Gleðitíðindi

Kannski rofar nú loks til á skerinu því að möguleiki er á að okkar ástkæra ríkisstjórn hafi loksins skilið þau skilaboð sem hún hefur fengið undanfarið frá þjóðinni. Kannski er von á betri tíð með blóm í haga.

Stjórnin hefur boðað til blaðamannafundar í Reykjanesbæ ég trúi ekki að það sé gert vegna hugleysis og ótta við mótmæli sem búið var að boða heldur trúi ég því að þau hafi nú ákveðið að gera eins og góðir leiðtogar gera það er að gera það sem þjóðinni er fyrir bestu að yfirgefa hana.

Ég vona að þau séu að fara úr landi og hafi boðað blaðamenn á sin fund til að kveðja þjóðina hvað annað gætu þau verið að gera á Reykjanesi ekki hafa þau sýnt þeim landskika svo mikinn áhuga að annað erindi heldur en að fara þar um á leiðinni á völlinn er ólíklegt að þau hafi þarna á nesinu.

Ég mun síðan eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins og fyrsta viðtal Pretatorsins við alvöru spyril vona að stjórnin fái far með geimskipi hans og honum til fjarlægs stjörnukerfis svo fjarlægs að ábúendur þar finni aldrei móður jörð til að hefna sín á okkur jarðarbúum fyrir sendinguna.

Kannski að Guð blessi Ísland eftir allt saman .


mbl.is Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband