Að virða stjórnarskránna

Mér finnst þetta frekar vera spurning um hvort að Lilja ætlar að virða 47 og 48 grein Stjórnarskrár.  

Ef hún er sannfærð um ágæti fjárlaga segir hún já og fylgir sannfæringu sinni ef ekki segir hún nei og fylgir einnig sannfæringu sinni öðruvísi fylgir hún ekki stjórnarskránni og framfylgir ekki skyldu sinni sem þingmaður.


Þingmaður getur ekki greitt atvæði á annan hátt greiði hann atkvæði á móti samvisku sinni er hann að brjóta stjórnarskránna.

Ef síðan aðrir þingmenn eru að greiða atkvæði með hlutum gegn samvisku sinni  til að sýna ímyndaða samstöðu þá eru þeir þingmenn að brjóta stjórnarskránna.

Það er til dæmis fróðlegt núna að skoða ummæli þingmanna síðan fyrir ári síðan varðandi Icesave og miða þau við það sem síðan hefur komið á daginn hvar var samviskan í fyrra ?

47. grein

Sérhver nýr þingmaður skal vinna drengskaparheit að stjórnarskránni þegar er kosning hans hefur verið tekin gild.

48. grein

Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.


mbl.is Hvetur Lilju til að samþykkja fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

48.b (óskrifaði hlurinn)

Fylgja skalltuy formanni þínum eða öðrum þeim yfirboðara er við kjötketilinn situr ellegar munt þú finna þig í Kolima!

Óskar Guðmundsson, 10.12.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband