Á skriðdreka í skólann

Frétt í kvöld vakti undrun mína. Nú hafa foreldrar i Bretaveldi fundið út að lausnin til
að fá börn sín heil heim úr skóla sé að senda þau í skólann klædd í keflar sem hermenn á vígvelli.
Er þetta ekki röng skilaboð, ekki ætla ég að gera lítið úr ótta foreldra um börn sín en ef þróunin er sú að í stað þess að taka á vandamálinu sem er vopnaburður, er farið í skotheldan klæðnað til að sleppa lifandi úr frímínútum. Hvernig væri að ráðast að rót vandans og stöðva vopnaburð skólabarna. Annars endar þetta með því eins og fyrirsögnin segir að við verðum að senda börnin á skriðdrekum í skólann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband