Góðu tímabili lokið ?

Nú þegar að dynja yfir mann fréttir um að Vegagerðin eigi ekki meira fé fyrir snjómokstri að fallið hafi mesti snjór í Reykjavík og fréttamenn fara um götur og torg í hinum vanabundna æsifrétta stíl þegar maður hlustar á þetta hvarflar að manni hvort að það góðviðraskeið sem við höfum fengið að njóta síðustu árin sé að líða undir lok eins og Páll Begþórsson spáði um ef ég man rétt. 

Veturinn núna er ekkert merkilegri en margir aðrir sem að undirritaður hefur lifað á hálfrar aldar ævi. Hvort snjór er 1 cm dýpri eða grynnri tel ég ekki skipta höfuðmáli eða hvort að það eru fleiri eða færri dagar í einum mánuði sem að bera snjó þetta er þó gott til að geta reiknað út meðaltöl en meðaltöl verða aldrei neitt annað en það og þau breytast eftir þeim grunni sem að þú miðar meðaltalið við. Það sem virðist vera að ske er að við höfum venjulegan Íslenskan vetur sem að við höfum verið blessunarlega laus við undanfarið.

Það sem að mér finnst þó að mætti skoða er það að mér finnst skrítið að Vegagerðin hafi skki safnað í sjóði til að mæta vetrum sem að velflestir landsmenn vissu að kæmu aftur og jafnvel margir í röð. Sama um Reykjavíkurborg. Fólk leggur fyrir til að mæta óvæntum útgjöldum og ef að ekki þarf að eyða fjárveitingu í eitthvað þá á að geyma hana til að mæta seinni tíma áföllum en ekki alltaf að bjarga málefnum fyrir horn.

Þar sem að flestir okkar stjórnenda koma nú um stundir úr röðum æðri menntastofnanna er því spurn að mínu viti hvort að ekki vanti kennslu í hasýni og rádeildarsemi á þeim bæjum ásamt skorti á öðrum greinum.

Síðan og ekki síst er það svolítið skondið að allan þann tíma sem að við höfum verið laus við venjulegan vetur þá höfum við agnúast út í það með alskyns heimsenda hugsunum eins og það sé í eðli mansins að halda að allt sé að fara til helvítis ef hann upplýfir eitthvað gott


mbl.is Unnið að hreinsun vega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband