Segjum þeim upp.

Nú er komið nóg af vitleysunni. Einfaldasta aðgerð til skattlagningar á akstur er í gegnum eldsneyti þá borgar maður fyrir það sem að maður eyðir og það þarf alltaf orku í hlutfalli við þyngd og stærð til að knýja áfram hluti. Það hvetur einnig til orkusparnaðar. 

Það er ekkert mál að skattleggja annað eldsneyti eins og olíu og meira að segja hægt að mynda þá hvata til að nota heldur innlent eldsneyti í gegnum gjöld.

Það að vera að eiða tímanum í svona þvælu ásamt því að þrasa um það hvort eigi að breyta klukkunni fyllir endanlega málin hjá mér.

Látum þetta aldrei fara í gegn við höfum sýnt nóga þolinmæði.

Best væri að koma stjórninni frá núna fyrir jól næstbest er að gera þeim grein fyrir því meðan þau taka sitt árvissa óralanga jólafrí, að við höfum tekið ákvörðun og ákveðið að senda þeim þau skilaboð sem að margir aðrir þjóðfélagsþegnar fá af þeirra völdum  þau eru.

"Þið eruð rekin"


mbl.is Veggjöld milli hverfa í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Öfugmundur segir að ekkert verði af vegaframkvæmdum nema með nýrri skattlagningu. Hverslags fávitar stjórna landinu? Í áratugi hefur skattheimta til vegaframkvæmda og viðhalds vega verið í hæstu hæðum hér á landi og ef það skattfé hefði farið óskipt í vegasjóði væri sá sjóður úttútnaður af fjármagni. Hins vegar hefur ríkið notað þessa skattlagningu sem tekjuleið til að mæta m.a. taprekstri og sukki stjórnvalda og þetta skattfé hefur aldrei farið óskipt til vegamála. Ef vegaskattfé er notað til vegaframkvæmda og endurgreitt til þess málaflokks það sem undanfarna áratugi hefur hreinlega verið stolið af bíleigendum til annarra hluta, er hægt að borga viðhald og nýframkvæmdir án frekari gjalda á bíleigendur. Þessi glæparíkisstjórn er sama mafíusvikamyllan og þær fyrri, og virðist reyndar ætla að toppa þær allar með rugli, sýndarmennsku, svikum, lygum, spillingu, einkavinavæðingu og öllu því versta sem sjálfstæðismenn og framsóknarhyskið hefur hingað til átt margföld heimsmet og Íslandsmet í.

corvus corax, 16.12.2010 kl. 09:40

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Að hlusta á Kristján Möller segja í gær í ræðustól alþingis í gærkvöldi að FÍB maður hafi lekið trúnaðarskjölum um vegtolla og því væri umræðan byggð á einhverri vitleysu. Þetta er ótrúlegt þegar hann sjálfur kynnti vegtolla á Bylgjunni og víðar sem byggðust á eftirliti með gerfihnöttum og það ætti eftir að útfæra. Þeir bílar sem mestu eyða og keyra mest greiða mest af sköttum til ríkisins. Nú á að fækka þeim með öllum ráðum með ofurgjöldum  en hinir umhverfisvænu bílar fá að aka um án þess að greiða skatt. Bifreiðaeigendur hafa fjármagnað uppbyggingu vegakerfisins og miklu meira en það  en samgönguráðherrar undanfarinna ára hafa eytt langt um efni fram í gæluverkefni, mest í jarðgöng. Nú eru engir peningar til en samt á að fara í stórframkvæmdir sem eru mjög langt frá því að vera arðbærar, og rukka fyrir þær með vegtollum

Sigurður Ingólfsson, 16.12.2010 kl. 11:02

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka góð innlegg ekki veit ég hvað það er en nú er ég búin að fá upp í kok og er ég þó all langlundargóður maður það er komið mál að linni og einhverjar breytingar verði hér eruð þið ekki sammála.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.12.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband