Ljós í myrkrinu

Mikið er gott að landar mínir eru að komast á þá skoðun aftur að best sé að vera engum háðir. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það er það sem hefur hentað okkur best.
Heimurinn er meira en Evrópa og ég tel að uppgangstímar á næstunni verði ekki í Evrópu heldur í Kína þó að þar dragi saman í augnablikinu eru þeir mun betur staddir en við Evrópubúar já svo er Indland líka líklegt til að verða á uppleið.
Við höfum fríverslunar samstarf við Kína og eigum að nýta það mun betur flytja hingað vörur og fullvinna og flytja síðan áfram til Evrópu það er það sem Danir gera og gengur vel.

Ég held að það séu vaxtar möguleikar fyrir atvinnulausa viðskipta menn og konur í því, það er dagljóst að atvinnutækifæri verða ekki til fyrir fólk sem að vann við banka og bréfa viðskipti í framtíðinni nema að það skapi sér þau tækifæri sjálft hér mun þjóðfélagið snúast um framleiðslu áþreifanlegra verðmæta til að rétta af eftir áfallið.

En þessi könnun ásamt þeim síðustu gleðja mitt Íslenska hjarta því að hvað sem fólki finnst og hversu ömurlegt það telur lífið í dag þá er það í raun forréttindi að tilheyra hinni Íslensku þjóð og geta notið þess sem að búseta hér hefur upp á að bjóða og hef enga trú á að samsuða við mikið stærri valdabatterí geti nokkuð bætt við þau gæði


mbl.is Meirihluti andvígur ESB-umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað hvað spurningin er alltaf vitlaus sem þjóðin er spurð að. Nú er spurt hvort viðkomandi sé hlyntur eða andvígur því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu.

Bíddu, þurfa menn ekki að sjá fyrst hvað stendur til boða áður en þeir ákveða hvort vit sé í að sækja um??? Væri ekki nærtækara að spyrja hvort viðkomandi sé hlyntur eða andvígur því að gengið verði til viðræðna við ESB til að komast að samkomulagi um samning sem lagður verði svo undir dóm þjóðarinnar?

Þessi skoðanakönnun er í besta falli villandi og sýnir glöggt hvað Fréttablaðið og Stoð 2 og ekki síst svarendur hafa mikla innsýn inn í málin, eða hitt þó heldur.

Sigmar Sigmarsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:57

2 identicon

Magnað hve margir halda að betra sé að hýrast einn úti í náttmyrkrinu heldur en að vera í samfloti með öðrum  Evrópuríkjum. ESB lönd standa saman , það sá berlega þegar bankahrunið varð. Ef við hefðum verið í ESB þá hefði skellurinn ekki orðið svona mikill. Annað í sambandi við Kína. Þá var ESB að setja verndartoll (80-90% förgunar skatt) á stál  eða járn sem er framleitt í kína. Þannig að gróði þess sem ætlar að flytja inn vörur frá kína og selja til Evrópu verðu lítill. E, ESB er með þessu að fá fólk til að versla vörur frá Evrópu til þess að þeir haldi vinnunni.  Það sem okkur vantar núna er atvinna. Ef ísland væri ESB þá væru örugglega mörg fyrirtæki sem sæju sér hag í því að setja upp fyrirtæki hér þar sem raforkar er ódýr. Þar með værum við komin með næga atvinnu. Svo myndum við fá gjaldmiðil sem er  stöðugur. Því eins og ástandið íslenska krónan hefur hagað sér þá er ekki séns að ætla að setja upp fyrirtæki hér til að framleiða vörur fyrir aðra en okkur sjálf. Því gengissveiflunar einar og sér geta lagt fyrirtæki á hausinn á auga bragði. Tala nú ekki um þegar svo bætist 20% vextir og verðtrygging.

dj (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 03:16

3 identicon

Það er nú mun meira atvinnuleysi úti í ESB en er hérna og það hefur verið bullandi atvinnuleysi þar lengi. Írland og fleiri eru ekki að koma vel útúr þessari kreppu, þótt þeir séu í ESB.

Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:34

4 identicon

Raforka væri nú ekki lengi ódýr ef við göngum í ESB og leyfum þeim að ráða.

Þór (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:48

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaðir og þakka áhugann
Sigmar þessi skoðanakönnun er ansi góð því að Morgunblaðið túlkar hana svona en Fréttablaðið túlkar hana sem að aukin hluti landsmanna sé fylgjandi inngöngu. Það er í raun hægt að túlka skoðanakannanir á alla máta þannig að það þarf að hugsa til þess. Auðvitað má fara í samninga en það er alveg ljóst að mínu mati að við erum ekki fær til samninga næstu 10 árin nema í formi afarkosta en það er sjálfsagt að ræða við þá en það er ekkert sjálfsagt að þar verði eitthvað skjól. Allavega hefur mér ekki sýnst það vera af því sem við höfum haft af þeim að segja.

dj Það er ekkert að því að vera í myrkrinu svo lengi sem að maður er ekki myrkfælinn. Eg er nú ekki viss um að Írar séu neitt sammála um að löndin standi saman og við skulum sjá þegar að líður á árið hvernig samstaðan er. Er ESB að setja toll á járn frá Kina en á sama tíma að hóta Bandaríkjunum refsiaðgerðum ef þau setja á verndartolla er það ekki tvískinnungur. Ísland er búið að standa fyrirtækjum í Evrópu opið og þau mega líka gera upp í evrum ef meirihluti tekna þeirra er í evrum og ekki hafa fyrirtæki nema þá stóriðja staðið í biðröð eftir að komast hingað. Hvers vegna sennilega vegna þess að launakjör eru of góð straumurinn liggur til Austur Evrópu Kína og Indlands. Íslenska krónan hagar sér ekki á neinn hátt hún er dauður hlutur það eru aftur á móti misvitrir menn sem að misnota hana og á því þarf að taka. Krónan er góður gjaldmiðill sé tekið tillit til annmarka hennar. Ég spái því að Ítalia, Írland, Lettland og jafnvel fleiri ríki verði búin að taka upp sinn gamla gjaldmiðil áður en árið er úti. Vextirnir og gengissveiflurnar eru síðan aftur vegna verka okkar mannanna og til að jafna út ytri aðstæður ekki vegna þess að krónan sé neitt að sveifla sér. Ef fjármagn er ekki tryggt vill enginn lána fjármagn og það er ekkert betra ástand. 

Þór Er sammála þér og það þarf að passa vel upp á orkuauðlindirnar bendi mönnum á að horfa á myndina um Enron og hvernig þeir fóru með Kaliforníu.

Blessaður Jón frændi. Til allrar óhamingju tókum við upp hluta af raforkulaga verki ESB sem núna bitnar á frændum okkar og frænkum aðallega á landsbyggðinni í stórhækkuðu raforkuverði. Sé Valgerði ævinlega skömm af að koma því á. Ég er á því að það mætti jafnvel skoða að segja sig úr ESS frændi en um það verðum við aldrei sammála held ég. 

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.3.2009 kl. 20:45

6 identicon

Þetta er ánægjulegt, ég hélt að meirihlutinn væri fyrir inngöngu. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband