Bara ef það hentar mér.

Mér finnst að það vandi samhljóm í áherslur Samfylkingarmanna. Á stað einum átti að stækka álver eitt og þá var talið nauðsynlegt að grípa til atkvæðagreiðslu til að íbúarnir gætu sagt álit sitt á því hvort að sú stækkun mætti eiga sér stað eða ekki. Því tel ég að Samfylkingin hljóti að vera fylgjandi íbúalýðræði nú er uppi eitt hið mesta og versta mál í sögu landsins og þá eru íbúar ekki þeim vanda vaxnir að greiða atkvæði um örlög sjálfs sín. Er ég bara einn um að heyra það eða er fölsk nóta einhverstaðar í tónverkinu sem borið er á borð fyrir okkur. Frá mínum bæjardyrum séð sýnist mér að áherslan á íbúðalýðræði sé að það sé gott ef að það henti viðkomandi flokki svona eins og í laginu bara ef það hentar mér.

Og nú setjum við sem erum á móti þessu traust okkar á Ólaf Ragnar Grímsson að hann sýni að hann er ekki hlutdrægur heldur lætur eitt yfir alla ganga og skrifar ekki undir þetta fremur en fjölmiðlalögin. Skrifi hann undir þessi lög eru rök hans við neitun á undirskrift fjölmiðla lagana harla léttvæg að mínu mati.


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband