Er jafnræði tryggt.

Mér hefur orðið hugsað til þess undanfarið þegar að fréttist að bankar séu að leysa til sín eða endurfjármagna stór fyrirtæki hvort að jafnræðis sé gætt. Nú eru til dæmis að koma fram útboð þá eru þeir sem að bjóða metnir samkvæmt greiðslu sögu og fjármagnsstöðu. Hver stendur þá vörð um þau fyrirtæki sem að sýnt hafa fyrirhyggju og eru enn á floti með herkjum þrátt fyrir allt of háa vexti.

Segjum að fyrirtæki A og B séu í sama rekstri fyrirtæki A lenti í uppsveiflunni var selt nokkrum sinnum og eigið fé þess mjólkað og sent til Timbuktu í dag er það komið i nokkurskonar gjörgæslu og endurfjármögnun hjá arftaka bankans sem að lánaði fyrir hrunadansinum.

Fyrirtæki B barðist áfram var aldrei selt enda fékk það aldrei lán nema í formi yfirdráttar eða skammtíma lausna en hefur samt haft þetta af. Þetta fyrir tæki nær enn að standa í skilum við bankakerfið og sama banka og fyrirtæki A skiptir við en er þó þungt haldið af háum vöxtum og þeirri staðreynd að lánafyrirgreiðsla til þess taldist aldrei eðlileg. 

Nú er boðið út verk sem bæði þessi fyrir tæki bjóða í fyrirtæki A sem þekkt var á uppgangs tímanum fyrir að bjóða langt undir kostnaðarverði í verk og fá þau og fyrirtæki B sem að yfirleitt var með verð rétt um kostnaðarverð.

Hvað er líklegt að skeði hvort ætli fyrirtæki A eða B bjóði lægra og ef að þau væru jafn há er þá ólíklegt að bankinn myndi frekar gæta hagsmuna þess fyrirtækis sem að þegar er komið í hans vörslu og endurreisn.  Ég held það og ég myndi gjarnan vilja fræðast um það hvernig menn hafa hugsað sér að standa vörð um jafnræði fyrirtækja núna þegar að má búast við að stór hluti þeirra verði í raun ríkisrekinn. 

Hvernig á síðan að velja hvaða fyrirtæki lifa og hvaða fyrirtæki deyja ætti til dæmis ekki hlutfall innlendra starfsmanna að skipta máli eiga fyrirtæki sem að segja upp innlendum starfmönnum en halda erlendum nokkurn rétt á hjálp í formi peninga sem teknir eru af sameiginlegum forða landmanna. Mín skoðun er að svo sé ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband