tilganglausari fundi erlendis það er búið að finna upp Skype og tölvupóst þannig að endalausra nefnda og rástefnu setur sem ekkert kemur út úr eru gagnslausar. Síðan þurfa VG liðar að kveikja á því að til að geta hirt aura af liðinu þarf liðið að framleiða verðmæti en að standa gegn því virðist vera eitt aðalbaráttumál VG. Kannski þarf ekkert að skera níður eða hækka skatta Kannski er til þriðja leiðin og svo auðveldasta það er sú leið að losna við þá ríkisstjórn sem hér situr núna. Hef trú á að það væri ein öflugasta efnahagsaðgerð sem hægt væri að framkvæma.
mbl.is Betra að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég efast

Get ekki að því gert en ég efast um að það sé rétt að hagsmunir neytenda séu í einhverju húfi í þessu máli. Það er nóg að rölta um veraldarvefinn og skoða verð á hinum ýmsu vörutegundum eða þá að fara í ferð til útlanda og kaupa sér vöru þar til að verða efins um að hagsmunir neytenda og verslunar hér á landi fari saman.

Ég get ekki annað en opinberað þá skoðun mína að hér á Íslandi markist verslun og þjónusta af fákeppni og því sem að ég vil kalla okri að viðbættri oft á tíðum arfalélegri þjónustu sem að sennilega kemur til af hinni sömu fákeppni.

Þetta veldur því að ég efast um að hagsmunir verslunar og almennings hér á landi fari saman.


mbl.is SVÞ: Stenst ekki ákvæði stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjargar deginum

Það er ekki ónýtt fyrir Evrópu að eiga slíkan talsmann sem Össur er gott væri þó að hann hefði sömu trú á þjóð sinni landi og eigin gjaldmiðli Kannski að við ættum að bjóða Evrópu Össur.

Að öðru leiti viísa ég í eldra blogg þar sem að ég fjallaði um Írakan sem lýsti glæstum sigrum meðan að hersveitir óvinarins keyrðu yfir brú fyrir aftan hann. 


mbl.is Telur að evran eigi eftir að verða sterkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einföld aðgerð

Einfalt væri að setja nema við munnana sem að myntu kveikja rautt ljós á hinum endanum þegar bíll fer inn í göngin ekki varanleg lausn en myndi hjálpa til við að koma í veg fyrir umferðarteppu.
mbl.is Peningar fyrir göngum ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bévítans bifvélavirkjarnir

Béin eru að fara illa með okkur þessa dagana bifvélavirkjar vilja ekkert vinna nema svart og bændur framleiða ekki kjöt nema að vilja fá borgað fyrir það.

Það er eitt í þessum fréttaflutning sem að mér finnst vanta að komi fram.
Fréttaflutningi sem að er í raun  samskonar og frétt sem var birt um erfiðleika Góu að ráða í störf fyrir ekki all löngu.

Það sem mér finnst vanta og ekki vera spurt um enda hentar það sennilega ekki birtingarmyndinni sem verið er að reyna a´ð sá í huga okkar það er myndinni af bótaþjófnum sem ekki nennir að vinna:
Hvað borga þessi fyrirtæki í laun það er hverjir eru taxtarnir. 
Hver síðan útseld vinna svo hægt sé að bera það við launagreiðslur.
Hvað mörg þeirra fengu afskrifaðar skuldir eða eru í dag rekin á nýrri kennitölu það er munaður sem að venjulegur maður getur ekki leyft sér heldur verður áfram að eiga við stökkbreyttar skuldir og haga afkomu sinni miðað við það.
Og að lokum
Hvað mörg af þessum fyrirtækjum settu starfmönnum sínum  þá afarkosti í hinni svokölluðu endurreisn að annað hvort lækkuðu þeir í launum eða yrði sagt upp og launalækkunin það mikil að hinar arfaslöku kauphækkanir undanfarið hafa ekki en náð að jafna það.

Það vekur síðan upp spurninguna afhverju ekkert skeður þegar laun lækka en verði hækkun jafnvel minni en lækkunin þá er strax komin verðbótaþáttur. Skrýtið.

Höfundur er ekki bifvélavirki bóndi eða bótaþegi og er því málið ekki skilt


mbl.is Ein umsókn eftir 3 auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband