Gríman að falla

Nú falla grímurnar ein af annarri og það sem ekki var sagt í kosningabaráttunni er að koma í andlitið á almenningi sem var svo glapskyggn að kjósa þessi ósköp yfir sig. Það var hægt að stórauka listamannalaun setja pening i tónlistarhúsið en nú er ekki peningur í lánasjóðinn og ég sé ekki betur en að nú vilji ráðherra krukka í atvinnuleysisbæturnar og flytja á milli flokka til að leggja meiri pening í Lín til að bjarga málunum.

"Bent er á að þar sem atvinnuleysisbætur séu tæpar 150 000 ámánuði og félagsbætur sveitarfélaga 105 000 til 120 000 geti orðið til þess að námsmenn kjósi frekar að fara á bætur en að halda áfram námi og taka lán sem að þeir þurfa að borga til baka"

Hæstvirtur ráherra virðist líka vera á þessari skoðun. Og vill því millifæra.

Sem foreldri veit ég að maður millifærir ekki frá einu barni til annars nema að taka eitthvað frá hinu barninu. Þannig að á Íslensku vill ráherrann minnka atvinnuleysisbætur til atvinnulausra Íslendinga til að geta lagt meiri pening í LIN.
Eða er þetta kannski plott til að geta lagað  bókhaldið það er jú betra að fólk verði að taka námslán sem að þarf að greiða til baka aftur til ríkisins heldur en að það þiggi atvinnuleysisbætur sem ekki þarf að borga til baka.

Þetta er sennilega planið þvinga atvinnulausa í skóla með því að hirða peninginn úr atvinnuleysistryggingarsjóði yfir í LÍN og lána það sem námslán þá tæmist atvinnuleysis sjóðurinn ekki atvinnuleysi minnkar á pappíum og ríkið  fær peninginn til baka og stjórnmálamennirnir geta haldið áfram að haga sér eins og þeir séu í Undralandi. Sniðugt plan ekki satt..
mbl.is Ekkert svigrúm til hækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar mun skynsamlegra að láta þá sem eru atvinnulausir fara í nám, heldur en að láta þá mæla göturnar, þessi ríkisstjórn er að festa kreppuna i sessi með skattahækkunum þannig að stór hluti þeirra sem eru atvinnulausir í dag mega búast við því að verða atvinnulausir næstu ár, allavega meðan þessi ríkisstjórn er við völd.

Aðalsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 00:45

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvað er stór hluti þeirra atvinnulausu fól á miðjum aldri með fjölskydur búið að ljúka sínu námi. Endurmenntun er góð en á þá fól bara að læra eitthvað til að fá framfærslu. S'iðan man ég það ekki en þarf að athuga hvort að til dæmis iðnskólar séu lanshæfir það var ekki allavega. Ef svo er ekki í dag þá er verið að stýra fóllki á brautir sem að þurfa ekkert endilega að vera þjóðhagslega hagkvæmar. Varðandi skattahækkanir þá er ég sammála þér.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.6.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband