Enn ein ekki fréttin

Hvað hefur góðærið gert okkur erum við algjörlega búin að missa tengsl við það lif sem að við höfum lifað hér árum saman stundað sjó unnið upp um fjöll og firnindi til að skapa okkur afkomu.

Ástæða þessara orða minna er frétt um fjölskyldu þar sem að fyrirvinnan var að fara til útlanda í vinnu ekki er það ætlun mín að gera lítið úr þessu fólki heldur vil ég benda á að þetta er engin frétt að mínu mati.
í hverri viku halda til hafs hér á landi fiskiskip til úthafsveiða um borð eru allt að 30 manns sem að verða fjarri fjölskyldum sínum næstu 40 daga jafnvel lengur.

Sjálfur ber ég minningar um brottfarir þegar afkomendurnir voru skríðandi á gólfinu og endurkomur þegar þeir löbbuðu uppréttir og hefur það aldrei þótt fréttamatur. Þetta er því ekki frétt nema að því leiti að það er gott að fólk getur fengið vinnu þó að það sé ekki í heimahögum það er þó hægt að brauðfæða sig og sína og það er það sem að skiptir máli.

En þetta sýnir þó að mínu mati þá áherslu hvernig sem á því stendur sem að núna ríkir hjá fjölmiðlum en það er öll áhersla lögð á að tala allt lóðbeint niður til heljar jafnvel fréttir sem að í eðli sínu eru ekki slæmar eru túlkaðar þannig að þær verði slæmar. Ég hef mínar skoðanir á hver tilgangurinn er en læt vera að opinbera þær allav i bili

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband