Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Óskráð vinnuafl

Ég las yfir morgunkaffinu að 1 af hverjum 5 erlendum verkamönnum starfandi á Íslandi væri óskráður og talið væri að um 1800 óskráðir erlendir starfsmenn hefðu verið á landinu á síðasta ári. Einnig las ég að ef menn störfuðu lengur en þrjá mánuði á landinu bæri þeim að skrá sig. Sé um að ræða 1 af hverjum 5 er talan þó miklu hærri. Einnig mátti skilja að ef starfstími væri innan við 90 dagar þyrfti ekki kennitölu eða skráningu.
 Ég vildi gjarnan fá svar við eftirfarandi.
1. Er það tilfellið að hér sé hægt að vinna í 89 daga óskráður og fara síðan í helgarferð til Kaupmanahafnar og koma til baka á mánudegi og hefja nýja 89 daga vist. Og um leið stærstur hluti launa jafnvel borgaður undir borðið og undir töxtum. Það gæti skýrt margt í undirboðum sem að eru stunduð á markaði.
Áhugavert væri að einhver sem vit hefur á myndi uppfræða mig um þetta.


Baráttan um fjármagnstekjur

Hart er deilt um hvort sveitarfélögin eigi að fá hlutdeild í fjármagnstekjuskatti og sýnist sitt hverjum. Af umræðunni mætti  draga þá skoðun að við pöpullinn höfum fyllst svo mikilli lotningu fyrir þeim sem lært hafa að kaupa og selja pappír í gegnum tölvuskjá að ekkert megi við þá koma því að þá gufi  þeir upp eins og menningararfurinn. Það er sorglegt  að þjóðarsálin skuli vera orðin svo gegnsýrð af Mammons dýrkun að ekkert megi  hér viðhafa sem að gæti truflað rótarvöxt trúarinnar á Mammon. En hvað eru sveitarfélög að væla þau fá nýja íbúa sem að vega á móti fólksflóttanum stundum meira að segja íbúa sem að geta borgað lagningu háhraðatenginga að viðveru stöðum sínum og það beina leið og hvað með það þó að sumir þessara nýbúa sveitarfélagsins séu undir hungurmörkum (samkv framtölum) og borgi ekki neitt til samneyslunnar. Menn eiga að bjóða þá velkomna og senda skólabíla um holt og hæðir ryðja afleggjara  fjarlægja rusl og reka almenna þjónustu fyrir þá eins og hina moldríku síbúa sem fyrir voru, íbúa sem í sumum tilfellum hafa barist áfram árum saman langt undir meðalafkomu í landinu. Það hlýtur að vera þessu fólki mikið gleðiefni að geta stutt við fjármagnseigendur með því að mennta börn þeirra, veita þeim heilsugæslu, dagvistun og ryðja heimreiðarnar svo að þeir komist af bæ.
Heimur  versnandi fer og mikið hefði verið gott fyrir þessa blessuðu fjármagnseigendur að vera uppi fyrr á öldum þegar til var haldreipi fyrir fólk án afkomu. Það hefði þá getað sagt sig til sveitar. Þá voru jú þeir sem að ekki greiddu neitt til samfélagsins kallaðir sveitarómagar og boðnir upp á hreppsþingum.  Næst er boðin upp ......    Whistling´


Ólöglegt vinnuafl

Árni Pálson skrifar góða athugasemd við blogg mitt um hvernig skipulega virðist vera stundað hér að vera með ferðamenn í vinnu. Það er rétt hjá  Árna að gróði af undirboðum á markaði kemur fæstum nema verkaupa til góða. Er  því ekki ráð að fara að gera verkkaupa ábyrga fyrir því að þeir sem vinna fyrir þá séu með sín mál í lagi. Það kemur í ljós aftur og aftur ef að þarf að hafa afskipti af erlendu verkafólki að skráning þess er ekki í lagi. Til að auka þrýsting ætti að gera verkkaupa ábyrgan þannig að ef svona dæmi kemur upp er verk stöðvað þangað til úrbætur hafa verið gerðar verkkaupi sækir síðan sitt til þeirra sem að verkið vinna. Það ætti að minnka umsvif þessa vandamáls hér á landi. Gleymum ekki því að í mörgum tilfellum eru verkkaupar fyrirtæki sem að als ekki ættu að tengjast ólöglegu vinnuafli  hér á landi fyrirtæki sem eru  rekin af almannafé og í þjónustu við almenning og oftar en ekki stjórnað af mönnum sem að sitja við stjórnvöl landsins ábyrgð þeirra hlýtur að vera einhver. Ættu menn ekki að segja af sér ef að í ljós kemur að fyrirtæki sem að gegna stjórnarsetu í nýtir sér óskráð og þar með ólöglegt vinnuafl. Hverra er annars ábyrgðin.
Annað af sama meiði.
Er einhver ástæða til þess að þeir sem að þurfa á aðstoð að halda og svona er ástatt fyrir fái hana er alltaf hægt að vaða í sjóði okkar sem að borgum okkar til þjóðfélagsins. Samkvæmt fréttum hafa ekki verið borguð gjöld af sumum þessara manna á þessu ári eiga þeir að njóta Íslenska almannatryggingar kerfisins. Mitt álit er að það eigi að sækja kostnaðinn á fyrirtækin það gengur ekki að það sé hægt að kippa hlutum í liðin þegar kemst upp um strákin Tuma. Ef að ekkert hefði komist upp hefði þá eitthvað verið gert .  Sækjum því kostnaðinn á fyrirtækin sem stunda þetta og látum þau ekki riðlast á okkur á öllum sviðum.


Ferðamenn eða verkamenn hver er munurinn.

Hvað með það  þó ekki hafi allir í rútunni sem yfirgaf vegakerfið verið með pappíra sem vinnandi fólk á að vera með, þetta eru jú ferðamenn. Það hefur lengi tíðkast  erlendis að bjóða upp á ferðamennsku þar sem að fólk fær að vera bændur kúrekar eða einhver önnur starfstétt úr fortíðinni og fólki er boðið að kynnast að eigin raun hvernig líf fólks var. Auðvitað fetar framsækin þjóð í sömu spor og  síðustu ári hefur Íslensk ferðaþjónusta boðið ævintýraferðir  i gangna og stíflugerð, virkjana og röralagnaævintýri, málmsmíði og járnalagnir í Íslenskri vetrarveðráttu og ekki síst kynnisferðir á Íslenskri ferðaþjónustu þar sem ferðamennirnir fá að kynnast launakjörum í þeirri grein á eigin baki. Þetta er orðin mikill sproti í Íslensku atvinnulífi og er fullkomlega sjálfbær atvinnugrein og því umhverfisvæn.

Í alvöru þá skil ég ekki af hverju þetta þykir fréttnæmt það vita allir af þessu þetta viðgengst alstaðar verkalýðfélögum og atvinnurekendum er þetta velkunnugt og mér þykir ólíklegt annað en að velflestum stjórnmálamönnum sé það líka. Íslenskir iðnaðarmenn eru búnir að vera í baráttu við þessa ferðamennsku í nokkur ár eða hversvegna halda menn að hægt sé að bjóða allt að 50% af kostnaðarverði í verk. Við sem störfum í Íslenskum iðnaði eða því sem eftir er af honum höfum vitað þetta lengi en við vitum eins vel að þeim sem að gætu einhverju breytt er eiginlega fj..... sama. Það sem ræður jú er gróði dagsins í dag. Hvernig land og framtíð við viljum fyrir afkomendur okkar virðist ekki skipta máli allt er í lagi bara ef það hringlar í vösum útvaldra í dag.


Olíuhreinsunarstöð?

Þessi olíuhreinsistöð hefur aðeins verið að flakka um í hausnum á mér.  Við viljum hana ekki af því að hún mengar en við viljum nota olíu ber okkur  þá ekki líka skilda til að leggja okkar af mörkum til að hreinsa olíuna á sem hreinlegasta máta. Við viljum að olían sé hreinsuð annarstaðar en við viljum samt nota hana ergo við viljum semsagt hafa mengunina einhverstaðar  annarstaðar svo að ekki falli ryk á okkur sjálf. Hnötturinn er lokað vistkerfi svo að mengunin af þeirri olíu sem að er hreinsuð annarstaðar en notuð hér lendir að lokum hér og er þá ekki alveg eins gott að vinnan og virðisaukin sé hér? Síðast en ekki síst ef að það finnst olía útaf norðurlandi hvar ætlum við að hreinsa hana og vinna úr henni hráefni? Auðvitað myndum við gera það hér því ekki viljum við endalaust vera neðst í framleiðsluferlinu. Okkur er lífsnauðsyn að byggja upp úrvinnsluiðnað og það sem fyrst ef að við ætlum að tryggja áframhaldandi velsæld í landinu.  


Er umhverfisráherra á móti sjálfbærri þróun

Það sló mig að heyra Árna Finnsson segja í fréttum í kvöld að loksins væri komin umhverfisráðherra sem  styddi ekki sjálfbæra þróun. Hann fagnar því "að við höfum fengið nýjan umhverfisráðherra sem að tekur skýrt til orða og er ekki með neitt tal um að það þurfi að vera sjálfbær þróun úti um hvippinn og hvappinn sem geti nýtt Íslenska orku eða hvað sem er „ þetta er úr sjónvarpsfréttum kvöldsins sjá ruv.is.  Mér er spurn hvort að þetta sé skoðun formanns náttúruverndarsamtaka Íslands  á sjálfbærri  þróun og einnig hvort að hann talar þarna í nafni umhverfisráðherra.  Ef svo er þurfa þá þessar persónur ekki að íhuga stöðu sýna eða hvað snýst umhverfisvernd um annað en sjálfbæra þróun.  
Sendi Vestfirðingum góðar óskir um uppbyggingu iðnaðar á svæðinu þeim og landsmönnum öllum til hagsbóta þeir eiga sama rétt til lifibrauðs og við hin.


Gott að geta gengið að einhverju vísu

Var orðin hræddur um að þeir hefðu gleymt sér þessir öðlingar eða að ég væri ekki lengur á klakanum. En gott að finna að eitthvað breytist aldrei og hægt er að stóla á.


mbl.is Bensínverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á skriðdreka í skólann

Frétt í kvöld vakti undrun mína. Nú hafa foreldrar i Bretaveldi fundið út að lausnin til
að fá börn sín heil heim úr skóla sé að senda þau í skólann klædd í keflar sem hermenn á vígvelli.
Er þetta ekki röng skilaboð, ekki ætla ég að gera lítið úr ótta foreldra um börn sín en ef þróunin er sú að í stað þess að taka á vandamálinu sem er vopnaburður, er farið í skotheldan klæðnað til að sleppa lifandi úr frímínútum. Hvernig væri að ráðast að rót vandans og stöðva vopnaburð skólabarna. Annars endar þetta með því eins og fyrirsögnin segir að við verðum að senda börnin á skriðdrekum í skólann.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband