Þetta er afleiðingin.

Ég vil vekja athygli á orsökinni fyrir þessari afleiðingu en hún er sú að mínu mati að hér komst aftur til valda fólk af vinstri vængnum
Í fréttinni segir 
" Íslandsbanki segir, að sú kaupmáttarskerðing, sem íslenskir launþegar hafi orðið fyrir undanfarin misseri, eigi sér fá fordæmi hér á landi og þurfi að fara aftur til byrjun tíunda áratugar síðustu aldar til þess að finna álíka þróun"
Ég man ekki betur en að við völd hér á þeim tíma hafi verið svipuð stjórn.
Stjórn sem vill flest alla jafna en gleymir bara að taka fram að hún vill alla sem jafnasta á botninum en ekki á toppnum. Félagshyggja þessara stjórna að mínu mati er ekki að laga hlutina hjá þeim sem verst hafa svo að þeir hafi það betra heldur að taka allt af þeim sem hafa eitthvað svo að allir hafi það jafnskítt.

Nema náttúrulega ráðamenn sjálfir og eigendur fjármagns um það virðast bæði vinstri menn og hægri menn sem að ég er nú farin að efast um að séu til hér á landi mér sýnist flest allar stefnur vera fólgnar í útþennslu ríkisafskipta hér.
En báðir vængir Íslenskra stjórnmála eru samála um það frá mínum bæjardyrum séð að eigendur fjármagns skuli verndaðir yfir gröf og dauða um það er ekki ágreiningur að mínu mati og má bara benda á að verkin sýna merkin í þessu tilfelli.

Enda ef manni er hugsað til uppeldisáranna þá man maður að það var sjaldgæft að heimahundarnir bitu  þær hendur sem báru þeim matin.


mbl.is Kaupmáttur nú sá sami og 2002
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband