Í dag verður smá breyting ekki mikil en þó breyting.

"Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottum þá fengu tjaldbúarnir þrjátíu mínútur til þess að taka tjöldin saman og var það gert"

Hvað svo ef þaui hefðu ekki gert það.

Afhverju má fólk ekki tjalda á Austurvelli og hvar eiga þeir sem að missa heimili sín að vera.

Ég skil þó að stjórnvöld hafi viljað losna við fólkið af vellinum fyrir hátiðina á eftir en það er sama og stjórnvöld í öllum lélegri ríkjum heims gera reglulega og hafa gert um aldir að hylja blettina í stað þess að gera við þá.

Eitt er þó öðruvísi í dag en aðra daga það er ekki merkilegt og skiptit ekki máli í sögunni en það sem er öðruvísi í dag en aðra daga er það að.

Í dag hefur þetta sófadýr og bloggari ákveðið að nú sé komið nóg og að öll vötn renni nú  til Dýrafjarðar ég mun mæta niður á Austuvöll í fyrsta skipti og síðan hér eftir þangað til að hér hafa orðið þær breytingar sem að gera það mögulegt fyrir afkomendur mína að lifa mannsæmandi lífi hér á landi.

Ekki mikil breyting en samt smá og ég hef trú á að þær smáu séu all margar í dag

 


mbl.is Tjaldbúar yfirgefa miðborgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Gott hjá þér, ég hef á tilfinningunni að það séu fleiri í þínum sporum, ég sjálf kemst ekki í dag en ætla að gera það að föstum lið hér eftir.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 1.10.2010 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband