Ekki sammála

Er ekki sammála manninum í þessu fámeni hefur ekkert með spillingu að gera Alin upp í fámenni get ég ekki munað að þar hafi verið spilling ríkjandi. Spilling er einstaklingsbundin og samofin siðferði sem að virðist hafa gleymst að kenna í hinum æðri stofnunum skersins. Spilling er ekki bundin við fámenni að mínu mati.
Síðan er ekki hægt að kenna mentunarskorrti um hvernig er komið fyrir okkur því að ekki vantaði fólki menntunina sem fór með allt hér til andskotans. Var ekki sungið að eldra fólk komið yfir 40 ár væri bara ekki nógu menntað til að taka þátt í framrásinni og því skipt út fyrir ungt og menntað fólk. Það er mikið talað um menntun Finna til að koma sér út úr kreppunni ef að ég hef skilið það rétt sem ég hef lesið lögðu þeir mikla áherslu á menntun en iðn og tæknimenntun frekar en húmanísk fræði til að koma sér út úr kreppunni. En síðan má deila um hvort að þeir séu yfirleitt komnir út úr henni eru þeir ekki enn að fást við félagsleg vandamál síðan þá.


mbl.is Fámennið helsta ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannast ekki við spillingu í fámenni nei...

Hefur þú heyrt minnst á hugtakið "hreppapólitík" sem hefur verið allsráðandi í dreifðari byggðum landsins svo lengi sem elstu menn muna?

Þar fyrir utan voru margir útrásarvíkingarnir ekkert sérstaklega hámenntaðir, þannig voru nú Jón Ásgeir og fleiri ekki með mikið meira en verslunarpróf úr versló ef ég man rétt...

En bara fyrir forvitnissakir, í hvaða fámenni ólst þú upp í?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 16:41

2 identicon

Ever heard of discipline????

.........No respect for rules and regulations...???????

That, unfortunately is Iceland today....

Fair Play (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 16:44

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég þarf ekki annað en að opna annað augað þá sé ég spillingu

Finnur Bárðarson, 5.9.2009 kl. 16:47

4 identicon

Hvar hefur þú kæri vinur haldið til síðastliðin ár? Varla á Íslandi!

Birgir Óli (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 17:05

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Í fámenninu sem að ég ólst upp í rétti fólk hvort öðru hjálparhönd ef einhver var veikur kom nágranni og hjálpaði til hús voru ólæst og menn handsöluðu samninga. Að halda því fram að fámenni og spilling séu í réttu hlutfalli tel ég rangt þá eru Kínverjar óspilltastir í heimi Færeyingar aðeins spilltari en við og Grænlendingar aðeins meir en þeir. Í raun er kannski athyglisverðast að spillingin svokölluð virðist mest hafa grasserað á þéttbýlasta svæði landsins er þá ekki eins hægt að breyta fullyrðingunni og segja að þéttbýli valdi spillingu? Í fréttum í dag kemur fram að sennilega hafi Bretar látið lausan hryðjuverkamann vegna olíu hagsmuna hvað er það og eru Bretar fámennir. Varðandi menntun þá vil ég meina að ekki hafi skort menntun í útrásinni en kannski skorti jarðtengingu og auðmýkt og reynslu úr þeim skóla sem útskrifar fólk aldrei það er lífinu sjálfu.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.9.2009 kl. 21:46

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jón Aðalsteinn, tek undir hvert orð sem þú segir í þessum pistli þínum,

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.9.2009 kl. 22:06

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka góð orð Sigmar Þetta er það Ísland sem ég vil fá aftur

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.9.2009 kl. 23:11

8 identicon

Ég held að það séu allt of mörg börn á Íslandi.  Ekki í árum talið, heldur fullorðið fólk sem hefur aldrei þroskast, heldur skipti bara á mömmu og pabba og ríkinu sem nýju foreldri.  Slík ofvaxin börn skilja illa þann einfalda sannleika sem er í því sem þú segir, slíkt fólk er bara farið í fýlu við allt sem er íslenskt og heldur að lausnin sé að henda íslensku 'ríkisforeldrunum' og fá í staðinn enn voldugri pabba, ESB, útlenska 'sérfræðinga' í öll horn og útlenda aðila til að kaupa banka og orkufyrirtæki...

Georg O. Well (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 23:39

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Rétt hjá þér Bogi en hvað finnst mönnum um þessi orð úr fréttinni
"Íslenska þjóðin sé alltof fámenn til að manna þá innviði og stofnanir sem þarf í nútíma þjóðfélagi"

Ef að þetta er rétt eftir haft og þessi orð eru mælt af yfirmanni stofnunar á háskóla stigi þá er mér brugðið og finnst að til lítils hafi forfeður okkar barist ef að þetta er metnaðurinn fyrir hönd þjóðarinnar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.9.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband