Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Ef eitthvað stendur út af

"Ég held að það sé einlægur vilji þingmanna að klára mál er snúa að heimilunum ef eitthvað stendur útaf," segir Birgitta Jónsdóttir formaður þingflokks Hreyfingarinnar. Hún segir þingmenn hafa fullan skilning á því að þessi mál þoli enga bið."

Ég vil benda þingmanninum á að það stendur allt útaf.
1. Það er ekki búið að leiðrétta það rán sem framið var á þeim sem eru með verðtryggð lán.
2. Það er ekki búið að innleiða gangsæi og vönduð vinnubrögð.
3. Það er ekki búið að reisa skjaldborgina.
4. Það er ekki búið að skapa raunverulega aukningu á atvinnu.
5..................................... og upp í það óendanlega sem að ekki er búið að gera.

En þið háttvirtu alþingismenn hafið þá klárað það að ákveða að það eigi að fara í sumarfrí á þriðjudaginn. Þingmenn ættu að skammast sín hvar í flokki sem að þeir standa. Það er greinilegt að þeir skilja ekki þau skilaboð sem að þeim voru send í sveitastjórnarkosningunum enda ´rennur manni kalt vatn milli skyns og hörunds þegar hlustað er á álit þeirra hvers vegna þjóðin rasskelti þá. Þeir vita þó upp sig skömmina og hræðast orðið almúgann því varla heldur nokkur maður að hugmyndin um lokun dómkirkjunnar hafi komið frá lögreglunni hún kemur frá yfirmönnum hennar elítunni við Austurvöll sem vill fá að halda sína þjóðhátíð fjarri truflun frá lýðnum. Þessi elíta er orðin jafn fjarlæg alþýðunni og hirð Frakkakonungs á síðustu dögum einveldis í Frakklandi.

Allir vita hvernig fór þar kannski kveðjum við lýðveldið fljótlega og komum á einveldi aftur.


mbl.is Einlægur vilji þingmanna að klára mál heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lénsskipulagið og ráðstjórnin snýr aftur.

Það stendur ekki í ráðamönnum að setja hömlur á atvinnufrelsi og einstaklingsframtak landsmanna tala nú ekki um ef að það er framtak sem að gæti leitt til lægra vöruverðs og minni einokunar
Ef vart verður við svoleiðis framtak er það þegar kæft í fæðingu sem illgresi væri. enda frjálst framtak og hagsbætur fyrir þegnana eitur í beinum þeirra sem nú ríkja.

Verst er það að svona aðgerðir leiða til þess að maður gæti hneigst til þess að styðja inngöngu í stórapparatið til að brjóta þessa einokun á bak aftur.

En hvern á þetta frumvarp að styðja mér býður í grun að það sé ekki sniðið að hinum gamaldags bónda sem yrkir jörð sína og hefur gert mann fram af manni. Ég held að hér sé verið að bjarga þeim sem skipulega hafa keypt um jarðir og kvóta og eiga nú stóran hluta Íslensks framleiðsluréttar og bújarða.
 Bankarnir eiganefnilega síðan veð í þessum fyrirtækjum og þar með kvóta þeim sem þau eiga því og bönkunum verður að hlúa að. Það væri ósvinna að þessi uppdiktaða eign myndi rýrna ef einhver almúga plebbin myndi nú fá sér belju og fara að selja mjólk eða ís án þess að hafa leyfi til þess frá ráðstjórninni og bændasamtökunum.  Þessari sömu ráðstjórn og samtökum sem hafa hendurnar á kafi í vösum mínum og hirða allt sem hringlar þar hraðar en hönd á festir.  

Ég hef verið hliðhollur Íslenskum bændum og landsbyggðarfólki en sú hollusta gufar upp við aðgerðir af þessum toga. Ég tel að bændur geti vel bjargað sér í frjálsri samkeppni þeir vilja jú hafa frelsi í öðru hvort við göngum um land þeirra týnum ber þar eða tjöldum en svo vilja þeir taka af okkur frelsið um hvaða vörur við kaupum þó að þær séu Íslenskar.

Hér er verið að innleiða samskonar einokun og tíðkast í sjávarútvegi inn í Íslenskan landbúnað. Jón ráðherra laut lágt með þessum lögum að mínu mati þó varla sé við öðru að búast úr þessari skoðanaáttinni en að allt eigi að vera sett undir lög og reglur hver verslar við hvern þangað til hér ríkja sömu lög og dæmdu menn til refsingar fyrir að versla við rangan kauppmann á árum áður.

Ráðherra ætti síðan að skoða það að þetta gerir lítið annað en að auka fylgið við ESB og VG ætti að skilja að það eru svona aðgerðir sem eru orsök fylgishruns VG en ekki bann við súludansi og vændi en ég hef heyrt að VG telji landsmenn hafi snúist gegn sér vegna þess. Landsmenn hafa bara um allt annað að hugsa í dag heldur en súlusnúning og lostalosun svo töluð sé Petríska. Fólk er önnum kafið þessa dagana að losa um séreignasparnað og eignir til að lifa af en ekki upptekið af mittisóróa.


mbl.is Setja sektarákvæði inn í búvörulög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarfrí

Skora á þingmenn að taka sumafrí í júlí og láta það duga það gera aðrir landsmenn
mbl.is Formenn þingflokka funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála en samt ósammála.

Ég er sammála rektor að menntun er leið út úr kreppunni en ég hef trú á því að við séum ósammála um hvaða menntun það er.
Vitað er að Finnar lögðu óhemju áherslu á tæknimenntun til að koma sér út úr kreppunni og sagt er að þeir hafi meðal annars gert sérstakt átak í að kynna mæðrum kosti iðnmenntunar til að þær hefðu áhrif á börn sín svo þau færu í iðnnám. Iðnnám á ekki upp á pallborðið hjá okkur Íslendingum það virðist álitið ógöfugt starf sem að henti einna helst innfluttu ódýru vinnuafli þó má það ekki vera frá Kína ef taka skal mark á forseta ASI það þarf helst að hafa CE stimpil frá ESB á óæðri endanum en þá er það líka í fínu lagi.

Undanfarin ár höfum við skipulega að mínu mati dregið úr iðnmenntun það er vitað að iðnmenntun er dýrari en bóknám sem er sennilega ein af ástæðunum fyrir því að ráðamenn eru ekki hlynntir því kannski er önnur ástæða hvað fáir iðnmenntaðir einstaklingar eru á þingi.
Við höfum breytt þrautreyndum námsbrautum eins og Vélstjóranámi og endurskýrt þær með orðinu tækni einhverstaðar í nafninu en orðið tækni virðist nú vera í tísku eins og orðið fræðingur tröllreið öllu þegar ég var ungur og hætti að vera Vélstjóri en varð Vélfræðingur en það skeði nokkurn vegin sjálfvirkt þegar ég labbaði í gegnum hurð í sama starfi og með sömu menntun og sama sjálf og ég hafði hinu megin við hurðina. Svona eru tískubólurnar.

Þarf virkilega alla þessa lögfræðinga, viðskiptafræðinga, guðfræðinga, kynjafræðinga, bókmenntafræðinga og svo framvegis. Þurfum við ekki ískalt að skoða hvaða störf skapa verðmæti þá efnisleg verðmæti þó að ég viðurkenni að andleg verðmæti eru líka verðmæti en þau veita ekki magafylli fyrir almúgann né skapa gjaldeyrir í sama magni og hin efnislegu því miður. Verðum við ekki ískalt að stefna fólki skipulega í menntun sem að nýtist til framleiðslu það er mín skoðun.

Okkur er orðið hátækni gífurlega tamt um þessar mundir allir eiga að vinna hátæknistörf og þá helst í gagnaveri. Hvaða hátæknistarf er í gagnaveri ef við smíðum búnaðinn þá er það hátækni, en verður búnaðurinn smíðaður hér? 
Sjáum við eingöngu um forritun þá er það ekki hátækni og það er á einu augnabliki hægt að færa fóritunarstörfin til Indlands eða Kína, hvað segir Gylfi þá.
Sennilega er iðnstýring kælikerfisins mesta hátæknin sem er í gagnaveri og frágangur ljósleiðaranna síðan má telja það til hátækni að skúra svona stað án þess að skvetta raka á hinn viðkvæma búnað.

En það vill svo til að það er fullt af hátækni störfum hér og þau eru unnin af fólki út um allt land þeir sem að komið hafa nýlega í sumar af fiskimjölsverksmiðjum og frystihúsum okkar hafa séð hátækni ég var á ferð um landið og var svo heppin að vera boðið að skoða eitt af þessum fyrirtækjum. Ég get sagt það að þó að ég hafi reynslu á þessu sviði þá féllust mér hendur þegar ég skoðaði fyrirtækið.
Hráefnið kemur inn fer eftir línum stjórnað með iðntölvum og skynjurum og kemur út sem full unnin vara í pakkningum og þetta er fyrirtæki sem aldrei er nefnt í sömu ræðu og hátæknin sem öllu á að bjarga hér. En svona hátæknifyrirtæki eru út um allt land og skapa gjaldeyri hvern einasta dag og þarna vinna Siggi frá Grund og Gunna á Eyri með sína iðnmenntun sem þau luku fyrir 24 ára aldurinn og hafa síðan stundað framhaldsnám í lífsins skóla en hann býður upp á ólánshæft nám án nokkurs möguleika til útskriftar fyrr en maður verður aftur að moldu. Ég þori síðan ekki að minnast á þá hátækni sem er í hinum umdeildu álverum og þeim afleiddu þjónustustörfum sem í kring um þau eru.

Eflaust rísa margir upp á afturlappirnar sem nenna að lesa þetta og halda að því sem beint gegn æðri menntun það er alls ekki málið er bara það að þegar peningar eru ekki til þarf að athuga hvernig best er að nýta þá til að skapa sem mest vermæti sem skila sér til baka sem fyrst. Þá hlýtur að vera rétt að skoða hvort að hnitmiðuð iðnmenntun sem skilar fólki á vinnumarkaðin rétt rúmlega tvítugu er ekki þjóðhagslegra hagkvæmari en menntun sem að tekur fólk 25% af vinnuævinni að ljúka.

Ég tel að ef við horfum á stærð þjóðfélagsins og fjölda ákveðinna stétta þá sé þetta augljóst. Eða er ekki skrítið svona gróft áætlað að ef bíllinn þinn bilar í Ártúnsbrekkunni þá keyri ef ég man rétt milli 50 og 60 einstaklingar af lögfræði og viðskiptafræði stétt framhjá þér áður en að fyrsti bifvélavirkinn kemur sé miðað við prósentutölu. Það fara semsagt 100-110 mans framhjá áður en að sá sem eitthvað getur liðsinnt þér kemur nema að hinir hafi kaðal í bílnum og tími að draga þig á Porce jeppanum.

Það er síðan athyglisvert að þó bifvélavirkjar séu svona fáir gengur bílafloti landmanna áfallalaust að mestu en lög og regla eru í algjörri upplausn og viðskiptafræðileg staða landsins er þekkt um allt hið byggða sólkerfi.

En ég er sammála rektor að menntun er lausnin en eins og ég sagði að ofan er ég ekki viss um að við séum sammála um hvaða menntun við skulum ekki gleyma því að skólar eru fyrirtæki sem fá borgað fyrir fjölda nemenda en ekki fyrir gagn það sem menntun þeirra veitir þjóðinni þannig að skilda þeirra sem reka þá eins og annarra sem reka fyrirtæki er að standa vörð um sinn skóla en ekki endilega að predika hvaða menntun sé hagstæðari en önur fyrir þjóðfélag sem er á hausnum


mbl.is Menntun leiðin út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfamál

Þetta er að mínu mati algjört óþarfa mál. Frá mínum bæjardyrum séð á að setja upp einhverja elítu nefnd sem hefur sennilega það helsta markmið að veita einhverju smá launauppbót síðan verður malað og malað og ekkert skeður sem er kannski bara gott því að ég sé enga þörf fyrir nýja stjórnarskrá. Það er ekkert að þeirri gömlu það þarf bara að fara eftir henni og þar stendur hnífurinn í kúnni eða halda menn að eitthvað verði frekar farið eftir einhverju ný modern plaggi nei það verður ekki raunin.

Reynum að hundskast til að fara eftir þeirri stjórnarskrá sem að við höfum og starfsmenn mínir á planinu niður við Austurvöll farið að vinna vinnuna ykkar þá gæti kannski farið að rofa til hjá okkur annars verð ég og fleiri landsmenn að fara að líta á uppsagnarákvæði ráðningarsamninga ykkar.

Annars gæti verið smá breyting sem væri til góðs. Það er að fækka þingmönnum niður í ca 31 skipta landinu í 15 kjördæmi síðan yrði kosið á tveggja ára fresti um 15 þingmenn þannig að það yrði mun meira aðhald á starfsmönnum mínum við völlinn því að styttri tími milli kosninga væri vinnuhvetjandi. Hvers vegna ekki síðan að kjósa í helstu embætti eins og ríkislögreglustjóra seðlabankastjóra og forsætisráðherra en stjórnarskráin sem slík er gott plagg og eina sem vantar er virðing fyrir henni.


mbl.is Stjórnlagaþing að verða að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bóla

Þetta var engin hagvöxtur þetta var bóla hér á suðvesturhorninu það verður fróðlegt að sjá tölur frá 2008-2010 skrítið að 2009 sé ekki með nú á tölvuöld. Að mínu mati má kannski ræða um hagvöxt á Suðvesturhorninu en þá hefur verið raunvöxtur á landsbyggðinni
mbl.is Meiri hagvöxtur í Reykjavík en á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúpvitur orð

"Vandi minn felst í því að ég get ekki komið til móts við óskir þeirra um hvalveiðar. Það er ekki meirihluti fyrir sjónarmiðum þeirra innan Alþjóða hvalveiðiráðsins.“
Þetta eru óskiljanleg orð er ekki hægt að hafa skoðun nema að maður fylgi meirihlutanum.

Svo mælir ráðherrann en ég hélt að Færeyingar væru reiðir því að hún styddi ekki þeirra kröfur en ekki reiðir yfir því að hún gæti ekki bjargað heiminum Espersen getur alveg stutt Færeyinga þó að allir séu á móti henni við það eða vill hún vera memm og segja bara það sem er mönnum þóknanlegt þá og þá stundina sem sagt tala í allar áttir.
Þá gæti maður freistast til að álykta að hún hefði lært stjórnmál hjá ríkisstjórn Íslands Kannski er Lene meðlimur í Samfylkingunni eða VG flokkum sem að vilja heldur vera memm með öðrum en þegnum lands síns.

Þetta er ekki alveg rétt hjá mér þeir flokkslimir sem að ég minntist á að ofan vilja alveg vera memm með sumum löndum sínum það er ef að þeir eru í skilanefndum eiga fé og ýmissa aðra kosti þurfa þeir að hafa sem of langt væri að telja upp en landsmenn flestir vita nú orðið.

Áberandi best til að vera þóknanlegur er að þó hafa sett eitt land á hausinn þá vilja allir vera memm.


mbl.is Færeyingar æfir út í Espersen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekkert við að vera annað en skítkast. (Hvar er skjaldborgin)

Það virðist ekkert vera að gera núna mínútu fyrir sumarfrí hjá starfsmönnum mínum við Austurvöll annað en að henda skítasprengjum í einhverja aðra svo að ekki finnist lyktin af eigin úrgani og úrræðaleysi.
Hér toppar háttvirtur þingmaður félaga sína og er það  mikið afrek því að topparnir hafa verið margir síðustu daga og allir niður á við. Ég hef trú á að þjóðin sjá í gegnum þetta eins og það að það trúir ekki nokkur maður nema sanntrúaðir Samfylkingarmenn og konur því að Jóhanna hafi ekki vitað af launamálum Más.

Ég mælist til þess að alþingismönnum verði fækkað í 21 þing verði lagt niður og samkundan kölluð ríkisráð.

Síðan þó að ég sé einlægur hægrimaður þá sá Pétur Blöndal til þess í morgunþætti Bylgjunnar í morgun að ég greiði flokki hans ekki atkvæði meðan að hann er þar á lista.
Ummæli hans og afstaða til þess þjófnaðar sem framin var á okkur sem byggjum heimili þessa lands er eitthvað sem að ég felli mig ekki við. Sú órjúfanlega ást sem að hann hefur á eigendum fjármagns hefur greinilega ekkert kulnað enda muna sennilega allir þá sannfæringu hans að allt fé þyrfti hirðir. Vandamálið er það að fjárhirðarnir sem hann er svo hlyntur hirtu féð en það er að sjá að honum finnist eðlilegt að fólkið í landinu leggi þeim sömu fjárhirðum til aðra digra sjóði.

Það er að koma betur og betur í ljós að einungis einn þingmaður hefur bein í nefinu og virðist tala án þess að eigin hagsmunir ráði för eingungis einn þingmaður virðist skilja hvað er í gangi og talar ekki eins og múlbundið dráttadýr flokksmaskínu. Þessi þingmaður er kona og ég skora á hana að segja sig úr flokki sínum og starfa óflokksbundið og ég hvet okkur þjóðina til að fela henni að leiða okkur út úr þessum vandræðum.

Þetta er Lilja Mósesdóttir og þetta rita ég forpokaður hægri maðurinn.

 


mbl.is Kostar hvern íbúa 551.000 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld ættu að skammast sín.

Stjórnvöld ættu að skammast sín þau hafa ekkert gert nema að lengja í hengingaról heimilanna og það er ömurlegt að horfa á hvernig þeim virðist vera slétt sama um þegna sína.
Össur sést ekki hann er svo upptekin í Brussel eða það vona ég hann er allavega horfin af yfirborði jarðar kannski er hann að reyna að gleymast. 
Steingrímur orðin jafnstór í rekstri og Jón Ásgeir og Jóhanna gerir sér ekki grein fyrir því að það fer kuldahrollur um þegna hennar þegar þeir hugsa til hinnar skelfilegu setningar "Minn tími er komin"  Það er ömurlegt að vera Íslendingur í dag.

Það er síðan enn athyglisverðara að hlusta á umræðuna og fréttir og reyna að finna út hver andskotinn gengur á. Félagsmálaráðherra vill frysta öll laun en það virðist vera hans eigin skoðun Steingrímur hefur ekkert heyrt minnst á það né launþegahreyfinginn. Þessi sami félagsmálaráðherra er meðlimur í ríkisstjórn sem er uppvís að því að reyna að finna leiðir framhjá kjararáði til þess að geta yfirborgað Seðlabankastjóra kannski eiga þau laun að koma úr frystingu launa annarra ríkisstarfsmanna. Ekki reyna að segja mér að stjórnvöld viti ekki hvað undirsátar þeirra gera þó að þau þykist ekkert hafa vitað af málinu.

Steingrímur segir síðan að miljóna laun i bönkunum það er Landsbanka komi honum ekki við þau séu ekki á hans forsjá.

Kastljós kvöldsins var síðan athyglisvert ég hélt að Árni væri orðin fréttamaður en spyrilinn væri félagsmálaráðherra því að hún fór hamförum í að reyna að réttlæta launafrystingu ríkisstarfsmanna að mínu mati, skildi hún ekki vita að hún er ríkisstarfsmaður, hvernig væri að spara með því að hætta að sjónvarpa á fimmtudögum og loka sjónvarpinu einn mánuð á sumri það var svoleiðis.

Síðan er það Kínagrýlan það er gefið í skyn að við verðum í frosti hjá öllum siðmenntuðum þjóðum ef við eigum viðskipti við Kína það voru endurteknar spurningar í þá veru í fréttum í dag. Hvernig er það átta menn sig ekki á að stór hluti heimsins á í viðskiptum við Kína ég spyr mig hvað liggur að baki þessara spurninga fréttamanna oft á tíðum ég get ekki skilið það en Kastljósið var skrítið og er enn skrítnara þegar ég horfði á það í annað skipti er spyrillinn að fara í framboð fyrir Samfylkinguna eða hvað.

Formaður ASI náði líka nýjum hæðum í dag þegar hann fór að gefa í skyn að það yrði nú að passa að hingað kæmu ekki vondir verkamenn frá Kína sem að eyðilegðu Íslenskt atvinnulíf ég veit ekki betur en að okkar ágæti formaður sé fylgjandi ESB og þar með fylgjandi því að hingað flykkist láglaunavinnuafl frá hinum fátækari ríkjum ESB ég veit alveg hvernig ástandið var hér í uppsveiflunni og ég hef líka mína skoðun á þeim aðgerðum eða aðgerðarleysi sem að verkalýðshreyfinginn sýndi þá. En þessi orð fá mig til að halda að ódýrt ESB vinnuafl sé ASI þóknanlegra en Kínverskt. Við skulum síðan ekki gleyma því hvernig ASI berst fyrir verðtryggingunni til að vernda lífeyrissjóðina sem að arðræna okkur alla æfi og vona síðan að við köfnum á afmælistertunni á 67 ára afmælinu svo að þeir geti stungið ævigreiðslunum okkar í hýtina. Hef oft furðað mig á hvað verður um greiðslur þeirra sem falla frá fyrir aldur fram en mín skoðun er sú að þeir séu lífeyrissjóðunum þóknanlegri en aðrir lái mér hver sem vill fyrir þá skoðun.
Ég er meira hallur undir Kínverskt fjármagn heldur en fjármagn fyrrverandi útrásarvíkinga sem að ekkert geta byggt hér upp nema að fá margfaldan afslátt af öllu og það þó að ég aðhyllist skoðanir sem eru eins langt frá Kínversku kerfi eins og mögulegt er.

Nei ég held að stjórnvöld ættu að skammast sín og hundskast í burtu því bara sú staðreynd að 22000 einstaklingar séu í vandræðum og stjórnvöld halda því fram að hér sé allt í góðum gír og aðgerðir þeirra svínvirki þau stjórnvöld eru að mínu mati ekki starfi sínu vaxin og ættu að sjá sóma sinn í að slíta þingi og boða til kosninga strax.

Getur síðan einhver sagt mér að skynsemina í því að 63 einstaklingar ásamt hjálparkokkum haldi í sumarfrí í byrjun júní og mæti aftur um veturnætur meðan landið brennur er ekki einfaldast að þessir einstaklingar fái greiddan sinn  frímánuð og síðan ekki neitt fyrr en mætt er til vinnu aftur ég sem vinnuveitandi þeirra sé allavega ekki ástæðu til að greiða þeim laun yfir þennan tíma. Það að þau þurfi að fá þetta frí til að vera í kjördæmunum er vitleysa það er orðið hægt að fara um landið og sinna sínum erindum á innan við viku og ég man ekki betur en að þessir einstaklingar hafi fengið starfsviku í vetur eins og skólabörn til að sinna vinnunni sinni. Svo frá mínum bæjardyrum séð virðist þurfa að gefa þeim frí til að þeir geti unnið ég næ því ekki frekar en margri annarri vitleysu sem hér er í gangi þessa dagana.

Eins og stendur í einhverstaðar þá virðist oss verða flest til ógæfu um þessar mundir.


mbl.is Um 22 þúsund á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skildi okur valda því.

Samtök kaupmanna hafa svarið við þessum samdrætti en það er að draga úr álagningu. Andrés Magnússon mótmælti skattlagningu á vín í fréttum og benti á að samdráttur í sölu þess væri vegna þess að verð væri of hátt sama á við um aðra verslun það er samdráttur því að kaupmenn hafa notað tækifærið til að hækka vörur fram úr hófi þannig að ekki er orðið önnur orð um að hafa en bölvað helvítis okur. Dagvöruvöruverslun dregst auðvitað minna saman því að við pakkið þurfum jú að éta það er ekki búið að kynbæta það úr stofninum enn.  Sé vilji hjá kaupmönnum til að vera samkvæmir sjálfum sér og auka verslun þá lækka þeir álagninguna hjá sér. En grun hef ég um að fyrr frjósi í víti en að það skeði.

Hér er helvítis okur á flestu og það í boði ríkisstjórnarinnar vegna þess jú að Steingrímur og Jón Ásgeir eru orðnir nokkuð jafnfætis sem stærstu busnies menn landsins svo að þeim tveimur getum við þakkað vöruverðið.


mbl.is Velta í smásöluverslun dróst saman í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband