Er þetta í lagi

Ég er latur við að blogga þessa daganna ekki að það sé neitt að ske heldur frekar vegna þess að ég held að það megi passa sig á að sogast ekki inn í þunglyndis hringiðu þá sem að heltekur okkur Frón búa nú um stundir. Eitt hefur þó ýtt við mér sem að telst til góðrar frétta en það er arðgreiðsla Granda til eigenda sinna það er þá ekki allt á hvínandi kúpunni hér.

Enn hvernig stendur á því að menn eru svo lokaðir á þessum tímum að þeir greiða sjálfum sér arð í þessu hlutfalli það kom í fréttum að þetta hefði dugað til að  borga starfsmönnum Granda laun í átta ár og þetta er eins árs arðgreiðsla. Men fara hér um fjöll og hæðir í að tala niður stóriðju en þó borguðu álverin sem berjast mega við fall á mörkuðum starfsmönnum sínum launauppbætur um síðustu áramót. Það skildi þó ekki vera að erlendir auðhringir hugsi betur um Íslenska alþýðu en Íslenskir kvótaeigendur. Hvað finnst  ykkur það hvarflar að mér.

Ef að þessi arðgreiðsla jafngildir 8 ara launum starfsfólks eins og sagt var í fréttum þá fyndist mér að það væri réttlátt að starfsfólk fengi 1/8 af arðinum í sinn hlut fyrir vel unnin störf um það gæti myndast sátt. En ef að það fara að berast fréttir um stórfelldar arðgreiðslur fyrirtækja núna á vordögum er ég hræddur um að það gæti rofið friðinn.

Ég spyr svo bara hvar er ASI núna er það ekki fært um neitt nema að álykta um inngöngu í ESB 

Tek það framm að mér er sama þó menn hafi arð af fyrirtækjum sínum en mér finnst ekki ástæða til að gefa eftir samninga til þetta vel stæðra fyrirtækja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband