Ekki málefninu til framdráttar.

Ekki er það málefninu til framdráttar að skvetta málningu á saklaust hús Rannveigar sem auk þess er einn þeirra forsvarsmanna Íslenskra fyrirtækja sem virðist standa sig afburðavel. 

Það er síðan skrítið að það hefur alveg gleymst  núna i umræðunni eða kannski hentar það ekki að álverð er nú komið í tæpa 1950 dollara tonnið og í 2000 dollara í langtíma samningum en sennilega hentar það ekki í umræðuna að segja frá því.


mbl.is Skrifuðu illvirki á húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ótrúlegur þankagangur. En illvirkinn sjálfur kvittaði fyrir komu sína. Hann virðist bara hafa tekið feil á veggnum og gestabókinni. Vesalingurinn.

Magnús Óskar Ingvarsson, 5.8.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.

Ráðist var á börn Rannveigar.

Eins og fram hefur komið á vefmiðlum var ráðist á heimili Rannveigar snemma í morgun. Grænni málningu var slett á framhlið þess og gangstéttir. Einnig var lakk á tveimur bílum sem stóðu í innkeyrslu skemmt. Rannveig og fjölskylda var heima en varð ekki vör við neitt fyrr en eftir á. Hús og stéttir hafa verið þrifin og bílarnir eru komnir á verkstæði. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér en málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Gjaldeyristekjur sem eftir verða í landinu eru nú miða við álverð 78 milljarðar króna sem eru laun verktakar og orka, en heildarvelta er um 190 milljarðar.

Þú ert kominn inn.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 6.8.2009 kl. 01:15

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sjálfsagt er þetta þetta heilalausa liðí "saving Iceland" sem hefur verið þarna á ferðinni.  Þetta eru "vatnshausar" upp til hópa og hafa lítið annað gert en að vinna þjóðinni ógagn.

Jóhann Elíasson, 6.8.2009 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband