Gott eða ?

Auðvitað er öll atvinnu uppbygging góð en ég brenndur af reynslu síðustu ára vil fá að vita hverjir eru hluthafar í þessu fyrirtæki ekki bara að hér séu Íslenskir Hollenskir og Bandarískir fjárfestar. Það á einnig að reisa gagnaver á Suðurnesjum þar er einn helsti hluthafi samkvæmt fréttum Björgúlfur Thor. Ég hef ekkert á móti manninum sem slíkum en sem Íslendingur þá vil ég fá þann rétt að jafna mig fyrst á síðustu fjárfestingum hans hér áður en að hafnar eru nýjar. Eins á við um þetta nýja gagnaver hverjir eru þetta hvaða nöfn þetta á allt að liggja á borðinu ég reyndi að Googla það en fann ekki. Í augnablikinu eru Hollendingar að  knésetja okkur eigum við virkilega síðan að taka á móti þeim brosandi eru það einhverjir úr útrásarhópnum sem að leggja til pening í þessar framkvæmdir ég vil fá að vita það og ég geri þá kröfu að sett verði nálgunarbann á viðkomandi einstaklinga í Íslensku efnahagslífi þangað til þeir hafa gert upp við þjóðina.

Það er ekki sama hvaðan gott kemur þó málsháttur segi annað.


mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta er fagnaðarefni - svo sannarlega - n varnaglar þínir eiga líka rétt á sér -

Fyrst Björgólfur Thor á pening til þess að reisa gagnaver er þá ekki rétt að leggja hald á það fé og láta það ganga upp í skuldir - nú eða leyfa honum að reisa það og taka það svo af honum.

Ótrúlegt að horfa upp á þessa menn standa ú fjárfestingum upp á hundruðir milljarða ( líka Jón Ásgeir ) á sama tíma og þjóðinni er gert að taka á sig manndrápsklyfjar eftir misheppnaðar fjárfestingar þessara aðila sem virðast "eiga" óheyrilegar fjárhæðir í dag.

Málið er að þeir eiga ekkert í þessu fé. Þjóðin á það. 

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.8.2009 kl. 10:46

2 Smámynd: smg

Á réttum forsendum er þetta gott mál.

Þ.e ef við seljum orkuna á jafnréttisgrundvelli.

Langtímamarkmið okkar Íslendingar ætti að vera byggja upp menntun og þekkingu til að við sjálf gætum verið með starfsemi í okkar eigin eigu, þannig að við séum ekki bara að selja orku og þiggja vinnu og aðstöðugjöld. Við þurfum að komast úr þróunarríkjahugarfarinu sem hráefnissali.

Hvað varðar Björgólf Thor og hans líka, þá hef ég mikið á móti manninum sem slíkum og hans líkra. Þessir menn þurfa að svara til saka og afplána sína dóma. Ekki hatur eða hefnd, heldur réttlæti.

smg, 15.8.2009 kl. 10:57

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er fylgjandi öllum framkvæmdum sem að koma þjóðinni til góða en sjáfsvirðing mín einfaldlega segir mér að ég vil ekki sjá fjárfestingar viðkomandi aðila hér á landi í mjög langan tíma helst um alla eilífð heldur vil ég lifa við verri lífskjör. Og ég er alls ekki hefnigjarn það er einfaldlega réttlætismál.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband