Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Keilukast

Það virðist ef maður les það sem skrifað er um þessar umræður að fæstir Alþingismenn hafi haft fyrir því að lesa greinagerðir framleiðenda þar sem fjallað er um reglugerðarbreytingar og annað sem að þessum málum snúa. Heldur er farið í enn eina vinsældarkeppnina þar sem skautað er nett yfir völlinn. Auðvitað á ill meðferð ekki að þekkjast en hafi einhver brugðist í þessu máli er það matvælastofnun sem að þá hefði átt að loka ef ekki var farið eftir reglugerðum. En nenni maður að lesa það sem hefur verið skrifað um málið þá má skilja það að ekki sé langt síðan reglugerð var breytt og verið sé að vinna sig í átt til hennar.

Maður hlýtur að gera þá kröfu til fulltrúa á Alþingi að þeir lesi um allar hliðar mála og tali um þau yfirvegað og af þekkingu.


mbl.is „Birtum lista yfir skussana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar ?

Ég sem kökuæta tek þessi orð Helga Hjörvars á þann veg að hann hafi að einhverju leiti fordóma gagnvart okkur köku elskandi landsmönnum.
Stjórnarandstaðan heldur greinilega áfram þar sem frá var horfið í vor.


mbl.is „Er hann að éta köku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að líta í eigin barm

Fréttaflutningur undanfarið hlýtur að vekja athygli allra sem að reyna að afla sér upplýsinga frá fleiri hliðum en einni.

RÚV og aðrir miðlar þar á meðal MBL dæla í okkur upplýsingum um hvað Rússar eru vondir en við alt umvefjandi verndarenglar. Það er hin vestrænu ríki sem spyrða sig saman í ESB og Nato.

Staðreyndin er sú að við erum ekkert betri en aðrir, aðgerðir sem við styðjum hafa valdið stór hörmungum og í raun ættum við samkvæm sjálfum okkur að setja viðskiptabann á okkur sjálf.

Assad er vandamálið segja þeir sem leystu vandamálið í Líbíu með því að bylta Gaddafi en leystist eitthvað vandamál ástandið er verra á eftir og Sýrland er alveg sama sagan.

Guð forði veröldinni frá vandamálalausnum vesturlanda.

Rússar samkvæmt fréttum virðast bara sprengja hófsama uppreisnarmenn í loft upp þá virðist skoðað á sama máta að okkar menn einbeita sér að árásrum sem beinast að brúðkaupum, þorpshátíðum og nú síðast spítölum. 

Það er ekki hægt að styðja svona og við eigum að stíga það skref að yfirgefa Nato og fara að stunda sjálfstæða utanríkisstefnu.


mbl.is Hætta starfsemi í Kunduz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekking , vanþekking, áróður eða bara leti ?

Fréttir fjölmiðla undanfarna daga hafa pirrað mig.

Alin upp á árum kaldastríðsins mengaður af vestrænni réttsýni trúaður á sannleiksást okkar vestrænna, veldur því að það er þyngra en tárum tekur að sjá málflutning okkar í dag. Þar á ég við fréttir og skýringar á atburðum líðandi stundar. Hvorugt heldur ekki vatni og þolir ekki skoðun.

Dæmi.
Okkur er sagt að Rússar séu í herferð til að ráðast á góðu gæjana í Sýrlandi sem ekkert vilja annað en frið á jörð eins og keppendur í fegurðarsamkeppnum en láti á sama tíma vondu ISIS gæjana í friði.
Þetta er haft eftir Tyrkjum sem slátra Kúrdum af miklum móð undir vernd Nato, ekkert finnst vestrænum miðlum rangt við það.

Er í lagi að slátra sumum andstæðingum ISIS bara ekki þeim sem að ESB og Bandaríkin hafa vopnað og eru að hjálpa til valdatöku.
Síðan er vitnað í Joe Biden af öllum um að felldar hafi verið sveitir þjálfaðar af USA til að berjast. Var það ekki í fréttum síðustu viku að þær hefðu gefist upp fyrir ISIS og afhent þeim vopn sín og sumir gengið til liðs við þá.

Annað síðan í morgun.
Talibanar náðu borg í Afganistan sem var tekinn aftur í dag. í fréttum kom fram að strætin væru þakin líkum. Trúr málstaðnum fræddi þulurinn okkur á því að þetta væru allt lík Talibana og þetta endurtók hann ítrekað svo ljóst væri að við meðtækjum þann sannleika að vestrænir drepa bara vont fólk allt karlkyns komna á aldur. 

Það er nú gott að vita það að almennir borgarar falla ekki í valdabrölti okkar. Eða frekar vont að vita það að samviska okkar er ekki betri að við ljúgum og nýtum okkur fréttir og fréttaflutning sem Norður Kórea er gjarnan gagnrýnd fyrir .

Þess vegna spyr maður sig eru Íslenskir fjölmiðlar að blekkja okkur, stunda þeir áróðursstarfsemi eða nenna þeir ekki að skoða málin. það þarf ekki mikla speki til að sjá að alla vega eru þeir ekki að veita okkur upplýsingar byggðar á þekkingu og hlutleysi.


mbl.is Réðust á bandamenn Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband