Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Sitt sýnist hverjum hvað er skynsamlegt

Það verður ekkert leyst lengur án þjóðaratkvæðagreiðslu að mínu mati. Undanfarið hefur opinberast ótrúleg afstaða hjá stjórnmálamönnum gagnvart þjóðinni hvar í flokki þar sem að þeir eru. Það var athyglisvert hvernig jafnvel Pétur Blöndal fylgismaður atkvæðagreiðslu hálfbakkaði í þeirri afstöðu ásamt mörgum fleirum. Það hefur opinberast að það mætti halda að leiðtogar okkar teldu sig vera í vinnu fyrir einhverja allt aðra en þjóðina og að þjóðin sé afgangsstærð í þessu öllu saman.

Þetta vekur upp spurningu sem verður áleitnari með hverjum deginum það er fyrir hverja eru stjórnvöld að vinna ég tel að það megi efast um það á stundum að það sé fyrir þjóðina.

Ég ætla rétt að vona að við getum núna staðið í lappirnar og gengið til góðs götuna fram eftir veg og haldið reisn okkar. Það er nefnilega tilfellið að eftir að forsetin synjaði lögunum hef ég ekki heyrt frá erlendum aðilum sem ég hef all nokkur samskipti við þau stríðnis og kerknis orð sem að ég heyrði áður heldur aukna virðingu fyrir landi og þjóð og réttmæti  málstaðar okkar.

Það er nefnilega þannig hvað sem stjórnmála og fjármála elíta reyna að telja okkur trú um að virðing er ekki keypt með peningum og siðferði er í flestum tilfellum svo mikil andstæða fjarmagns að mætti líkja við gufu og ís.

Kæru stjórnvöld  við viljum fá að greiða atkvæði um frumvarpið samkvæmt stjórnarskrá við viljum enga nauðasamninga sem gera börnin okkar að þrælum við viljum ekki ganga í ESB við erum stór hluti þjóðarinnar jafnvel meirihlutin hennar og látum ekki troða á okkur.

Ef þið skiljið það ekki eruð þið þá ekki til í að segja af ykkur.


mbl.is Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki til mála.

Ég vil bara ítreka skoðun mína á að það á ekki að semja um eitthvað sem að okkur ber ekki skilda til að gera svo að einhverjir stjórnmálamenn geti haldið andlitinu.

Fari svo að við verðum svipt réttinum til að sýna hug okkar í þjóðaratkvæðisgreiðslu þá hefur verið slitið frið milli stórs hluta þjóðarinnar og ráðamanna.

Enga kúgunarsamninga ekkert Icesave og ekkert ESB


mbl.is Segja um góðan fund að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við Íslendingar algjörar lyddur

Orð Reinfeldt eru að mínu mati ekkert annað en kúgun og það verður augljósara með hverjum deginum að hér er háð stríð ekki með vopnum heldur hefur Ísland verið sett í herkví þar sem að þeir sem taldir voru vinir fara í farabroddi kúgarana.
Það er ekkert öðruvísi að setja óvígan her á landamæri ríkja og ógna þeim með vopnum eða að ógna þeim með þeim hætti sem að Norðurlönd gera núna aðferðirnar eru misjafnar en sprottnar af sama eðli og því skítlegu.

Reinfeldt hefur rætt beint við forsætisráðherra Íslands og sagt henni að norðurlönd samstilli sig í að kúga Íslendinga til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sem að Norðurlönd skilgreina þó ekki nánar. Á Íslensku er þetta kallað kúgun og í þessu tilfelli fer hún fram fyrir opnum tjöldum og blygðunarlaust og það versta er að ráðamenn okkar virðast fara fremstir í að riðlast á þjóðinni.

Reinfeldt segir
"við viljum að Ísland standi við þessar alþjóðlegu... skuldbindingar og þá munum við fylgja á eftir með okkar skuldbindingar."

En spyr ég hvaða alþjóðlegu skuldbindingar er um að ræða og gott er að vita að nágrannar vorir líta á hjálp sína til okkar sem skuldbindingu en ekki ljúfa skyldu sínir  þeirra rétta eðli.

"Spurður að því hvenær norrænu ríkin muni greiða Íslendingum næstu greiðslu af 1,8 milljarða evra láninu sagði Reinfeldt: Það mun fylgja á eftir ákvörðun AGS um greiðslu"
Getur fjárkúgun birst á skýrari hátt og þá hefur ákvörðun Norðurlandana ekkert að gera með hvort að við stöndum við okkar heldur hvort ASG stendur við sitt. Löðurmenni benda oft hver á annan.

Ég sem þegn í þessu þjóðfélagi geri þá kröfu að ráðamenn svari þessum hótunum nú þegar á viðeigandi hátt með sliti stjórnmálasambands við viðkomandi ríki eða öðrum viðeigandi aðgerðum. Ef ráðamenn hafa ekki þá getu eða hugsjón gagnvart þjóðinni þá segi þeir tafarlaust af sér og rými fyrir fólki sem að virðir land sitt og þegna þess og finnist engir með getu til þess eða vilja verður þjóðin að taka málin í sínar hendur.

Það er ekki hægt að búa við stöðugar hótanir og kúgun svokallaðra vinaþjóða lengur fólk hjálpar meðbræðrum sínum fúslega en ekki með hangandi hendi nýtandi hjálpina til efnahagslegra hryðjuverka.
En að mínu mati nálgast framkoma þjóðanna í kringum okkur það sem mætti kalla efnahagslegt hryðjuverk.

Kannski er hreinlega komin tími á stofnun Íslensks Lýðveldishers.
Svo má brýna deigt járn að bíti sagði einhver

 


mbl.is Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætti nota í annað.

Það væri hægt að útbúa nokkra pakka í mæðrastyrksnefnd eða kosta nokkurar fæðingar á Norðurlandi fyrir þennan pening að mínu mati.
mbl.is Óskýrar reglur um laun stórmeistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með það.

Held þeir megi eiga þessi lán sín ég hef ekki tíma til að rökstyðja mál mitt nú en  er orðin þeirrar skoðunar að við eigum að taka slaginn núna en ekki láta hann lenda á afkomendum okkar.

Fari AGS í fúlan Pitt ásamt og ef ríkisstjórnin vogar sér að svíkja okkur þegna þessa lands um þann rétt okkar að greiða atkvæði um frumvarpið þá fylgi hún AGS í þennan fúla Pitt.

Allur vilji  minn til að gefa eitthvað eftir eða sína samningavilja er horfin Við gamla nýlendu kúgara segi ég bara nú er komið nóg komið þið ef þið þorið.


mbl.is Líklegt að AGS-lán frestist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður þessi

Þetta hlýtur að vera sagt sem svokallaður jokur er það ekki ??? 

W00tW00tHappyGrin  W00tW00tHappyGrin    W00tW00tHappyGrin    W00tW00tHappyGrin   W00tW00tHappyGrin

 Eru þetta virkilega þeir sem að ráða Seðlabönkunum

Engin furða að allt sé að fara til fjandans hér á jörðu ef þetta er jarðtengin þeirra sem ráða
þessum málum.


mbl.is Efnahagslíf heims að ná sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er sko ekki týndur

Ég tel mig ekki vera týndan og ekki heldur vera týndan sauð eða son og ég hef ekki séð Bjarfreðarson þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að tala um W00t.

Ég veit þó vel á hvaða stað ég vil vera sá staður heitir Ísland og ég gef ekkert fyrir það þó að hin svokallaði umheimur hafi snúið baki við mér 
Það er ekki rétt umheimurnn hefur ekki gert það erlent fólk af mínu sauðahúsi hefur ekkert snúið baki við mér.
Það að leik og klúbbfélagar Össurar þeir Darling og Brown vilji ekki leika við hann nema að hann færi þeim fjölskyldusilfrið er hans vandamál en ekki mitt.

Hvers vegna er ég ekki týndur jú ég tel það vera vegna þess að ég er sonur faðir afi og þegn í þjóðfélagi og hef alla tíð tekið á mig þær skyldur sem því fylgja. Það hefur veitt mér nauðsynlega jarðtengingu í þessu máli að mínu mati. Jarðtengingin er fólgin í því að líta til síðasta afkomanda míns sem að enn gerir ekki greinarmun á því þegar henni er gefin peningur hvort um er að ræða 50 kr eða 100 í hennar augum er gjöfin jafn mikils virði gjöfin er hið sanna vermæti í hennar augum ekki verðgildið.

Að fara fram á það við mig að ég samþykki að leggja fjárhagslegar byrðar upp á 2,200,000,- kr á þennan afkomanda minn til framtíðar samkvæmt greinAnn Pettifor og Jeremy Smith hjá Advocacy International sem ég sá í fjölmiðlum. Það er ekki einu sinni víst að það sé endanleg upphæð.


Bara að fara fram á það er svo mikil ósvinna að ég þarf ekki einu sinni að hugsa mig um áður en ég segi nei við Icesave.


mbl.is „Við erum líka týnd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er miðlægur miðaldra karlmaður (svona central)

Silfrið byrjaði vel í dag kannski getur maður farið að horfa á það aftur málstað Íslands og gagnaðila var haldið vel á lofti á yfirvegaðan hátt. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum með seinni partinn ef Egill vill stuðla að sameiningu þjóðarinnar þá var seinni hluti Silfursins ekki til þess fallin en í takt við það sem áður hefur komið fram þar.

Það að halda því fram að netið sé samfélag miðaldra karlmanna sem séu að taka lýðræðið yfir er þeim fræðingi sem því heldur fram ekki til framdráttar og því sýður að landsbyggðin sé illa menntuð mín reynsla af kynnum mínum af landsbyggða fólki er að það sé upp til hópa betur menntað á mörgum sviðum lífsins heldur en borgarbúar og fullfært um að feta stígu netsins.


Sé það síðan vandmál að svarta skýrslan komi fram á sama tíma og þjóðaratkvæðagreiðslan þá er einfalt að fresta útgáfunni um 30 daga henni hefur verið frestað áður.

Síðan endar Silfrið á viðtali við gamlan frambjóðanda úr þeim röðum sem ég hef talið Egil meira þóknanlegar en aðrar. Svo hafi verið ljós í upphafi þáttarins þá slokknaði það síðustu mínúturnar að mínu mati. 

Ég hvet menn til að hlusta á næst síðustu ummælendur hans og reyna að finna út hver var skoðun þeirra á lýðræði í landinu og andlegri getu þjóðarinnar til að stunda það. Og hvað var átt við með að deila og drottna var átt við stjórnvöld eða stjórnarandstöðu eða hinn miðlæga hóp miðaldra karlmanna sem að stjórnar netinu að mati annars fræðingsins. Og að konur kunni ekki á netið comon!!!  W00t

 

 


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netið hin nýji frjálsi fjölmiðill.

Ef ég man rétt þá var á árum kaldastríðsins til útvarpsstöð sem hét Frjáls Evrópa og útvarpaði til austantjalds landanna. Það er greinilegt ef maður hlustar einungis á stærstu fölmiðla hérlendis að lítið hefur breyst í hinni venjulegu fjölmiðlun frá þeim árum hún er lituð af hagmunum valdhafa og ráðandi afla. Moggin má þó eiga það að ég finn í meira magni en annarstaðar fréttir af báðum hliðum þar

Internetið hefur hinsvegar tekið að sér hlutverk það sem stöðvar eins og frjáls Evrópa höfðu það er að veita aðgang að öllum hliðum málsins og því ekki furða að valhafar víða um heim vilji setja hömlur á það eins og valdhafar Sovétríkjanna settu hömlur á frjálsa fjölmiðlun.

Lifi internetið.


mbl.is Telur ósanngjarnt að láta almenning greiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem Íslendingar marka slóðina.

En um Icesave og nú vegna þess að hver af öðrum tala menn bljúgum rómi um samninga ég vill ekkert semja ég tel að það sé ekki um neitt að semja ég segi einfaldlega eins og Winston gamli við berjumst á ströndinni hólunum hæðunum lautunum og hverri einustu þúfu og þegar sigur vinnst heimtum við skilyrðislausa uppgjöf óvinarins.

Frá mínum bæjardyrum er málið dagljóst það er ekkert um að semja við látum ekki kúga okkur við látum ekki múta okkur við gerumst ekki erlendir þrælar og við líðum ekki stjórnmálamönnum okkar að leigja okkur erlendu valdi eins og tíðkast hjá fátækum foreldrum sumstaðar að selja börn sín verksmiðjueigendum til að vinna af sér skuldir foreldrana.

Það er dapurlegt að heyra að flest allir stjórnmálamenn Íslands eru að draga í land og vilja semja. Hvað um réttlæti réttlæti fyrir dóttur dóttur mína er ekki fólgið í lengri afborgun og lengri skuldaklafa hennar.
Eina réttlætið er fólgið í því að hún þurfi ekki að greiða skuldir Íslenskra óreiðumanna og einkabanka og fyrir því réttlæti mun ég berjast af fullum þunga henni til handa.

Ég biðst forláts en því miður hefur reynsla mín á hálfrar aldar ævi kennt mér að taka aldrei mark á pólitíkusum og satt best að segja hafa þeir sjaldnast brugðist þeirri áunnu skoðun minni.
Þegar því kemur annað hljóð í strokk þeirra þá bregst undirmeðvitund mín við með sama hætti og gagnvart uppsveiflunni það sem er of gott til að vera satt er ekki satt og betur að fleiri hefðu hugsað þannig.

Því skora ég á alla þá sem studdu In defence að ganga alla leið og krefjast þess að við höfnum öllum nauðasamningum sem setja klafa á axlir barna okkar og barnabarna eða hvernig haldið þið að menntakerfi það sem að við bjóðum börnum þeim sem fæðast á þessu ári líti út.
Það ár sem að þau hefja skólagöngu sem er jú árið áður en greiðsla Icesave hefst. Nei ég neita að taka þátt í að eyðileggja framtíð þeirra.

Ég held að það sé annað og miklu dýpra í þessu öllu og valdi fyrirsögnina í samræmi við það en ég fór að velta þessu fyrir mér eftir að hafa lesið mig gegnum flest öll blogg varðandi fréttir um Icesave í erlendum blöð Þar rakst ég á eftirfarandi

Dirk Bruere wrote:
"The 200 mile economic zone that Iceland claimed in the Cod War has since become a
standard legal feature of other nations with coastlines.
Where Iceland leads, others follow.
Perhaps that's the real danger?"
Feitletranir og undirstrikanir mínar.

Það skildi þó ekki vera að neitum þjóðarinnar á því að skrifa undir þrælasamninga hafi vakið svipaðan ugg í hjörtum valda elítu Evrópu eins og Rússakeisari og Frakka konungur fundu fyrir á síðustu valdadögum sínum þegar þeir höfðu gengið gjörsamlega fram af alþýðunni. 

Það skildi þó ekki vera það að sannleikurinn í orðunum
Þar sem Ísland setur fordæmi fylgja aðrir því fordæmi innan tíðar.
Það skildi þó ekki vera að ótti við þann sannleik sé það sem veldur þeim ógnar þrýstingi á að samningar verði ekki felldir
Þrýstingi sem frá mörgum ríkjum er það alvarlegur að alvöru stjórnmálamenn myndu mótmæla harðlega og jafnvel fara í stríð.
En Íslandi til ógæfu þá ríkja hér heybrækur nú um stundir að mínu mati ég vona alla vega að hugleysi og vantrú á þjóðinni sé ástæðan fyrir undirgefninni en ekki aðrar ástæður eins og pólitískir hagsmunir og framavonir á erlendri grundu.

Lilja er einn af þeim stjórnmálamönnum sem að mér fundist vera heiðarlegir og einlægir en hefur þó sett niður hjá mér upp á síðkastið orðin hafa verið meiri en efndirnar finnst mér.
Til hennar og Ögmundar vil ég beina því að ég er ekki sammála þeim um að hér séu á ferðinni einhverjir lánadrottnar og skuldbindingar til að semja við og um fyrr en einhver getur útskýrt fyrir mér að svo sé þannig að það sé hafið yfir allan vafa í huga mínum.

Að hefja það yfir allan vafa fyrir mér verður ekki nokkur möguleiki  meðan aðalgerendur málsins leika lausum hala og mistök þeirra á að innheimta hjá ófæddum Íslendingum. Séu þeir saklausir og beri engan skaða skulu afkomendur mínir ekki gera það heldur.

Eflaust finnst einhverjum þetta óraunsætt og harðort hjá mér en ég er búinn að reyna að finna eina ástæðu bara eina fyrir því að  að borga Icesave og ég finn því miður ekki nokkurra ástæðu til þess.

Þess vegna segi ég nei við Icesave og nei við öllum þrælasamningum varðandi það
Treysti leiðtogar mínir sér síðan ekki til að vinna að hagmunum þjóðar ykkar þá vinsamlega segið af ykkur hvar í flokki sem þið eruð og við kjósum okkur nýja.

Ég vil síðan benda á að við eigum þjáningarbræður og systur út um allan heim fólk sem á að taka á sig byrðar fjárglæfra manna. Látum nú ljósið skína frá Íslandi Það skildi þó ekki vera þetta sem að Nostradamus átti við þegar hann spáði því að eyjan í norðri þar sem sól aldrei sest myndi leiða heimin inn í  nýja tíma.

 


mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband