Er fjórðavaldið hættulegt.

New York Times hvetur til þess að hvalveiðar verði bannaðar og að þau ríki sem að ekki stundi hvalveiðar taki sig saman og knýi fram bann við hvalveiðum.
Meðal þeirra ríkja sem þeir telja upp sem ekki hvalveiðiríki eru Bandaríkin. Ég veit ekki betur en að Bandaríkin séu ein mesta hvalveiði þjóð í heimi ásamt þeim fjölda hvala sem að þeir drepa við aðrar veiðar.
En hér hentar ekki fjórðavaldinu að fjalla um það, sennilega er það að ganga erinda eiganda sinna og skapa sér vinsældir á auðveldan máta. Það er auðvelt að berja á einhverjum smáþjóðum.
Ég vona samt hvalanna vegna að Bandaríkin fari ekki að skipta sér af þeim önnur mál sem þeir hafa tekið að sér að leysa hafa ekki farið þannig að vert sé að líta á þá sem  einhverja sérstaka aðila í vandamálalausnum Allavega held ég að Víetnamar, Írakar, Afganar og Palestínu menn séu mér sammála um það.

Síðan vakti þessi frétt mig til umhugsunar um fjórða valdið hér. Er ekki hollt fyrir okkur sem að erum nærð af því sem þaðan kemur að muna að þetta eru ekkert annað en málpípur eigenda sinna þegar upp er staðið. Þetta eru nokkurskonar auglýsingastofur og ekkert annað. 
Fréttamenn sem að skoða báðar hliðar og leggja lóð á báðar hliðar vogarskálarinnar eru vandfundnir í dag mér dettur ekki neinn í hug svona í fljótu bragði. Heldur virðast margar fréttir vera unnar út frá skoðunum viðkomandi eða í þágu eigendanna.
Sem dæmi þá er þjóðinni nú neitað um skoðanakannanir á fylgi flokkanna. En eftir hrun þá voru hér kannanir annan hvern dag til að sýna fram á að stjórnvöld hefðu ekki fylgi fólksins var fjórða valdið þá að stuðla að stjórnarbyltingu. En í dag hentar það ekki fjölmiðlum og þeim sem að ráða því hvað birtist að stuðningur fólksins komi fram opinberlega þannig að í dag ver það stjórnvöld.
Evrópu umræðan er síðan sérkapítuli það virðist sem að Olí R stækkunarstjóri megi ekki hiksta án þess að Íslenskir fjölmiðlarbirti um það frétt það fer áberandi minna fyrir því sem að Breski íhaldmaðurinn sem hvetur okkur til að ganga ekki í sambandið segir

Við verðum alltaf að muna að fjórðavaldið er ekkert óspilltara en öll hin þetta snýst allt um gróða þegar upp er staðið ekkert annað en viðskipti sem dulin eru í klæðum ímyndaðra hugsjóna.

 


mbl.is Hvetur til algers hvalveiðibanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband