Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Aðrar leiðir færar.

Dæmigert svar frá ríkisapparati í verkfalli eða ekki verkfalli. Það er lágmarkskrafa að þá sé bent á þær leiðir. Undanþága fékkst vegna barnabóta þar hafa örugglega verið aðrar leiðir lika en kannski spilaði það inn í að félagsmenn sem að eru í verkfalli eiga líka von á barnabótum

En lágmarkskrafa hjá ríkisapparötum sem öðrum að rökstyðja svör sín


mbl.is Vill ekki þurfa að drepa dýrin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara Rússar

Það mætti benda á að eins og refsiaðgerðirnar kosta Rússa þá kosta þær Evrópu einnig eða hverjir hafa tapað á að innflutningur til Rússlands á matvælum hefur minkað um 40% það leiðir  til þess að Rússar verða sjálfum sér nógir á ekkert mjög löngum tíma um þessi matvæli og markaður tapast, sem verður mikið tjón fyrir þau lönd í Evrópu sem missa þennan markað.

Refsiaðgerðirnar eru síðan sér kafli og að mínu mati mest þjónkun við Bandaríkjamenn. Eða á ekki að refsa þeim líka sem gerðu atlögu að stjórnarfari í Líbýu og kláruðu ekki dæmið og afleiðingarnar eru hörmungar af áður óþekktri stærðargráðu, eins og sést nú í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum.

Hverjum á að refsa fyrir það ?? Rússum og voru það Rússar sem að komu af stað þeirri atburðarrás sem nú er í gangi í Jemen og Sýrlandi ?

Miðað við þetta held ég að við ættum að íhuga fylgispekt okkar við allt sem að vestrænir vinir okkar segja og gera og reyna að hugsa aðeins sjálfstætt.


mbl.is Milljarðar dollara vegna Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússagrýlan

Rúv heldur áfram að sýna okkur mannvonsku Rússa í tengslum við Úkraínu deiluna nú síðast með umfjöllun um aðbúnað geðfatlaðra í Hvíta Rússlandi.
Ráðamenn á vesturlöndum halda síðan áfram að kynda undir Rússaótta.
Mér sýnist að Rússar hafi ekkert gert í að nálgast okkur en vesturlönd hafa aftur á móti skipulega þrengt að þeim.

Ég bíð eftir umfjöllun um aðstöðu geðfatlaðra í Bandaríkjunum. Ég bíð líka spenntur eftir vestrænni naflaskoðun um árangur aðgerða sem að við vesturlönd stóðum fyrir til að auka og bæta lýðræði og líðan íbúa í, Líbýu, Sýrlandi, Jemen til dæmis.
Hver var árangurinn ?

Í fljótu bragði en án mikillar greiningar sýnist mér að vesturlönd séu í raun stærri gerandi í vondum heimsálum þessar stundir en Rússar.

Er Ísland síðan komið með varnarmálaráðherra ?

 


mbl.is Norðurlönd verjast Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á milli USA og Canada.

Sýnist að við séum á milli Bandaríkjanna og Kanada. Það er ekki slæm staða hjá þjóð sem varð fyrir bankahruni fyrir ekki margt löngu.

 


mbl.is Ísland stendur hinum norrænu þjóðunum langt að baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestingasjóður.

Það skildi þó ekki vera að áhugi Guardian á loftslagi og breytingum sé að hluta til sprottinn af þeirri staðreynd að Fjárfestingarsjóður eigenda þess hefur hætt að fjárfesta í kolefnisafurðum og snúið sér að öðru. Hvað er þá betra til að hækka hlutina en að nýta miðilinn til þess.

 


mbl.is Jöklar Kanada að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband