Eru þetta pikk upp línur

Ef eftir farandi klausa frá ráðuneytinu er hugsuð sem einskonar pikk upp lína á almúgann þá er sú ætlan hin mestu mistök. Þetta er illa dulbúið orðskrúð um enn illa dulbúnar skattahækkanir.

Svo segir í fréttinni.
" Árangur í tekjujöfnun byggist á sterku velferðarkerfi, fjármagnað með skattkerfi með góða tekjuöflunareiginleika. Ef stighækkun skatta fer yfir tiltekin mörk dregur úr tekjuöflunargetunni vegna truflandi áhrifa á hagrænar ákvarðanir, hreyfanleika skattstofna og möguleika til undanskots frá sköttum. Þetta grefur undan möguleikum ríkisvaldsins til að jafna tekjur á skilvirkan hátt. Niðurstaðan er sú að meginframlag íslenska skattkerfisins til tekjujöfnunarstefnu stjórnvalda þarf að vera að afla nægra tekna á skilvirkan hátt, fremur en að draga úr ójöfnuði upp á eigin spýtur," segir fjármálaráðuneytið."

Þvílík steypa í hvaða skóla fóru þeir sem að settu þennan óskapnað á blað. Þessi málsgrein nær meira að segja að toppa einræðu Ögmundar til að réttlæta skattlagningu veikinda bóta. Það virðast engin takmörk fyrir því hvað ráðamönnum okkar reynist létt að níðast á alþýðunni og beygja sig móðurætt fyrir erlendum

Í þýðingu hljómar þetta svona Okkur dettur ekki í hug að hætta að fara illa með peningana ykkar eða gæta aðhalds heldur erum við að finna leiðir til að skattleggja ykkur betur svo við og vinir okkar þurfum ekki að hætta að sukka.

 

Sveii.

 

 

 

 

 


mbl.is Vilja auka tekjuöflun ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband