Á hraðri útleið

Hvað kemur það kosningum við þó að Landsóms málið sé tekið fyrir í vor ég vil kosningar í vor líka.

 Landómsmálið snýst um það að það á að draga einn fyrir dóm fyrir sök margra en kosningar snúast um það að vér þjóðin ætlum að lúskra á hópnum og helst sjá til þes að það verði ca 95% endurnyjun á þingi það að blanda þessu tveimur saman er lyðskrum.

Þetta er afburðarklaufalegt af Margréti að hræra þessum málum saman en örugglega vel meint eins og fyrri klaufaskapur hennar. EN ég held að hún geri sér grein fyrir því ásamt öðrum þingmönnum Hreyfingarinnar að þau eru á hraðri útleið annað getur greiningardeild mín ekki lesið úr daðri þeirra við velferðarstjórnina minnir helst á besta vin mannsins þegar hann dillar rofunni í von um bita af borðinu. Þeir sem að fylgst hafa með gjörningunum á Austurvelli trúa varla frekar en ég að þar hafi bara verið um kaffispjall að ræða Jóhanna væri ekki svo kotroskin sem hún er ef svo væri en miðað við hvað hún er kotroskin er greinilegt að áður en skellt var stáli í bak Árna var búið að tryggja eitthvað annað bak við tjöldin

Svo er nú það


mbl.is Gott að fá kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Jón Aðalsteinn.

Þetta var einstaklega klaufaleg og kjánaleg athugasemd hjá Margréti.

Ekki síst í ljósi þess sem hún sagði síðar í Kryddsíldinni hversu mikilvægt væri að persónugera ekki og vinna saman. Hún er ómerkingur - það er ekkert af þessu vel meint.

Og smeðjan í Steingrími og Jóhönnu við hana varð til að mér varð flökurt.

Hlustandi núna á væmnina í Jóhönnu í ávarpinu verður til að þetta verður að alvöru uppköstum.

Hvernig væri að fara að GERA eitthvað af því sem talað er svo fjálglega um! Gera eitthvað eftir tæp þrjú ár annað en hugsa um rassinn á sjálfum sér í stólnum og ESB.

Gleðilegt nýtt ár!

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband