Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Að vinna vinnuna sína

Það gleður mitt litla hjarta að vita að fólk vinnur vinnuna sína. Sá í fréttum að Vinnumálastofnun samkeyrði lista og fann út hverjir hafa svindlað á fæðingarorlofi. Svona á að gera þetta. Furða mig samt á því að sama stofnun hefur ekki áttað sig á því að það er hægt að samkeyra lista um þá sem að koma til landsins og þá sem að hafa atvinnuleyfi ætlaða dvalarstaði og þannig. Hvers vegna  er það ekki gert  mega sumir brjóta lögin en aðrir ekki. Mín persónulega þolinmæði gagnvart þeim sem að vinna hér ólöglega og undir töxtum og einnig gagnvart þeim sem að ráða það til vinnu er komin að endimörkum. Einnig sú þolinmæði sem snýr að þeim sem að eiga að fylgja eftir að þeim lögum sé fylgt.  Koma nú Gissur og félagar láta eitt yfir alla ganga það þýðir lítið að sekta fyrirtæki um 50 000 á dag þegar að gróðinn af starfseminni er margfaldur. Gera eitthvað   NÚNA! Ekki seinna, bráðum, kannski eða bara als ekki

Þjóðtungan

Undanfarin kvöld hefur Kastljósið fjallað um meinta hegðun landsmanna að ganga út af stöðum þar sem afgreiðsla fer fram á erlendu máli. Að hluta til finnst mér þetta stormur í vatnsglasi en þó væri starfsmönnum útvarps og sjónvarps kannski í lófa lagið að setja upp Íslensku kennslu fyrir útlendinga.

En í lögum um Ríkisútvarpið  2 kafla stendur eftirfarandi um hlutverk og skyldur þess.

Hlutverk Ríkisútvarpsins  er rekstur hvers konar útvarpsþjónustu í almannaþágu, svo sem hljóðvarps og sjónvarps, eftir því sem nánar er ákveðið í þessum lögum.
Útvarpsþjónusta í almannaþágu felur í sér eftirfarandi:
1.
Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.

Ég hvet Ríkisútvarpið til að sinna skyldu sinni og hefja Íslenskukennslu fyrir útlendinga og sinna þannig hlutverki sínu. Sennilega væri hægt að nýta mun betur þá fjármuni sem lagðir eru í málaflokkinn á þann máta


Uppsagnir

Sendi þeim 100 manns sem sagt var upp störfum í dag samúðar kveðjur með von um að þau fái vinnu aftur sem fyrst.  Það er ekki hægt annað en að velta fyrir sér hvort að hluti vandans sem að kemur til með að skella á byggðum landsins næstu mánuði og við erum aðeins að verða vör við núna, sé ekki að hluta til óhemju miklir flutningar á fjarmagni úr sjávarútveg í steinsteypu, hlutabréf, porce jeppa og fleiri lífsnauðsynjar? Þannig að ekkert er orðið eftir til að mæta áföllum. En fólki er jú frjálst að fara með eignir sínar eins og því finnst best jafnvel þó að um talda sameign þjóðarinnar sé að ræða.


Hver niðurlægir hvern

Frétta blaðið slær því upp á forsiðu i dag  að dæmi séu um að Íslendingar gangi út úr verslunum komi í ljós að afgreiðslufólk tali ekki Íslensku. Rætt er við erlenda starfstúlku sem að segir að í tvígang hafi fólk gengið út þegar kom í ljós að hún mælti ekki á Íslensku, rætt er við  framkvæmdastjóra Alþjóðahúss og mann frá Verslunarmannafélaginu. Að mínu mati er á öllum stigum greinarinnar gefið í skyn að hér sé um útlendingahatur að ræða af hendi okkar Íslendinga.  Greina skrif af þessari tegund eru hættuleg og ég set spurningamerki við tilganginn ef einhver er. Það kemur hvergi fram hvort að ástæðan fyrir því að fólk labbar burtu sé sú að það sé ekki mælandi á neina tungu nema Íslensku. Það kemur ekki fram hvort að starfsmaður hafi verið mælandi eða ekki  á enska tungu eina sem kemur fram er meint atferli Íslendinga að niðurlægja erlent starfsfólk sem talar ekki Íslensku.  Mig langar til að biðja blaðamanninn og framkvæmdastjóra alþjóðahús og þá erlendu starfsmenn sem að telja það merki um lítilsvirðingu þegar að fólk yfirgefur verslun vegna þess að afgreiðslufólk talar ekki íslensku að gera sér grein fyrir því að ekki allir Íslendingar tala annað tungumál töluverður fjöldi er eingöngu mælandi á Íslenska tungu. Þetta  fólk hefur unnið hörðum höndum að því að gera landið að því sem það er í dag en er nú álitið einhverjir hatursmenn erlends vinnuafls þegar það í raun er kannski eingöngu að hylja  þá  staðreynd að eina malið sem að það kann er móðurmálið engin býður þessu fólki ensku kennslu í vinnutímanum. Og svona að lokum reynið þið að segja á þýsku  eftirfarandi. Ég ætla að fá fjölkorna birkirúnstykki með kofareyktu hangiketi  skinku og osti. Er nokkur furða að mállaus Íslendingur rölti bara þegjandi út.


Hver á að aðlagastt hverjum?

Ráðstefna ungs fólks var haldinn í dag þar sem ungmenni frá ýmsum heimshornum, sem búsett eru á Íslandi, héldu málþing um upplifun sína af íslensku samfélagi, framtíðarsýn sína og annað. Mér finnst athylgisvert að öll umræða sem að ég hef heyrt frá þessu þingi sem og öðrum samkomum þessarar tegundar snýst um hvernig aðlaga megi Íslendinga að aðfluttum minna finnst mér rætt um hvað aðfluttir  geta gert til að aðlagast okkur. Þetta er gegnumgangandi í umræðu dagsins í dag það á endalaust að gefa afslátt af þeim skyldum sem fylgja því að vilja vera partur af þessari þjóð skyldum sem ég get ekki séð að séu óréttlátar né íþyngjandi. Ég hef ekki orðið var við það erlendis að íbúar þar legðu sig i líma um að aðlagast mér heldur hef ég einfaldlega orðið að semja mig að þeirra máli og reglum og gert það með glöðu geði og sé ekki annað en að sama eigi að gilda hér. Ég óska hinu unga fólki velfarnaðar hér og að það megi öðlast hér gott líf.


Ferðamenn

Gott að allir sluppu omeiddir. Er bara að pæla í þvi hvort þetta hafi verið raunverulegir ferðamenn eða ferðamenn verktaka sem vinna við framkvæmdir þarna um kring
mbl.is Fólksflutningabíll valt á Þúsundvatnaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta rétt

Ég skora á blaðamann að finna út hvað mikill hluti af þessum samningum er í nafni einstaklinga og hvað mikill hluti eru bankar og fjarfestingarfélög í eignafærslu. Miðað við þann raunveruleika sem að almúginn sem ekki getur selt núna í augnablikinu býr við þá er ekki 108 % aukning í ibúðasölu. Hér er verið að tala upp verð að mínu mati

 


mbl.is Kaupsamningum í ágúst fjölgaði um 108% milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti hvað ?

Á bls 14 í Fréttblaðinu er viðtal við framkvæmdastjóra (stýru) Jafnréttisstofu.  Þar sem að hún segir að umræðan sé komin í öngstræti þegar að talað sé um að réttur karla sé borin fyrir borð meðal annars í forræðismálum. Einnig segir hin ágæta stýra. „Vissulega geta karlmenn staðið höllum fæti rétt eins og konur en þegar maður horfir á félagslega stöðu karla annarsvegar og hinsvegar félagslega stöðu kvenna sjá allir að karlmenn ráða lögum og lofum. Sjáið ríkisstjórnina Hæstarétt, fjármálakerfið, Íslensku útrásina og aðra staði þar sem völdin eru“   Ætli ég sé einn um að finnast að viðkomandi stýra sé búin að móta sér skoðun á jafnrétti sem að snýst um að taka meira fyrir suma en sjá til þess að aðrir séu þar sem þeir voru. Einnig finnst mér að jafnréttisumræða sem að snýst einungis um jafnrétti til valda og auðs ekkert í ætt við jafnrétti hver sem vill og hefur geð í sér getur tekið þátt í gróða og valda bröltinu óháð þeim tólum til fjölgunar mannkyns sem viðkomandi er búin.

Sem fyrrverandi forræðislaus faðir finnst mé allavega ekki mikinn hljómgrunn að jafnrétti fyrir alla í þessu viðtali en jafnrétti er einmitt að allir séu jafnir en ekki eins og fleyg orð segja “ allir eru jafnir en sumir eru aðeins jafnari en aðrir“  Ég er fylgjandi jafnrétti þar sem allir eru jafnir. En ég hlýt að harma það að en þann dag í dag skuli menn sem eru fráskildir forræðislausir feður ekki hafa tryggð þau lágmarksmannréttindi sem að tryggja þeim samvistir við börn sín. Það hefði að mínu mati mátt styrkja þau réttindi um leið og réttindi samkynhneigðra til ættleiðinga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband