Eru Háskólar of margir hér á landi

Grein á mbl  fékk mig til að hugsa um allan þann fjölda Háskóla sem að verið að stofna og eru reknir hér á landi og í leið setja það í samhengi við þá staðreynd að við erum að fjölda eins og smábær í Evrópu fegnum varla titilinn borg þó við værum öll á sama stað.
Í greininni er vitnað í rektor Háskóla Íslands og sagt að
"Þrisvar sinnum fleiri vilji nú læra matvæla- og næringarfræði við skólann en áður, tvöfalt fleiri vilja nú læra rafmagns- og tölvuverkfræði. Sextíu og fimm prósent fleiri vilja í hagfræði, fjörtíu prósent í lögfræði, fjörtíu og þrjú prósent í umhverfis og byggingarverkfræði. Mikil aukning sé einnig í aðsókn að sagnfræði og heimspeki og íslensku-og menningardeild"
Ekki er ég á móti menntun en þarf ekki aðeins að stýra þessu í gamla daga fóru menn í Háskóla en líka í iðnskóla vélskóla stýrimannaskóla osvfr. Núna fara örfáir í starfsnám það nám er  umgengist eins og óhreinu börnin hennar Evu.  Og hefur öll þessi aukna menntun bætt heim okkar? Þó að gífurleg fjölgun sé i matvæla og næringarfræði fitnar þjóðin og lætur sér ekki segjast þó að reynt sé að segja henni hvað hún skal éta.  Þó hagfræðingum fjölgi erum við að lenda í mestu kreppu í óralangan tíma sem mun valda hér ómældum þjáningum. Kreppan eykur þó þörfina á lögfræðingum Umhverfis mál eru að verða atvinnugrein þannig að þar myndast störf en með sama áframhaldi held ég að sameina megi sagnfræði og menningardeild því ef svo fer fram sem horfir verður Íslensk menning ekkert annað en sagnfræðilegt viðfangsefni gleymd í fjölmenningar hyggju sem að fæstir virðast vita hvað í raun sé.
Það vantar fólk til starfa í ummönnunargeirum iðnaðargeirum og öðru þar sem verklega þekkingu þarf til að framkvæma það sem að aðrir hugsa. Þetta svið erum við óðum að missa til útlendinga og því ekki langt að bíða að við missum það úr landi hvers vegna ættu framleiðslu fyrirtæki að starfa hér þegar að ekki er lengur til vinnuafl til að vinna við framleiðsluna í raun er mjög stutt í að við höfum ekkert að bjóða hér annað en ódýrt rafmagn til að laða að fyrirtæki vinnuafl til að vinna að framleiðslunni er stutt í að verði ekki til nema þá til stjórnunarstarfa og þó að við séum best í heimi eru til vel hæfir stjórnendur af öðrum þjóðernum. 
Til að bæta lífsgæði þarf að framleiða það sem að aðrir þróa, skapa áþreifanleg verðmæti ekki glópagull.  Okkur er því lífsnauðsyn að efla nú þegar iðnnám og annað starfsnám og gera starfskiliðri í þeim greinum þannig að fólk vilji vinna við að búa til eitthvað en allir streymi ekki í draumaveröldina þar sem allir eru keisarar í nýjum fötum þó að kannski komi í ljós seinna að þeir eru margir í raun hálfnaktir.
Við sem að enn störfum á þessum sviðum þurfum að vinna í því að hefja þessi störf og þessa menntun aftur til þeirrar virðingar sem þeim ber það mun skila sér til baka í fjölbreyttara og sterkara þjóðfélagi.

Getur verið að hin mikla áhersla á bóknám hér á landi sé vegna þess að það er mun ódýrar að útskrifa fólk úr bóknámi en verknámi ég hef heyrt þá kenningu og vel getur verið að hún sé sönn en er það þjóðhagslega hagkvæmt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband