Ég vil ekki borga erlendar skuldir óreiðumanna.

Ég held að í setningu Davíðs hljómi hinn einfaldi sannleikur þessa mál hvers vegna ættum við yfirleitt að borga skuldir óreiðumanna sem að fá enn að valsa hér um þjóðfélagið.
Því er meira að segja fagnað þegar þeir af örlæti sínu rétta okkur smá ölmusu samanber eitt stykki gagnaver eða svo ég einfaldlega vill setja bann á allar fjárfestingar þeirra einstaklinga sem að voru þátttakendur í hruninu, hér á landi.

Það er síðan athyglisvert að einn hópur virðist hafa komið sér vel fyrir í rústabjörguninni og náð að teyga reykinn af réttunum en það eru þeir sem að fara með uppgjörsmál að heyra það og lesa í fréttum að aðilar sem sjái um þau mál séu á sama tíma í atvinnurekstri sem að virðist fá vel borgað við að vinna í þeim málum sem að eigendur þeirra fá borgað fyrir að sinna fyrir okkur.

Það er síðan borið á borð fyrir okkur þjóðina að þeir einstaklingar sem að um ræðir fari af fundum þegar ákvarðanir eru teknar sem varða þeirra eigin hagsmuni. Það getur vel verið að það virki og sé allt gott og blessað en því miður er búið að riðlast það mikið á þjóðinni nú þegar að við trúum ekki nokkru einasta orði af því sem að forráðamenn okkar og þeir sem eru að vinna að þessum málum segja og lái okkur hver sem vill.

Nei ég vil ekki borga skuldir einkabanka sem sennilega þó að við fáum aldrei að vita það tóku þátt í því að spila með gjaldmiðilinn til að hækka lán okkar og bæta eiginfjárstöðu sína allt á okkar kostnað þegar spilaborgin hrynur á að senda þjóðinni reikninginn ég segi nei. *

Menn tala fjálglega um að það sé einhver móðgun við Breta og Hollendinga að fella samninginn það megi heldur ekki setja fyrirvara sem að valdi því að samningurinn falli. Ef að ekki eru settir fyrirvarar þannig að samningurinn falli þá eru fyrirvararnir ekki nógu góðir. Ég hef aldrei séð að það sé hægt að  breyta samning einhliða og mér finnst öll þessi umræða vera farin að  minna á farsa í þeim tilgangi að afvegaleiða okkur svo að við´látum blekkjast og höldum að það séu okkar hagmunir sem hér eru hafðir að leiðarljósi.
 Eina vitið er að fella hann vegna þess að hann er óaðgengilegur og hefja samningaviðræður að nýju. Það er líka heiðarlegast gagnvart viðsemjendum okkar að mínu mati.

Nei ég samþykki aldrei að börnin mín og barnabörn eigi að borga skuldir þessara manna sem að flestir halda sínu enn og virðast ætla að komast frá þessu með því að láta þjóðina blæða með að því að manni virðist góðri hjálp vina sinna í stjórnkerfinu. Það hljóta líka fleiri en ég að hafa tekið eftir framgöngu fyrirtækja þeirra í innheimtu upp á síðkastið en þau innheimta harðar af almúganum heldur en að fulltrúar almúgans innheimta af núverandi og fyrrverandi eigendum.


mbl.is Samkomulag að nást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Jón það er víst búið að selja okkur.

Fyrst birt: 15.08.2009 03:24
Síðast uppfært: 15.08.2009 03:36

Icesave afgreitt

Icesave afgreitt

Fyrirvarar um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins voru afgreiddir úr fjárlaganefnd Alþingis um hálf þrjú leytið í nótt. Var það gert með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokksins.

Höskuldur Þórhallsson fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd segir að hann hafi boðist til að útfæra breytingatillögu sem lögð yrði fyrir nefndina í dag en að á það hafi ekki verið fallist. Æskilegt hefði verið að meiri tími hefði verið gefinn til að afgreiða málið.


Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar segir að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar hafi náðst fram, meðal annars verði greiðslur miðaðar við hagvöxt en ekki landsframleiðslu auk þess sem dregið hafi verið úr gengisáhættu. Með þessum breytingum sé tryggt að lífskjör Íslendinga skerðist ekki vegna þessara skuldbindinga.


Unnið verður að nefndarálitum og greinargerðum með tillögunum um helgina en ekki er búist við að önnur umræða fari fram á þinginu fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag.

frettir@ruv.is

Rauða Ljónið, 15.8.2009 kl. 03:54

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

icesave er bara brot af skuldum óreiðumann sem við munum borga.  Ekki gleyma að vörur og þjónusta hefur hækkað og mun hækka enn, ekki aðeins vegna falls krónunnar eins og flestir vilja láta heldur vegna þess að það þarf að auka hagnað fyrirtækjanna svo hægt sé að standa undir skuldum óreiðumanna.

Hvert fyrirtækið á fætur öðru birtir nú uppgjör.  Icelandair og Skipti sýna milljarðatap vegna fjármagnskostnaðar en rekstrarhagnaður er góður!  Ef Icelandair væri ekki með þessar Hannesar skuldir væri líklega hægt að lækka verð á farmiðum um 10-20%.  Sama á við Símann og líklega flest skuldsett íslensk fyrirtæki.

Við erum að sigla inn í nýtt einokunartímabil þar sem okkur er selt "maðkað mjöl" á ofurprís.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.8.2009 kl. 08:15

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mér er orða vant Sigurjón og þetta er alveg kórrétt hjá þér Andri. Ætla að melta þetta með morgun kaffinu meðan ég hef efni á kaffi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband