Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Pirraður

Þar sem að ég rembist nú við að reyna að vera málefnalegur að mínu eigin mati hef ég ákveðið að taka mark á hilmari nokkrum og taka til baka pirringslega færslu í garð Bubba og Ego sem var sennilega aðeins vitlausu megin við strikið og síðan mun ég ekki hér eftir  blogga þegar mér vantar kaffi í skrokkinn.

Einnig mun ég ekki heldur henda diskunum með þeim þar sem að mér er nú þegar að mestu runnin fýlan en ég er samt smá smá fúll enn .


Lúðvíksmál

Held að þjóðin þurfi að fara að anda með nefinu ef svo fer fram sem horfir geta engir gegnt kjörnum embættum lengur nema ómálga börn og náttúrulega þeir sem hafa passað sig á að gera ekki neitt og ekki verið í neinum framkvæmdum sér til afkomu og öðrum til framfærslu.
Er það kannski það sem að raddirnar vilja þegar þær hrópa á hreinsanir um allt þjóðfélagið ykkur burt okkur inn það skildi þó ekki vera.
Lúðvík sjálfur hefur hreinan skjöld samkvæmt lögum og telst þar með hæfur í embætti innan stjórnsýslunar hvað sem að sumum landsmanna finnst. Mér finnst komin tími til að hér sjáist framkvæmdir og efndir til varnar fólkinu í landinu en ekki endalaus hjaðningavíg um menn það eru málefnin sem að skipta máli nú um stundir. Bæði Lúðvík og Davíð sem og aðrir eiga að njóta þeirrar verndar sem að lög og reglur gefa og eiga ekki að þurfa að þola órökstuddar ærumeiðingar. 

Það er stórskrýtitð að fjölmiðlar eru fullir af fréttum um málefni einstaklinga en það sem skiptir máli heyrist ekki Hvað líður frumvarpi um greiðsluaðlögun hvað verður gert varðandi verðbætur og svo framvegis.

mbl.is Fjármál Lúðvíks ekki ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottastur

Finnst þetta flott hjá karlinum ef að það er ekki hægt að finna neitt að því sem að hann hefur gert þá er þetta pólitísk uppsögn og á þá bara að koma fram sem slík en ekki í einhverjum felubúningi.


Það er mikið talað um hvað þjóðin vill ég hef ekki séð neinar kosningar um að þjóðin vilji hann burt þó einhver fjöldi mótmælanda vilji hann burt þarf það ekki að enduróma meirihluta þjóðarinnar.Svo er líka spurning hvort að ekki á að láta lög standa þannig að það sé ekki hægt að reka menn fyrir engar sakir vilja menn missa þau réttindi sem að áunnist hafa þannig að það sé hægt að reka fólk af því bara.

Sennilega verður Davíð undir í þessum ofsóknum og hann veit það en það er ekki hans stíll að setja rófuna á milli fótanna og flýja. Ég vildi sjá þann eiginleika hjá fleiri stjórnmálamönnum okkar núna þegar við lifum á erfiðum tímum og þörf er á fólki með bein í nefinu við stjórnvölin. Ég persónulega hef síðan ekki nokkrar áhyggjur af því hvað íbúum erlendra ríkja finnst um okkur ef þeim finnst við hlægilegir þá verður svo að vera


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og Putin

Ég ætla einfaldlega að opinbera skoðun mína hér að minnihluta stjórn sem situr í skjóli flokks sem að er með kjörfylgi í lágmarki á að láta stjórnarskrá kosningalög og annan innri struktur þjóðfélagsins vera. Þið hafið áttatíu daga til að gera eitthvað svo þið verðið ekki rasskelt í næstu kosningum reynið nú að snúa ykkur að því en ekki apa eftir fyrirmyndinni í austri sem að breytti kosningalögum og stjórnarskrá til að halda völdum.

Ég er þeirrar skoðunar að margt sem að gert er núna í þjóðfélaginu muni ekki standast skoðun framtíðar og jafnvel yfirgnæfa bankahrunið í sögulegri skoðun hér er nefnilega verið að framkvæma valdarán í boði Framsókn Ég vona þó að Framsóknar menn sjái að sér fljótlega og geri sér ljóst hverskonar tilbera þeir bera sér við brjóst. 


mbl.is Undirbúa stjórnlagafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýktur vandi

Ég sá í fréttablaðinu í morgun að skuldastaða Íslands um áramót verður sennilega um 600 miljarðar ekki þúsundir eins og talað er um. Ég hef séð þetta áður hér á blogginu og eftir að hafa skoðað það þá vekur það mér furðu að fréttastofur og aðrir miðlar hafi ekki haft fyrir því að skoða tölur fjármálaráðuneytisins. Er það vegna þess að góðar fréttir eru ekki nógu söluvænar eða hvað veldur. Mér þætti fróðlegt að fá að vita hvað satt er því að það er óravegur á milli þess að skulda þúsundir miljarða eða að skulda í kringum meðaltal OECD. Er frétta flutningur kannski vísvitandi rangur til að hægt sé að kynda undir óróa í von um að koma fram breytingum á þjóðfélaginu sem að sumar eru farnar að minna á Menningarbyltinguna í Kína eða hreinsanir á vinstri mönnum í Bandaríkjunum.
mbl.is Svipaður aðdragandi en ólíkt framhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þöggun

Finnst þessi frétt fá ótrúlega litla umfjöllun kannski hentar ekki að hún komist á hámæli. Þetta var jú allt Seðlabanka að kenna og við skulum í ESB með góðu eða illu. Endar erum við sem setjum spurningarmerki við aðildina að mestu leiti óupplýstur lýður sem veit ekkert hvað er þjóð okkar fyrir bestu.
mbl.is Seðlabanki Evrópu féll frá veðköllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja Ísland

Verða þessi starfslaun lögð niður á hinu nýja Íslandi varla enda afþakka menn ekki brauðið sitt. En er ekki rétt að þeir sem njóta launa frá okkur sem að ekki erum gjaldgeng í hinu nýja Íslandi vegna skoðana afturhaldsemi eða bara vegna þess að við erum vitlaus er ekki rétt að ágóði viðkomandi af verkum sínum renni þá óskiptur til launagreiðanda þeirra sem er jú ríkið og ríkið það erum við.
mbl.is Þrír rithöfundar fá starfslaun í 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég spyr

Af hverju vilja raddirnar ekki forsetan burt líka ekki er hann saklaus af að hafa verið í flokki.

Annars fara þessar raddir að hljóma hálf ólýðræðislega raddirnar vilja nefnilega ákveða að hægt sé að vísa burt útsendurum flokkseigenda hvað í fjáranum það nú er. Kannski verður farið að hrópa flokkseiganda útsendari flokkseiganda útsendari eins og var hrópað norn norn norn fyrir ekkert mjög löngum tíma og eftirmálin svipaður.  Kannski verður leyfilegt að grýta þá sem eru í óþóknanlegum stjórnmálaflokkum eða bara þá sem eru öðruvísi.

Nei sennilega breytist mannskepnan seint og alltaf verða sumir jafnari en aðrir fer bara eftir því hver ákveður jöfnuðinn hverjir teljast jafnari í það og það skiptið.

Ég verð að segja það að þeir sem tala um lýðræði og ætla síðan að losa þjóðina við einhverja óskilgreinda hópa ættu að láta vera að skrumskæla lýðræði með því að kenna sig við það.
mbl.is Mótmælt eftir stjórnarskiptin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að minnka útlán

Ég held að það sé ekki gott í árferði sem þessu að minnka útlán lánasjóðsins en varla getur annað vakað fyrir ráðherra ég hef ekki trú á að hún ætli ða fara að auka útlán í þessum málaflokki þegar að gott væri að þau gætu staðið í stað vegna fjárskorts. Það er ekki til peningur til að hjálpa fólki i greiðsluerfiðleikum það er ekki til peningur í heilbrigðisþjónustu og svo framv. Þannig að varla er til peningur í lánasjóðin.

Það er ekki góð stjónrviska að mínu mati að 80 daga stjórn ætli að setja hálft stjórnkerfið á biðlaun það er að mínu mati töluvert annað sem að meira liggur á en að höggva andstæðinga í herðar niður og svo er gott að hafa í huga að svo sem þið sáið svo munu þið og uppskera
mbl.is Vék stjórn LÍN frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta stóru málin

Eru þetta virkilega stórumálin hver lemur hamrinum í bjölluna ef að það er staðreynd þá verðum við að biðja almættið um hjálp
mbl.is Mögnuð fráhvarfseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband