Ótrúverðugur Steingrímur

Er að hlusta á Steingrím í Kastljósinu og mér finnst þetta eiginlega sorglegt árum saman hefur maður hlustað á málflutning hans fullan af eldmóði og neista en nú hljómar hann jafn holur og allir aðrir neistin er horfinn og maður efast um að hann trúi því sjálfur sem hann er að segja.

Það er ekki nóg að segja að við verðum að gera eins og aðrir vilja af því að heimurinn sé harður. Heimurinn hefur alltaf verið harður við höfum hinsvegar verið svo heppin í fortíðinni að eiga menn eins og Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson menn sem að kunnu að lifa í hörðum heimi og spyrna við fótunum.  Heimurinn er stærri en Norðurlöndin og Evrópa og ef maður er beittur hörku af pörupiltunum þá einfaldlega leitar maður í annan vina hóp og gefur síðan pörupiltinum einn á hann.

Steingrímur segir að við megum ekki segja að allir séu vondir við okkur og þjóðin kenni öllum öðrum um hvernig komið er og hann að við séum ekkert saklaus af þessum atburðum. Ég vil bara segja að ég og mínir afkomendur erum alsaklaus af þessum málum og ég neita algjörlega að taka á mig nokkra sök í þessu máli. Aftur á móti axla ég þær byrðar sem þjóðfélagið þarf að bera því ég er hluti af því. Það er þær byrðar sem að þjóðfélagið þarf að bera á sanngjarnan og réttlátan hátt. En það er óravegur á milli þess að gagnrýna þá sem að segja að við höfum verið beittir órétti af nágrannaþjóðum okkar og að liggja með vindgatið opið í auðmýkt til þessara sömu þjóða.

Steingrímur vill síðan leggja mikið á sig til að fyrsta vinstri stjórnin lifi sem lengst ekki deili ég þeirri von með honum en þessi stjórn er ekki alslæm hún kennir þeim kynslóðum sem að reyndu aldrei vinstri stjórn á sínu skinni þá lexíu að varast vinstri slysin. Einnig kemur þessi stjórn sennilega til með að leiða til stofnunar þjóðlegs afls á hægri vængnum sem að setur hagsmuni lýðveldisins ofar öllu. Svo að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.

Í raun vorkenni ég Steingrími að þurfa að standa í þessum aðgerðum í stjórn með Samfylkingunni því að flestir landsmenn eru að gera sér ljóst að sá flokkur hefur ekki verið stofnaður enn. Ég hélt lengi að hann hefði verið stofnaður í Febrúar 2009 en svo virðist ekki vera alla vega er nafnið ekki til í löngum greinum sem skrifaðar eru af fólki sem að skilgreinir hvejum allt er að kenna og hverjir voru við völd þegar að hrunið varð. Í þeim skrifum kemur nafnið Samfylking varla fyrir minnir einna helst á sögu skrif í ýmsum draumaríkjum svona eins og Norður Kóreu og Túrkistan.


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann þurfti á allri sinni "mælskulist og leikhæfileikum" að halda í kvöld því Sigmar "saumaði" svo sannarlega að honum og nokkru sinnum rak hann hressilega í vörðurnar.

Jóhann Elíasson, 6.8.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Veistu það ég hálfvorkenndi kallinum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.8.2009 kl. 22:48

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kannski er ég bar illa innrættur? en ég vorkenndi honum EKKERT.

Jóhann Elíasson, 6.8.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

eða eg orðin svona rosalega meyr Jói :)

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.8.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband