En fólkið í landinu.

Það fer að verða dýr aðgöngumiðinn að stöðu Íslands í Alþjóðasamfélaginu og aðgangseyrin á að sækja án undanbragða til fólksins án þess að nokkuð sé gert til að verja stöðu þess.

Hafi hryðjuverkalögin valdið okkur skaða eigum við þá ekki að fá hann bættan, séu uppi efasemdir um að það standist lög hvort að við eigum að borga skuldir einkabanka á þá ekki að fá úr þeim ágreiningi skorið. Svo virðist ekki vera skoðun þeirra sem að hæst hafa nú um stundir það á bara að skrifa undir hverja raðgreiðlsuna á fætur annari án þess að athuga hvort að okkur beri yfirleitt nokkur skilda til að borga.

Tali menn up að við einangumst borgum við ekki þá spyr ég er bara ekki ágætt að einangra sig frá þjóðfélögum sem að kúga önnur til undirgefni án þess að vilja skoða þau rök sem að gætu leitt til sanngjarnari niðurstöðu. Ég er ekki hræddur við svoleiðis einangrun ég hef ekki séð annað en að fjármagn leiti þangað sem að gróða er von og svo mun einnig verða um okkur svo lengi sem að við höfum eitthvað að bjóða mun fjármagn leita hingað.

Við höfum auðlyndir sem menn vilja njóta góðs af. Menn vilja kaupa af okkur fisk hvað myndu margir missa vinnuna í UK ef við settum sölubann á þá og leituðum annara markaða hvað myndu álfyrirtækin tapa miklu í dýrari orku ef að við slöktum á rafmagninu til þeirra. Nei fjármagn sækir þangað sem að gróða er von sama hvað almenningur og stjórnvöld segja.

Varðandi neitun Evrópskafjárfestingar bankans á láni til OR er það einfaldlega ekki enn ein aðgerðin til að mýkja okkur upp til að ná tökum á okkur hvað er óstöðugt hér ég sé það ekki og séu útreikningar ASG réttir þá eigum við að fara létt með að borga allt samt vilja menn ekki lána skrítin aðgerð og lyktar af kúgun að mínu mati. Hvers vegna ætti þessi banki ekki að taka mark á sjálfum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Ég er einn af greiðendum í lífeyrissjlóði hér á landi og ég fer fram á að þeir peningar sem þar liggja verði notaðir til að koma hagkerfinu af stað skipulega verði unnið að því að þeir peningar verði notaðir til hagsbóta innanlands því að mínir hagsmunir og margra annara liggja innanlands en ekki í Evrópusambandinu ég ætla ekki að eiða elliárunum þar heldur hér með barnabörnunum.
mbl.is Daily Mail: Getur skaðað stöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér og vonandi eru fleirri landsmenn sem sjá í gegnum bullið og flækjuna sem ríkir í samfélaginu.

Fyrrum og núverandi ríkisstjórn eru allveg jafnmikklir glæpamenn og glæpurinn er landráð..... Almeningur mataður af fréttafluttning gerspilltra fjölmiðla, þar sem sannleikurinn er hagræddur og mikilvægum upplýsingum haldið leyndum.

Núverandi ríkisstjórn, sem ég kaus í von um að rækilegar breytingar myndu eiga sér stað, gafst upp áður enn þeir fengu völdin.

Steingrímur, sem ég leit á sem strangheiðarlegann og harðduglegann stjórnmálamann sem byrtist manni sem ofurhetja sem beið eftir að fá grænt ljós á að taka útrásarvíkingana og spillingu, sem er augljós í landinu, rækilega í gegn....... Enginn maður hefur hrapað jafn mikið og hratt í áliti mínu og hann. Déskotans bleyða og aumingi sem hann byrtist manni nú.

Ef þessi ríkisstjórn eigi að kallast vinir manns.... þá þarf maður ekki óvini.

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband