Ólöglegt vinnuafl

Árni Pálson skrifar góða athugasemd við blogg mitt um hvernig skipulega virðist vera stundað hér að vera með ferðamenn í vinnu. Það er rétt hjá  Árna að gróði af undirboðum á markaði kemur fæstum nema verkaupa til góða. Er  því ekki ráð að fara að gera verkkaupa ábyrga fyrir því að þeir sem vinna fyrir þá séu með sín mál í lagi. Það kemur í ljós aftur og aftur ef að þarf að hafa afskipti af erlendu verkafólki að skráning þess er ekki í lagi. Til að auka þrýsting ætti að gera verkkaupa ábyrgan þannig að ef svona dæmi kemur upp er verk stöðvað þangað til úrbætur hafa verið gerðar verkkaupi sækir síðan sitt til þeirra sem að verkið vinna. Það ætti að minnka umsvif þessa vandamáls hér á landi. Gleymum ekki því að í mörgum tilfellum eru verkkaupar fyrirtæki sem að als ekki ættu að tengjast ólöglegu vinnuafli  hér á landi fyrirtæki sem eru  rekin af almannafé og í þjónustu við almenning og oftar en ekki stjórnað af mönnum sem að sitja við stjórnvöl landsins ábyrgð þeirra hlýtur að vera einhver. Ættu menn ekki að segja af sér ef að í ljós kemur að fyrirtæki sem að gegna stjórnarsetu í nýtir sér óskráð og þar með ólöglegt vinnuafl. Hverra er annars ábyrgðin.
Annað af sama meiði.
Er einhver ástæða til þess að þeir sem að þurfa á aðstoð að halda og svona er ástatt fyrir fái hana er alltaf hægt að vaða í sjóði okkar sem að borgum okkar til þjóðfélagsins. Samkvæmt fréttum hafa ekki verið borguð gjöld af sumum þessara manna á þessu ári eiga þeir að njóta Íslenska almannatryggingar kerfisins. Mitt álit er að það eigi að sækja kostnaðinn á fyrirtækin það gengur ekki að það sé hægt að kippa hlutum í liðin þegar kemst upp um strákin Tuma. Ef að ekkert hefði komist upp hefði þá eitthvað verið gert .  Sækjum því kostnaðinn á fyrirtækin sem stunda þetta og látum þau ekki riðlast á okkur á öllum sviðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég held að þetta mál snúist að miklu leyti um vilja æðstu stjórnvalda en að þau sendu skýr skilaboð um að framfylgja lögum og reglum að þá væru eftirlitsstofnanir að sinna hlutverki sínu.  Það væri a.m.k látið reyna á þær heimildir sem t.d. Vinnumálastofnun hefur yfir að ráða og ef að þær duga ekki þá væri Vinnumálastofnun fengin betri tæki til að nota.

Það má velta því fyrir sér fyrst að fólkið er ekki skráð hvort að það séu greiddir skattar af launum en mér finnst líklegra en hitt að þar sé einnig pottur brotinn.

Sigurjón Þórðarson, 30.8.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband