Þar sem Íslendingar marka slóðina.

En um Icesave og nú vegna þess að hver af öðrum tala menn bljúgum rómi um samninga ég vill ekkert semja ég tel að það sé ekki um neitt að semja ég segi einfaldlega eins og Winston gamli við berjumst á ströndinni hólunum hæðunum lautunum og hverri einustu þúfu og þegar sigur vinnst heimtum við skilyrðislausa uppgjöf óvinarins.

Frá mínum bæjardyrum er málið dagljóst það er ekkert um að semja við látum ekki kúga okkur við látum ekki múta okkur við gerumst ekki erlendir þrælar og við líðum ekki stjórnmálamönnum okkar að leigja okkur erlendu valdi eins og tíðkast hjá fátækum foreldrum sumstaðar að selja börn sín verksmiðjueigendum til að vinna af sér skuldir foreldrana.

Það er dapurlegt að heyra að flest allir stjórnmálamenn Íslands eru að draga í land og vilja semja. Hvað um réttlæti réttlæti fyrir dóttur dóttur mína er ekki fólgið í lengri afborgun og lengri skuldaklafa hennar.
Eina réttlætið er fólgið í því að hún þurfi ekki að greiða skuldir Íslenskra óreiðumanna og einkabanka og fyrir því réttlæti mun ég berjast af fullum þunga henni til handa.

Ég biðst forláts en því miður hefur reynsla mín á hálfrar aldar ævi kennt mér að taka aldrei mark á pólitíkusum og satt best að segja hafa þeir sjaldnast brugðist þeirri áunnu skoðun minni.
Þegar því kemur annað hljóð í strokk þeirra þá bregst undirmeðvitund mín við með sama hætti og gagnvart uppsveiflunni það sem er of gott til að vera satt er ekki satt og betur að fleiri hefðu hugsað þannig.

Því skora ég á alla þá sem studdu In defence að ganga alla leið og krefjast þess að við höfnum öllum nauðasamningum sem setja klafa á axlir barna okkar og barnabarna eða hvernig haldið þið að menntakerfi það sem að við bjóðum börnum þeim sem fæðast á þessu ári líti út.
Það ár sem að þau hefja skólagöngu sem er jú árið áður en greiðsla Icesave hefst. Nei ég neita að taka þátt í að eyðileggja framtíð þeirra.

Ég held að það sé annað og miklu dýpra í þessu öllu og valdi fyrirsögnina í samræmi við það en ég fór að velta þessu fyrir mér eftir að hafa lesið mig gegnum flest öll blogg varðandi fréttir um Icesave í erlendum blöð Þar rakst ég á eftirfarandi

Dirk Bruere wrote:
"The 200 mile economic zone that Iceland claimed in the Cod War has since become a
standard legal feature of other nations with coastlines.
Where Iceland leads, others follow.
Perhaps that's the real danger?"
Feitletranir og undirstrikanir mínar.

Það skildi þó ekki vera að neitum þjóðarinnar á því að skrifa undir þrælasamninga hafi vakið svipaðan ugg í hjörtum valda elítu Evrópu eins og Rússakeisari og Frakka konungur fundu fyrir á síðustu valdadögum sínum þegar þeir höfðu gengið gjörsamlega fram af alþýðunni. 

Það skildi þó ekki vera það að sannleikurinn í orðunum
Þar sem Ísland setur fordæmi fylgja aðrir því fordæmi innan tíðar.
Það skildi þó ekki vera að ótti við þann sannleik sé það sem veldur þeim ógnar þrýstingi á að samningar verði ekki felldir
Þrýstingi sem frá mörgum ríkjum er það alvarlegur að alvöru stjórnmálamenn myndu mótmæla harðlega og jafnvel fara í stríð.
En Íslandi til ógæfu þá ríkja hér heybrækur nú um stundir að mínu mati ég vona alla vega að hugleysi og vantrú á þjóðinni sé ástæðan fyrir undirgefninni en ekki aðrar ástæður eins og pólitískir hagsmunir og framavonir á erlendri grundu.

Lilja er einn af þeim stjórnmálamönnum sem að mér fundist vera heiðarlegir og einlægir en hefur þó sett niður hjá mér upp á síðkastið orðin hafa verið meiri en efndirnar finnst mér.
Til hennar og Ögmundar vil ég beina því að ég er ekki sammála þeim um að hér séu á ferðinni einhverjir lánadrottnar og skuldbindingar til að semja við og um fyrr en einhver getur útskýrt fyrir mér að svo sé þannig að það sé hafið yfir allan vafa í huga mínum.

Að hefja það yfir allan vafa fyrir mér verður ekki nokkur möguleiki  meðan aðalgerendur málsins leika lausum hala og mistök þeirra á að innheimta hjá ófæddum Íslendingum. Séu þeir saklausir og beri engan skaða skulu afkomendur mínir ekki gera það heldur.

Eflaust finnst einhverjum þetta óraunsætt og harðort hjá mér en ég er búinn að reyna að finna eina ástæðu bara eina fyrir því að  að borga Icesave og ég finn því miður ekki nokkurra ástæðu til þess.

Þess vegna segi ég nei við Icesave og nei við öllum þrælasamningum varðandi það
Treysti leiðtogar mínir sér síðan ekki til að vinna að hagmunum þjóðar ykkar þá vinsamlega segið af ykkur hvar í flokki sem þið eruð og við kjósum okkur nýja.

Ég vil síðan benda á að við eigum þjáningarbræður og systur út um allan heim fólk sem á að taka á sig byrðar fjárglæfra manna. Látum nú ljósið skína frá Íslandi Það skildi þó ekki vera þetta sem að Nostradamus átti við þegar hann spáði því að eyjan í norðri þar sem sól aldrei sest myndi leiða heimin inn í  nýja tíma.

 


mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hjartanlega sammála,ég neita að taka þátt í að eyðileggja framtíð afkomenda minna og annara  barna þessa lands.´Það sem ég á eftir skal helgað þeirri baráttu.

Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2010 kl. 23:26

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk fyrir Helga í mínum huga snýst baráttan um það að leggja ekki byrðarnar á einstaklinga sem voru ekki einu sinni fæddir þegar atburðir þessir voru.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.1.2010 kl. 23:33

3 identicon

Komið sæl og blessuð, mikið "svakalega" er ég innilega sammála ykkur öllum hvað varðar að með samþykki greiðslu á Ices(l)ave skuldarinni einsog hún lítur út núna erum við að skuldsetja börnin okkar, barnabörn, barnabarnabörn ........ osfv.  Það má bara ekki gerast og það er á okkar ábyrgð að koma í veg fyrir það, þeas okkar sem höfum kosningarétt núna.  Algjörlega burtséð í hvaða flokki við erum, málið snýst ekki um það.  Mér rann kalt vatn mlli skinns og hörunds við eftirfarandi samtal:

Dóttir mín sem er 15 ára í 10. bekk, varð bæði reið og sár þegar hún komst að því að hún gæti ekki né mætti taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Ices.... , því hún væri ekki nógu gömul til þess.  "En það er ég sem þarf að borga þessa skuld alla æfi mína og börnin mín sem ég kanski eignast".  "Ég ætla sko að flytja frá Ísland strax og ég get, búin með grunnskólann eða framhaldsskóla ef það veröur þá einhver"  Þurfum við frekar vitnana við um ábyrgð okkar sem getum mögulega haft áhrif á hvernig farið verður með þessa Ices.....-skuld.  Ég held nefnilega að orð dóttuir minnar séu skoðanir allmargra jafnaldra hennar og lýsir vel örvæntingu og þeirri andlegu þröng sem börnin okkar upplifa sig í.  Málið er að þau hafa lítið sem ekkert verið spurð.

Hvet alla til að líta í eiginn barm í þessu ömurlega máli og að hefja okkur yfir allt flokkspóliskt argaþras.  Málið snýst ekki um það, heldur um börnin okkar, sem geta ekki haft áhrif á málið, því þau hafa ekki kosningarétt.  Og þá ekki þau ófæddu !!

Guðbjörg Þórðardóttir (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 11:14

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk Guðrún það fer að vera komin tími á að við foreldrar afar og ömmur sem metum börn og barnabörn okkar einhvers segjum nei við þessari vitleysu. Hingað og ekki lengra.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.1.2010 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband