Er umhverfisráherra á móti sjálfbærri þróun

Það sló mig að heyra Árna Finnsson segja í fréttum í kvöld að loksins væri komin umhverfisráðherra sem  styddi ekki sjálfbæra þróun. Hann fagnar því "að við höfum fengið nýjan umhverfisráðherra sem að tekur skýrt til orða og er ekki með neitt tal um að það þurfi að vera sjálfbær þróun úti um hvippinn og hvappinn sem geti nýtt Íslenska orku eða hvað sem er „ þetta er úr sjónvarpsfréttum kvöldsins sjá ruv.is.  Mér er spurn hvort að þetta sé skoðun formanns náttúruverndarsamtaka Íslands  á sjálfbærri  þróun og einnig hvort að hann talar þarna í nafni umhverfisráðherra.  Ef svo er þurfa þá þessar persónur ekki að íhuga stöðu sýna eða hvað snýst umhverfisvernd um annað en sjálfbæra þróun.  
Sendi Vestfirðingum góðar óskir um uppbyggingu iðnaðar á svæðinu þeim og landsmönnum öllum til hagsbóta þeir eiga sama rétt til lifibrauðs og við hin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Sömuleiðis vil ég óska Vestfirðingum til hamingju. Það er ekki oft sem maður heyrir að eitthvað gott gerist í þeirra atvinnumálum.

Halla Rut , 25.8.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því er nú ver að Árni Finnsson virðist búinn að "drulla" langt upp á bak, með ummælum sínum um þessa olíuhreinsistöð sem er fyrirhuguð á Vestfjörðum og hann nefnir tölur varðandi útblástur sem eru alveg út úr kortinu.  Hann finnur þessari fyrirhuguðu stöð allt til foráttu en hann virðist gleyma því að það eru orð og gjörðir "Náttúruverndar-Ayatolla" sem hafa gert mestan óskunda í atvinnumálum Vestfirðinga og mál til komið að þeir fari nú aðeins að lækka róminn.  Svo er annað varðandi útblásturinn, Árni Finnsson og félagar hafa farið mörgum fögrum orðum um "kolefnisjöfnun":  Er ekki hægt að kolefnisjafnaþessa olíuhreinsunarstöð? Málið er dautt.

Jóhann Elíasson, 29.8.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband