Ísland best í heimi & meiri hrefnuveiðar.

Þessi dagur hefur verið yndislegur að elta sláttuvélina um garðinn raka grasið dytta að bílnum og láta huga reika og ber fyrirsögnin merki af deginum. Þegar maður er að slá reikar hugurinn um og í dag dvaldist hugur minn við icesave samningana sem að ég vil ekki samþykkja óbreytta. En ég fór að velta þessu fyrir mér frá öðru sjónarhorni það er verið að tala allt hér niður krónan ónýt hagkerfið lélegt fólkið með lélega framleiðslu per haus og svo framvegis.
Samt telja stórveldi Evrópu að þessi þjóð og þetta land standi undir drápsklyfjum sem að jafngilda Versalasamningunum að sagt er. Ekki stóð Þýskaland undir þeim og þeir leiddu til seinni heimstyrjaldarinnar að margra mati.
Út frá þessum hugsunum skil ég nú mun betur hvers vegna  ESB vill ná yfirráðum yfir Íslandi og auðæfum þess. Það liggur alveg borðleggjandi fyrir þegar maður skoðar þetta við búum einfaldlega í besta landi í heimi en því miður með stjórnvöld sem að mínu mati skrölta kannski í meðallagi. Því er það algjör nauðsyn fyrir okkur að standa vörð um fullveldið um landið og aldrei að framselja neinn yfirráða rétt yfir því eða auðlindum þess til erlends valds. Lengi lifi lýðveldið.

Varðandi hrefnuveiðarnar þá eldaði ég mér hrefnusteik í kvöld þvílíkt sælgæti bráðnaði í munni og rann ljúflega niður með 2009 árganginum af Gvendarbrunnavatni. Hefði getað borðað helmingi meira en er í aðhaldi til að koma mér úr þeim minni hluta hópi þjóðfélagsins sem að er frjálst að henda grjóti í þá í formi ummæla og skoðana. Það er meira að segja vitnað í okkur feita fólkið þegar þarf að auka skattheimtu í formi neysluskatta og þær byrðar lagðar á þjóðina til að forða okkur vanmáttugum frá helsi áts á óhollum vörum samt ótrúlegt hvað þær hollu eru dýrar. En hrefnukjötið er ekki dýrt svo endilega kæru landar prófið þetta er vara sem að ekki fæst í ESB að því er ég best veit. 

En aftur út í garðinn að hugsa meira. Eigið öll gott kvöld á þessum fallega sumardegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband