Hvernig á að skilja þetta?

"Íslandsbanki segir, að ein af ástæðum þess að samdráttur landsframleiðslu sé ekki meiri hér en raun beri vitni, þrátt fyrir banka- og gjaldeyriskreppu, sé að landið flytji úr stóran hluta af þessari kreppu. Þannig komi um 46,9% samdráttur í fjárfestingum á 2. ársfjórðungi og 17,4% samdráttur í neyslu fram í um 34,8% samdrætti í innflutningi, sem svo aftur komi niður á eftirspurn og landsframleiðslu landa sem framleiða fjárfestingar- og neysluvörur til útflutnings og sérstaklega þann hluta sem er hvað háðastur sveiflum í tekjum líkt og Þýskaland og Japan."

Ég er nú engin spekileki þó ég segi sjálfur frá en mér þætti gaman að vita hvort nokkur maður skilur hvað átt er við en eins og ég skil þetta þá er nú greinilegt að minnkandi eftirspurn í Japan og Þýskalandi er orðin okkur að kenna. Það er sennilega orðin spurning um hvenær skerið verður þurrkað af landakortinu vegna þess að það ógnar heiminum meira en Norður Kórea.

OECD komst að því að það mætti spara helling hér vegna þess að það væru allt of margir kennarar. Skildu þeir hafa skoðað fjölda  greiningardeilda? Kostnaðurinn af þeim lendir jú alltaf á þjóðfélaginu og fyrir mína parta mundi ég ekki sakna þess þó að þaðan yrði nokkur spekileki til útlanda þá sérstaklega til Bretlands sem hefnd fyrir hryðjuverkalöginn.


mbl.is Kreppan flutt út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki má heldur gleyma því, að íslenskur útflutningur hefur afar neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð allra landa sem eitthvað kaupa af okkur.  Það er ekki nóg með að við flytjum minna inn frá Japan og Þýskalandi, heldur erum við að flytja fisk til þessara landa og selja þeim hann á okurverði.

Ekki að undra, að við séum beittir þvingunum af hálfu ESB í Icesavemálinu. 

Axel Jóhann Axelsson, 4.9.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Aliber

Ef þú ert áskrifandi að mogganum þá er oft auðlesið efni rétt aftan við miðju..

Í einföldu máli: Minna flutt inn af neysluvörum og minna keypt af húsum erlendis. Samdráttur í innlendri framleiðslu því ekki eins mikill og spáð var.

kv,

Aliber, 4.9.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband