Virðingarvert.

Hér um virðingarvert framtak að ræða en mikið held ég að það séu erfið sporin fyrir marga að viðurkenna að þeir þurfi á því að halda að þiggja ókeypis mat og eiga á hættu að lenda í beinni því mikið var fjallað um þetta í dag. Ein lausnin gæti verið eins og bent er á þarna að við sem enn eigum fyrir súpu myndum mæta og borga fyrir okkar súpu snjallt væri að vera bara með bauk sem fólk gæti sett pening í sem rynni til fjölskyldu hjálpar. Á þann máta væru þeir sem ekki eiga fyrir björginni huldir meðal okkar hinna og við hin gætum látið eitthvað gott af okkur leiða og um leið áttað okkur á því að við teljumst heppin alla vega enn.

Stjónmála menn munu auðvitað segja að lítil mæting þýði að það sé lítil neyð og mikil mæting þýði að þar sem sé súpa sé sægur af fólki


mbl.is Gefa Fjölskylduhjálp framlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Stjónmála menn munu auðvitað segja að lítil mæting þýði að það sé lítil neyð og mikil mæting þýði að þar sem sé súpa sé sægur af fólk"

Einmitt það sem mér datt í hug. Nú geta Jóhanna og Steingrímur slegið sér á brjóst og sagt að "SKJALDBORGIN" virki bara vel.

HAG (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 23:05

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jón, þetta er góð ábending hjá þér og góður pistill.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.7.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband