Annað sjónarhorn

Ég hef verið svolítið upptekin af því að velta fyrir mér fréttum undanfarið ekki út frá fréttunum sjálfum heldur þeim skilaboðum sem mér finnst þeim ætlað að flytja.
Fréttir eru jú skilaboð meðfram því að vera frásögn. Þetta er frásögn af atburði en skilaboðin eru fólgin í því hvað þykir fréttnæmt.

Fyrirsögnin beinir augum að því hvað málsóknin gegn hluthöfum og stjórnendum kostaði.  Það sem að ég er að velta fyrir mér er hvort það sem verið er að miðla til okkar í fréttinni sé að þetta sé of mikill kostnaður og það er eins og það sé afsökunar hljómur í slitastjórninni og ásökunarhljómur annarstaðar í fréttinni það er eins og ég hef tilfinningu fyrir henni.

En sé það boðskapurinn hvað má þá réttlætið kosta og er það tilfellið að það geti verið of dýrt að  sækja réttlætið og sé það svo er þá nóg að glæpurinn sé nógu stór til að það sé of dyrt að ná fram réttlæti

Kannski er þetta bara svona einhver klofi í manni en mér finnst skilaboð margra frétta skrítin undanfarið og als ekki í neinu samhengi við fréttirnar sjálfar.

 


mbl.is 375 milljóna málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband