Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðilegt ár

Ætlaði að fara að skammast yfir mótmælendum eða stjórnmálamönnum en fann svo alt í einu að ég hreinlega nennti því ekki. Það er gamlársdagur dagur sem að maður lýtur yfir farin veg og íhugar hvað betur hefði mátt fara hugsar til framtíðar og hvað maður vill laga. Dagur sem að maður þakkar samferðamönnum fyrir liðið ár. Þetta er ekki dagur til óláta og æsinga heldur samveru og samþjöppunar enda verður nógur tími og sandur af tækifærum til að agnúast út í allt og alla á nýju ári.

Óska vinum og vandamönnum sem og landsmönnum öllum árs og friðar og bjartrar framtíðar.

Gleðilegt Ár

 


Rúnir trausti.

Ég er þeirrar trúar að flestir brosi einfaldlega út í annað þegar þeir félagar senda frá sér svona yfirlýsingu þeir verða bara að fyrirgefa okkur sem að trúum ekki orði af því sem að í fréttinni stendur. En því miður held ég að staðreyndin sé sú að fréttin sé rétt að bak við luktar dyr sé búið að skrifa lokakafla málsins það annað hvort gufi málið upp eða sé einfaldlega eðlilegir viðskipta hættir þó að allir sjái hversu rangt það er að 100 000 000 000 milljónir fari í ferð án enda. Þetta er ein milljón á þriðja hvern Íslending.   Það skildi þó ekki vera þetta sem Pétur Blöndal átti við með fé án hirðis.

Það sem henti Ísland var í raun nokkurs konar engisprettu faraldur sem eirði engu sem í vegi hans varð og notaði það til að fæða næstu ofurmennsku drauma. Við skulum gera okkur grein fyrir því að það er ekki nóg með að við þurfum að borga skuldirnar heldur þurfum við líka að lifa við að hver einasti sjóður hefur verið tæmdur og flest fyrirtæki og sjóðir sogin inn að beini þannig að ekkert er eftir nema hræin. Þetta var alt saman hrein og tær snilld örugglega ekki ólögleg en óábyrgt og siðlaust að mínu mati. Og enginn gerði neitt rangt að eigin mati.

Ég er að verða þeirrar skoðunar að það sé búið að skrifa harmleikinn allt til loka og að fyrir löngu sé búið að ákveða að fórna alþýðunni einu sinni enn ef ekki á altari fjárglæfra manna þá í kjötkatla ESB.

Verst er þó að þola hrokan og siðblinduna  sem að virðist hrjá stóran hóp þeirra manna sem að brutu fjöregg Íslensku þjóðarinnar það hefur ekki nokkur maður gert rangt það voru alltaf einhverjir aðrir það var krónan það var stærð Íslands það var vegna þess að við vorum ekki í ESB það var allt nema þeir sjálfir. Allar þessar staðreyndir voru þeim kunnar og þeir þekktu leikvöllinn svo að þetta er engin afsökun. 

En við sjáum til ballið er ekki búið þó að stjórnvöld hafi fengið frið yfir hátíðarnar hvers vegna ekki að gefa skít í þetta allt og byggja nýtt þjóðfélag til hliðar við það gamla og rotna. En meira um þá hugmynd í næsta bloggi hún er kannski ekki svo vitlaus.


mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er fúll

Ég er fúll yfir yfir eiginlega öllu þessa dagana yfir dugleysi ráðamanna dáðleysi þeirra sem að eru að fara yfir óreiðumálin og ástandinu yfirleitt. En fúlastur er ég yfir því að hafa aulast til að vera veikur þessi jól.
Ég hef tekið upp þann arfa vitlausa sið að ef ég leggst veikur þá er það þegar ég á frí þannig að kannski get ég selt búkinn af mér til Samtaka Atvinnulífsins svo þeir geti beðið Kára að finna þetta gen, líf þeirra væri jú mikið auðveldara ef að vinnukrafturinn væri almennt veikur í frítímanum
Það er þjóðhagslega hagkvæmt líka þar sem að sjúklingar eyða ekki gjaldeyrir í ferðalög og vesen og meira kemur í kassan frá þeim í frítímanum í formi sjúklingaskatta.
Kannski er ég nútíma stökkbreyting á mankyninu á leið þess að hagkvæmari vinnudýrum hver veit.

En jólin mín byrjuðu bara vel skatan smakkaðist ljúflega og olli léttum særindum og kitli í hálsi og á aðfangadag beið restin af henni í hádeginu vel útlátin með rúgbrauði og vestfirðing eitthvað skrítið var að skötutilfinning Þorláks var enn til staðar og ágerðist nú heldur eftir seinni doseringu af góðgætinu.
Aðfangadagskvöld leið við át og skemmtun en eitthvað var það orðið skrítið að alt sem að étið var rann niður með sömu tilfinningu og skatan. 

Á jóladag datt mér einna helst í hug að mín biðu sömu örlög og Midasar þar sem að alt sem hann reyndi að snæða breyttist í gull nema að hjá mér voru örlögin sú að jafnvel kofareykt hangilæri rann niður hálsinn með sömu áhrifum og 4cm skötubarð. Þegar svo engu líkara var orðið en að hinir illu Orkar sem eltu verndara Baugs um skjáinn á jólakvöld væru á hlaupum í höfðinu á mér og renndu öxunum eftir tanngarðinum milli þess sem þeir stungu spjótum í eyrun og hentu hnullungum i framheilan var komin tími á að leita skjóls í faðmi sængur og Íbúfens og lofa Guði og mömmu að fara til læknis daginn eftir eða stikna í logum Mordors og vera útlægur að eilífu  hjá báðum það er Guði og mömmu.

Á annan í jólum bjargaði ég jólunum fyrir þeim starfsmanni í heilbrigðiskerfinu sem að skoðaði upp í gripinn og dáðist að einhverju sem að hafði tekið sér bólfestu þar og miðað við athugasemdirnar var það sko eitthvað athyglisvert.
Ekki voru það skötuleifar eða flís af feitum sauð brot af konfektmola eða laufabrauði heldur eitthvert þessara smákvikinda af veiru og vírusakyni sem er okkur mönnum svo skeinuhætt og greinilega lífvænlegt fyrirbæri. 

Klyfjaður leynivopnum gegn vágestinum hélt ég heim og hef doserað skrokkinn samviskulega með þessu og nú á sunnudegi loksins skriðinn undan sæng og orðin ról fær enda fríið búið.
Jón seinheppni hvað.
Það góða í þessu er þó það að ég gat horft á Fróða og félaga tortíma baug í eldfjallinu án þess að heil herdeild Orka væri að hamra í hausnum á mér mesta lagi einn eða tveir.

Ég vil því ráðleggja ykkur sem að nenna að lesa þetta að ef þið finnið enn skötuáhrif í hálsakoti andskotist til læknis strax það er alveg ótrúlega slæm hálsbólga að ganga sem leggur jafnvel víkinga af stærri gerðinni volandi í bælið.

Og þó að þessi jól flokkist í sama fúla pottinn og ælupestar jólin á síðustu öld þá bætir tíminn sem að ég eyddi með með fyrstu og annarra kynslóðar afkomendum á aðfangadag það upp og vel það.
Það er engin gleði meiri gleði heldur sú einlæga gleði barnanna sem við verðum vitni að á þessum stundum gaman hefði verið að hafa báða afkomendurna viðstadda en það verður bara um næstu jól.
Og það sem er skemmtilegast við þetta allt saman er að eftir ca 30 ár ef ég tóri hef ég fyrir löngu gleymt kreppunni og hálsbólgunni en verð að sýna þriðju kynslóðinni mynd af hlæjandi mömmunni við að taka upp pakka á sínum þriðju jólum og kem til með að muna hvern hlátur og hvert hróp "Sjáðu mamma vowwwwww "

 

 


En Íslenskar

Það verður fróðlegt að sjá hver verður þróun verslunar her eftir áramótin og sérstaklega hvort og hvernig hið Íslenska neyslummynstur breytist
mbl.is Breskar verslanir í ólgusjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil Hækkun?

30 til 40% Hækkun er all nokkuð en samt ætla ég að styðja sveitirnar og sýna þeim þakklæti fyrir óeigingjarnt starf.

Í staðinn hætti ég bara að kaupa Pasta það hefur jú hækkað 100% og ýmsar neysluvörur sem hækkað hafa allt að 100% jafnvel þó innlendar séu. En hafa hækkað í skjóli arfa lélegs eftirlits og taumlausrar græðgi sem öllu ríður hér hálfa leið til heljar.

Það má setja spurningamerki við að fólk brenni peningana sína upp á þennan máta en væri ekki nær fyrir stjórnmálamenn okkar að halda áfram að leita að horfnu peningunum heldur en að ráðleggja fólki sparnað með því að kaupa ekki flugelda og hætta að drekka gosdrykki.
Ég vil heldur sjá þá setja lög gegn hringamyndun og lög sem að styrkja samkeppni heldur en landföðurlegar ráðleggingar hvernig ég á að haga fjármálum mínum sem voru bara í ansi góðu lagi þangað til þeir klúðruðu því sem að þeim var treyst fyrir og hafa engar lausnir aðrar en vasa almúgans.

Ég býst ekki við því að sveit vaskra þingmanna mæti til að negla hjá mér þakið í næsta fárviðri en ég er viss um að hjálparsveitin mætir þess vegna kaupi ég einn pakka. Kannski er hjálparsveitunum betur treystandi til að stjórna landinu ættum kannski að skoða það, þær allavega hjálpa nauðstöddum en gera ástand þeirra ekki verra.

 


Sorglegt dugleysi

Þetta er sorglegt dugleysi hjá stjórnvöldum þegar þau hafa tækifæri til að vinna sig í álit hjá fólki klúðra því þau algjörlega. Hjá þeim kemst ekki annað að en ESB umræða og önnur mál sem að engu skipta í dag Ef að 100 000 000 000  hafa tapast þarna á meðan að á að leggja sjúklingaskatt á fyrir 360 000 000 þá bið ég núverandi stjórnvöld vel að lifa og bið þau að taka pokann sinn sem snarast Ég hef verið á móti þvi að rjúfa þing og ég hef verið á móti því að mótmæla vegna þess að ég hef talið að fólk væri að reyna að gera sitt besta en það er orðið hægt að efast um það og vanhæfnin getur orðið svo mikil að jafnvel ég fái nóg.

Það má gefa stjórnvöldum til dæmis tíu daga frest til að stokka upp í bankakerfinu skipta út fólki og sannfæra okkur alþýðuna um það að þeim sé treystandi annars verði gert áhlaup á til dæmis Kaupþing og honum endanlega velt. Bankar eru nefnilega ekkert annað en innistæður sem að fólk á og höfum við virkilega áhuga á að vera viðskiptavinir þessara stofnana. Ég er farin að velta Sparisjóði Þingeyinga fyrir mér sem stað það sem að ég vil geyma peningana mína.


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á jólum

Þegar skötuilmurinn lætur undan hangiketsilminum á aðfangadag verða jafnvel ískaldir miðaldra karlmenn hálfmeyrir og um hugann renna myndir af liðnum jólum.

Jól eru einn af þeim tímapunktum sem sitja í sál okkar flestra tími tilhlökkunar og gleði einnig vonbrigða.
Tíminn er afstæður og fljótur að breytast það sem að  ber hæst í minningu míns aldursflokks eru hlutir sem að kynslóðir dagsins í dag trúa ekki að hafi verið einhvers virði. Það er erfitt að trúa að svo einfaldir hlutir hafi í raun verið svo mikilsverðir þegar alist er upp í neyslusamfélagi dagsins í dag. Neyslusamfélagi sem er þó varla meira en þrítugt. 

Jól hafa skilið eftir í minningunni lykt af eplum bragð af ísköldum appelsínum jú og og glamrið í keðjum þegar ekið er á ísilögðum vegi. Þá gat jólainnkaupaferðin auðveldlega breyst í langa dagsferð því að ekki voru vegir saltaðir og hreinsaðir eins og tíðkast í dag. Þar var það áætlun mjólkurbílsins sem skipti meira máli en jólainnkaup.

Það var merki um að jólin væru að koma þegar að bærinn angaði að lyktinni sem að fyllir húsakynni og berst frá nýskúruðu trégólfi með grænsápu og raddirnar í útvarpinu hófu lestur jólakveðja. Það er ótrúlega sterkt í minningunni að hafa komið inn frá því að hafa gefið hrossum eða unnið önnur útiverk og hafa sest niður og hlustað á kveðjur í óratíma til fólks sem að maður þekkti ekki neitt.

Ég hef margoft reynt að leita uppi þessa stemmingu seinna á lífsleiðinni en ekki fundið hana eplin lykta ekki lengur appelsínurnar eru ekki kaldar og safaríkar á sama máta og áður og jólakveðjurnar týnast í auglýsingaflóði og síbylju dagsins. 

Seinna komu jól með öðrum minningum þegar að börnin uxu úr grasi og stemming jólanna fólst í fölskvalausri gleði fyrstu kynslóðar afkomendanna við að undirbúa þau þar til hámarki var náð á aðfangadags kvöld.

Nú er komið að enn einum tímamótum í lífi karlsins sem að situr hér og hamrar á lyklaborðið. Það er komið að fyrstu jólunum i boði afkomenda fyrstu jólunum þar sem að ekki er allt á fullu við að sníða og snurfusa ekkert suð í pottum eða glamur í pönnum heldur bara sturta og síðan að skella sér í matinn og njóta hans. Og viti menn ég held að gamla jólatilfinningin sé að stinga sér niður aftur kannski eru jól einfaldlega ekkert annað en kyrrð og friður frá hinu daglega amstri smá þögn og tími til að líta inn í sjálfan sig og eyða smá tíma í þá persónu sem að alltof margir vanrækja það er þá sjálfa. Því þó sælla sé að gefa enn þiggja þá mega menn ekki gleyma að rækta sjálfan sig svo þeir geti gefið af sjálfum sér. Sennilega er leyndardómurinn á bak við jólin ekki flóknari en það.

Ég finn þó ekki enn ilminn af eplunum en hvort um er að kenna nútíma ræktunaraðferðum, margra ára reykingum eða löngum tíma við vélstjórn veit ég ekki en kannski kemur eplalyktin um næstu jól hver veit. En nú er mál að fara og fagna hátíðinni og njóta þeirra forréttinda að vera þiggjandi í mat og drykk og fá að upplifa barnslega jólagleði enn einu sinni þar sem að önnur kynslóð afkomenda mun taka við að halda uppi jólagleðinni.

Óska vinum og vandamönnum svo og landmönnum öllum

Gleðilegra Jóla


Smekklaust.

Mér finnst frekar smekklaust að bera peningalegt tap okkar Íslendinga við dauða og þjáningar yfir 8000 manneskja.
Mikið af tapinu hér var ímyndun og að tapa ímynduðum eignum er ekkert annað en ímyndað tap en ég er viss um að þjáningar fólksins í Tsjernobyl voru raunverulegar og vel það.

Síðan finnst mér að fjölmiðlar séu upptekknari við að reyna að stýra þróuninni heldur en að segja  fréttir. Framtíðin er ekki fréttir hún er líkur og spádómar.
Hvers vegna er til dæmis engin frétta miðill að greina hvað er að ske í Hitaveitu Suðurnesja og hvort það er gott eða slæmt?
Er það vegna þess að fölmiðlar eru svo önnum kafnir í að segja okkur hvað gæti skeð á morgun að þeir taka ekki eftir því sem er að ske í dag.


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæma strax ekkert stopp

Ef við skoðum söguna þá er rétti tíminn til að framkvæmda í niðursveiflu svo að 1 Janúar 2009 er góður dagur til að hefja framkvæmdir.

Framkvæmdir sem að ættu að vera fjármagnaðar innanlands það eru til peningar hjá til dæmis Lífeyrissjóðunum sem eiga að fara að kveikja á perunni að þeir eru fyrir fólkið en ekki forustumenn verkalýðsins og atvinnurekendur, þetta er hluti af laununum okkar og því í raun okkar eign. Írar ætla að nota lífeyrissjóði sína til að bjarga sér. Ég geri því kröfu til þess að Lífeyrissjóðurinn minn allavega flytji heim sína peninga og noti til að efla það sem að nýtist mér hér á landi það er þess virði þó að greiðslan eftir 67 verði einhverjum fimmþúsundkalli minni í staðin. Það má reikna með því að sjóðirnir myndu græða pening í formi meiri vinnu og betri afkomu.

Eftir síðustu áföll er það mín bjargfasta skoðun að við eigum að byggja hér sjálfbært þjóðfélag sjálfbært á þann máta að flest það sem við nýtum og notum á að vera framleitt innanlands það er sú sjálfbærni sem að liggur mest á að innleiða síðan má huga að sjálfbærni umhverfisverndar.

Fyrsta skrefið í þessari þróun er að hefja byggingu áburðarverksmiðju þegar 1 janúar hún ætti að rísa á Bakka og vera fjármögnuð af Bændasamtökunum og Lífeyrissjóðunum og rekin sem með eðlilegri arðsemiskröfu en jafnframt vinna að því að skaffa vöru á samkeppnisfæru verði og jafna út sveiflur í verði áburðar. Verksmiðjan á að borga sama rafmagnsverð og stóriðja. Við skulum gleyma þeirri uppsprengdu arðsemi sem vaðið hefur uppi undanfarið sú vitleysa kemur vonandi ekki aftur meðan ég lifi. Verksmiðjan á að mínu mati að vera eins konar samvinnuapparat til að jafna út sveiflur en ekki til að fita fjóspúka. 

Með byggingu Áburðarverksmiðju verður landið óháðara sveiflum sem hinir gráðugu hrávöru fjárfestar valda út í heimi.
Það sem að við byggjum upp úr rústunum á að vera fyrir Íslenska alþýðu því að það er hún sem borgar allar þær skemmdir sem að unnar hafa verið á þjóðfélaginu.
Þess vegna er ekkert að því að ströngustu græðgiskrofum sé ekki fullnægt heldur einblíni samtök eins og lífeyrissjóðir og önnur samtök meira á hvað er þjóðinni og landinu fyrir bestu.

Það ætti að vera hægt að byggja svona verksmiðju mjög hratt og kostnaðurinn ætti ekki að vera gigantískur við skulum ekki byggja í útrásar stíl heldur með einfaldri stálgrind keyptri frá Kína og klædd með álplötum úr Íslensku áli. Það er enn til þekking hér á landi á þessu sviði og um að gera að byrja strax til að nýta hana síðan nýtist verksmiðjan einnig til framleiðslu vetnis. Það mætti jafnvel byggja tvær smærri verksmiðjur.

Það er grundvallar atriði að við stefnum að því að vera sjálfstæð þjóð sjálfum okkur nóg um sem flest í framtíðinni það er hin eina rétta aðferð til að skapa hér stöðug og góð lífskjör.  


Ég krefst þess

Sem skattgreiðandi í þessu landi krefst ég þess að séð verði til þess að sá einstaklingur sem braut rúðurnar verði látin borga fyrir viðgerð á þeim eins og aðrir tjónvaldar í þessu landi. Sé hann ekki fjárráða skal reikningurinn sendur til foreldra viðkomandi einstaklings til greiðslu. Við skattgreiðendur þessa lands eigum ekki að borga þetta.

Ein spurning fyrir þá sem finnst réttindi þeirra lítils metin hér á landi. Í hvað mörgum löndum hefði hópur grímuklæddra manna geta hafst við inn í banka í þetta langan tíma án þess að vera skotnir.

Að það skuli vera hægt er eitt að því góða við landið okkar en líka er vel líklegt að þessi mótmæli muni á endanum eyðileggja það.


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband