Hinir horfnu.

Ég var að hlusta á hádegisfréttirnar í bílnum í dag á leið í mat. Þar var Steingrímur eins og venjulega að verja stefnur VG stefnur sem er betra að tala um í fleirtölu því að í dag Minnir VG mig á Þýska ferju sem ég fór með eitt sinn en hún hafði stefni báðum megin og gat því haldið í báðar áttir án þess að þurfa að snúa. Í dag finnst mér erfitt að vita hvað VG ætlar að gera á morgun en þó er eitt öruggt að það er ekki það sem þeir segja í dag.

Ekki var það þó þetta sem vakti athygli mína eftir allan frétta tíman heldur var það sú staðreynd að Steingrímur er samkvæmt fréttum einn í stjórn. Hvernig sem að ég beitti mínum gamla heila gat ég bara ekki munað eftir því að minnst hafi verið á hinn stjórnarflokkinn í fréttum eða að verkum hans þó ill séu að mínu mati veitt nein athygli. Það síðasta sem ég man sem hægt er að tengja við þann flokk eru ummæli félagsmálaráðherra um þann hluta þjóðar hans sem búið er að arðræna inn að nærbuxum og jafnvel lengra.

Því er spurt er til flokkur sem að heitir Samfylking hér á landi. Er flokkur að nafni Samfylking í ríkisstjórn Ef svör við fyrstu tveim spurningunum er já. tekur þá þessi flokkur engan þátt í stjórnarstörfum og ber hann enga ábyrgð eða lætur hann bara aðra  bera byrðarnar fyrir sig.

Síðan en ekki síst hvernig stendur á því að fjölmiðlar láta fyrrnefndan flokk algjörlega í friði það finnst mér mjög athyglisvert og meira en lítið skrýtið

Samfylkingin virðist vera hinir horfnu eða þeir nafnlausu en að  mínu mati eru þeir ekki hinir vamlausu frekar en aðrir flokkar í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband